Bæjarráð

3126. fundur 31. janúar 2008
Bæjarráð - Fundargerð
3126. fundur
31. janúar 2008   kl. 09:00 - 10:55
Bæjarstjórnarsalur á 4. hæð í Ráðhúsi


Nefndarmenn Starfsmenn
Hermann Jón Tómasson formaður
Elín Margrét Hallgrímsdóttir
Hjalti Jón Sveinsson
Baldvin Halldór Sigurðsson
Gerður Jónsdóttir áheyrnarfulltrúi
Sigrún Björk Jakobsdóttir
Karl Guðmundsson
Dan Jens Brynjarsson
Jón Bragi Gunnarsson
Heiða Karlsdóttir fundarritari
Oddur Helgi Halldórsson boðaði forföll á fundinn.

1.          Launakönnun 2007
2006020039
Hjördís Sigursteinsdóttir frá Rannsókna- og þróunarmiðstöð Háskólans á Akureyri mætti á fundinn undir þessum lið og kynnti niðurstöðu launakönnunar sem unnin var fyrir Akureyrarbæ á árinu 2007. Bæjarfulltrúar, fulltrúar í samfélags- og mannréttindaráði og  kjarasamninganefnd voru boðaðir á fundinn til kynningar og umræðu um þetta mál.
Fulltrúar í  kjarasamninganefnd: Ásgeir Magnússon, María Ingadóttir og Ögmundur Knútsson og samfélags- og mannréttindaráði: Margrét Kristín Helgadóttir, Baldur Dýrfjörð og Ingólfur Ásgeir Jóhannesson ásamt starfsmannastjóra Höllu Margréti Tryggvadóttur og deildarstjóra samfélags- og mannréttindadeildar Katrínu Björgu Ríkarðsdóttur sátu fundinn undir þessum lið.
Bæjarráð þakkar Hjördísi Sigursteinsdóttur ágæta kynningu. Bæjarráð fagnar þeim árangri sem náðst hefur hjá Akureyrarbæ í að jafna laun karla og kvenna sem sinna sambærilegum störfum og þakkar þeim sem á undanförnum árum hafa unnið að þessu verkefni fyrir hönd bæjarins.


2.          Blaksamband Íslands - styrkbeiðni
2007120032
5. liður í fundargerð íþróttaráðs dags. 24. janúar 2008:
Erindi dags. 3. desember 2007 frá framkvæmdastjóra Blaksambands Íslands þar sem fram kemur að verið sé að undirbúa umsókn um að halda Norðurlandamót unglinga U19 í blaki. Til greina kemur að Blakdeild KA haldi mótið í samstarfi við BLÍ á Akureyri og er óskað eftir aðstoð Akureyrarbæjar með framkvæmd mótsins.
Íþróttaráð fagnar áformum Blaksambands Íslands og Blakdeildar KA og samþykkir að veita þeim aðstöðu í íþróttamannvirkjum Akureyrarbæjar fyrir mótshaldið. Ráðið vísar öðrum óskum um styrkveitingar vegna mótsins til bæjarráðs.
Bæjarráð fagnar áhuga Blaksambandsins á að halda mótið hér. Bæjarráð telur eðlilegt að styrkja mótshaldið með endurgjaldslausum aðgangi að íþróttaaðstöðu bæjarins en getur ekki orðið við beiðni um beinan fjárhagslegan stuðning.


3.          Umhverfisráðuneytið - skipan hættumatsnefndar
2007070057
Erindi dags. 25. janúar 2008 frá umhverfisráðuneyti þar sem tilkynnt er að ráðuneytið hafi fallist á ósk sveitarfélagsins um að umhverfisráðherra skipi hættumatsnefnd fyrir sveitarfélagið. Í því sambandi er vísað í 4. grein reglugerðar nr. 505/2000.
Bæjarráð skipar bæjarstjóra Sigrúnu Björk Jakobsdóttur og bæjartæknifræðing Helga Má Pálsson í hættumatsnefnd fyrir Akureyri.


4.          Gásakaupstaður ses. - óskað eftir styrktarsamningi
2008010208
Erindi dags. 23. janúar 2008 frá Kristínu S. Björnsdóttur, staðarhaldara Gásakaupstaðar ses. þar sem óskað er eftir styrktarsamningi við Akureyrarbæ vegna Gásakaupstaðar ses.
Bæjarráð felur bæjarstjóra að vinna að samningi og leggja fyrir bæjarráð.


5.          Norðurlandsskógar - kynning á stöðu verkefnis
2008010185
Erindi dags. 23. janúar 2008 frá Valgerði Jónsdóttur f.h. Norðurlandsskóga þar sem sveitarstjórnum á Norðurlandi er boðið að fá til sín kynningu á stöðu og framtíðaráformum Norðurlandsskógaverkefnisins.
Lagt fram til kynningar.


6.          Starfsáætlun félagsmálaráðs 2008
2008010157
6. liður í fundargerð félagsmálaráðs dags. 14. janúar 2008:
Lögð fram drög að starfsáætlun félagsmálaráðs fyrir árið 2008.
Félagsmálaráð samþykkir starfsáætlunina fyrir sitt leyti og vísar henni til bæjarráðs.
Starfsáætlunin var aftur tekin fyrir í félagsmálaráði 28. janúar sl. og staðfest að nýju án breytinga.
Bæjarráð vísar starfsáætluninni til umræðu í bæjarstjórn.


7.          Starfsáætlun skipulagsnefndar 2008
2008010157
1. liður í fundargerð skipulagsnefndar dags. 16. janúar 2008:
Skipulagsstjóri lagði fram tillögu að endurskoðaðri starfsáætlun fyrir árin 2006-2010. Skipulagsnefnd leggur til við bæjarráð að endurskoðuð starfsáætlun 2006-2010 verði samþykkt.
Bæjarráð vísar starfsáætluninni til umræðu í bæjarstjórn.


8.          Starfsáætlun íþróttaráðs 2008
2008010157
1. liður í fundargerð íþróttaráðs dags. 24. janúar 2008:
Fyrir fundinum lágu drög að starfsáætlun íþróttaráðs 2008.
Íþróttaráð samþykkir fyrirliggjandi starfsáætlun og felur deildarstjóra að ganga frá henni í samræmi við umræður á fundinum.
Bæjarráð vísar starfsáætluninni til umræðu í bæjarstjórn.


9.          Fjárhagsaðstoð 2008
2008010083
3. liður í fundargerð félagsmálaráðs dags. 14. janúar 2008:
Lagt fram minnisblað deildarstjóra fjölskyldudeildar vegna framfærslugrunns í reglum félagsmálaráðs um fjárhagsaðstoð.
Samþykkt að hækka framfærslugrunn fjárhagsaðstoðar í samræmi við hækkun neysluvísitölu, sbr. 16. grein reglna félagsmálaráðs Akureyrarbæjar um fjárhagsaðstoð. Framfærslugrunnurinn var kr. 96.000, verður kr. 101.626 frá og með 1. janúar 2008.
Bæjarráð staðfestir ákvörðun félagsmálaráðs.Fundi slitið.