Bæjarráð

3125. fundur 24. janúar 2008
Bæjarráð - Fundargerð
3125. fundur
24. janúar 2008   kl. 09:00 - 10:25
Bæjarstjórnarsalur á 4. hæð í Ráðhúsi


Nefndarmenn Starfsmenn
Hermann Jón Tómasson formaður
Elín Margrét Hallgrímsdóttir
Hjalti Jón Sveinsson
Baldvin Halldór Sigurðsson
Oddur Helgi Halldórsson
Gerður Jónsdóttir áheyrnarfulltrúi
Sigrún Björk Jakobsdóttir
Karl Guðmundsson
Dan Jens Brynjarsson
Jón Bragi Gunnarsson
Heiða Karlsdóttir fundarritari
1.          Viðtalstímar bæjarfulltrúa - fundargerðir 2008
2008010045
Lögð fram fundargerð viðtalstíma bæjarfulltrúa dags. 17. janúar 2008. Fundargerðin er í 5 liðum.
Lagt fram til kynningar.
Bæjarráð vísar 1., 4. d) og 5. lið til skipulagsnefndar.


2.          Öldrunarheimili Akureyrarbæjar - viðauki við samning um aðgangsrétt nágrannasveitarfélaga
2007090053
Tekið fyrir að nýju, áður á dagskrá bæjarráðs 17. janúar 2008:
5. liður í fundargerð félagsmálaráðs dags. 14. janúar 2008:
Fjallað um samþykkt Grýtubakkahrepps um höfnun viðaukasamnings vegna viðbyggingarinnar við ÖA.
Félagsmálaráð álítur að þar til annað komi fram, þá hafi Grýtubakkahreppur verið að segja upp fyrirliggjandi samningi með höfnun sinni á viðaukanum. Þar með verður ekki lengur í gildi neinn samningur við Grýtubakkahrepp um aðgangsrétt íbúa hans að Öldrunarheimilum Akureyrarbæjar frá árslokum 2008.
Vísað til bæjarráðs.
Lögð fram bókun sveitarstjórnar Grýtubakkahrepps dags. 17. desember 2007.
Bæjarráð frestaði afgreiðslu (17. janúar sl.)
Bæjarráð álítur að Grýtubakkahreppur hafi verið að segja upp frá sl. áramótum fyrirliggjandi samningi með höfnun sinni á viðaukanum. Þar með sé ekki lengur í gildi neinn samningur við Grýtubakkahrepp um aðgangsrétt íbúa hans að Öldrunarheimilum Akureyrarbæjar.


3.          Norðurorka hf. - samkomulag um innheimtu vatnsgjalds
2008010192
Lagt fram samkomulag milli Akureyrarbæjar og Norðurorku hf. um verklagsreglur vegna innheimtu vatnsgjalds.
Bæjarráð samþykkir samkomulagið.


4.          Sóknarnefndir Lögmannshlíðarsóknar og Akureyrarkirkju - styrkbeiðni 2008
2007120054
Erindi dags. 28. nóvember 2007  frá sóknarnefnd Lögmannshlíðarsóknar og sóknarnefnd Akureyrarkirkju þar sem sótt er um styrk til bæjarstjórnar Akureyrar.
Lagt fram minnisblað bæjarritara dags. 15. janúar 2008.
Bæjarráð samþykkir á grundvelli erindisins að veita styrk að upphæð kr. 1.760.000 til Lögmannshlíðarsóknar og kr. 2.400.000 til Akureyrarkirkju.  Kostnaði umfram fjárhagsáætlun kr. 1.160.000 vísað til endurskoðunar fjárhagsáætlunar.
Oddur Helgi Halldórsson sat hjá við afgreiðslu.


5.          Flutningskostnaður framleiðslufyrirtækja á Akureyri
2008010188
Lögð fram greinargerð Ásgeirs Magnússonar framkvæmdastjóra Skrifstofu atvinnulífsins um flutningskostnað framleiðslufyrirtækja á Akureyri.
Bæjarráð leggur áherslu á nauðsyn þess að jafna eins og kostur er rekstrarforsendur fyrirtækja í landinu og þar með lífskjör íbúa. Framleiðslufyrirtæki, t.d. matvæla- og drykkjarvörufyrirtæki, þurfa að greiða verulegar upphæðir vegna flutnings á framleiðslu sinni á stærsta markaðssvæði landsins. Þessi kostnaður getur ráðið úrslitum um hagkvæmni þess að reka þessi fyrirtæki hér á Akureyri.
Bæjarráð skorar þess vegna á stjórnvöld að taka þetta brýna mál föstum tökum og  koma á flutningsjöfnunarkerfi svo fljótt sem kostur er.
Bæjarráð felur bæjarstjóra og formanni bæjarráðs að koma þessum sjónarmiðum á framfæri við stjórnvöld.


6.          Ytra-Krossanes - uppsögn leigu
2008010168
17. liður í fundargerð skipulagsnefndar dags. 16. janúar 2008.
Samkvæmt Aðalskipulagi Akureyrar 2005-2018 er gert ráð fyrir að svæðið við Ytra-Krossanes verði nýtt sem iðnaðar- og athafnasvæði. Í gangi er deiliskipulagsvinna m.a. af umræddu svæði og því þörf á að leigusamningi ábúenda Ytra-Krossaness verði sagt upp.
Skipulagsnefnd óskar eftir því við bæjarráð, vegna deiliskipulags og fyrirhugaðra framkvæmda á svæðinu við bæinn Ytra-Krossanes við Krossanesbraut, að leigusamningi við núverandi leigutaka verði sagt upp. Uppsögn þarf að fara fram fyrir 1. febrúar nk. með 6 mánaða uppsagnarfresti skv. leigusamningi.
Bæjarráð samþykkir að leigusamningi við ábúendur á Ytra-Krossanesi verði sagt upp fyrir 1. febrúar nk.


7.          Kjalarsíða 1 - innlausn lóðarréttinda.
2006070013
Lagt fram tilboð og minnisblað bæjarlögmanns dags. 22. janúar 2008 um innlausn lóðarréttinda vegna Kjalarsíðu 1.
Inga Þöll Þórgnýsdóttir bæjarlögmaður sat fundinn undir þessum lið.
Bæjarráð samþykkir tilboðið.  


8.          Launanefnd sveitarfélaga - samráðsfundur
2008010197
Erindi dags. 23. janúar 2008 frá Eyþingi þar sem boðað er til samráðsfundar með fulltrúum sveitarstjórna á Norðurlandi eystra mánudaginn 4. febrúar nk. á Hótel KEA, Akureyri og hefst hann kl. 14.00.
Lagt fram til kynningar.Fundi slitið.