Bæjarráð

3124. fundur 17. janúar 2008
Bæjarráð - Fundargerð
3124. fundur
17. janúar 2008   kl. 09:00 - 11:15
Bæjarstjórnarsalur á 4. hæð í Ráðhúsi


Nefndarmenn Starfsmenn
Hermann Jón Tómasson formaður
Elín Margrét Hallgrímsdóttir
Kristján Þór Júlíusson
Baldvin Halldór Sigurðsson
Oddur Helgi Halldórsson
Gerður Jónsdóttir áheyrnarfulltrúi
Sigrún Björk Jakobsdóttir
Karl Guðmundsson
Dan Jens Brynjarsson
Jón Bragi Gunnarsson
Heiða Karlsdóttir fundarritari
1.          Naust I-IV - samkomulag
2005030053
Lagt fram samkomulag um kaup á erfðafestulandi og útihúsum.  
Inga Þöll Þórgnýsdóttir bæjarlögmaður og Pétur Bolli Jóhannesson skipulagsstjóri mættu á fundinn undir þessum lið.
Bæjarráð samþykkir samkomulagið.


2.          Steinnes - samkomulag
2007110034
Lagt fram samkomulag um kaup á eigninni Steinnesi dags. 14. janúar 2008.
Inga Þöll Þórgnýsdóttir bæjarlögmaður og Pétur Bolli Jóhannesson skipulagsstjóri sátu fundinn undir þessum lið.
Bæjarráð samþykkir samkomulagið og vísar kostnaði vegna þess til endurskoðunar fjárhagsáætlunar.


3.          Aflþynnuverksmiðja á Akureyri
2007080022
Magnús Ásgeirsson framkvæmdastjóri AFE og Pétur Bolli Jóhannesson skipulagsstjóri mættu á fund bæjarráðs og  kynntu stöðu mála.
Bæjarráð þakkar Magnúsi og Pétri Bolla ágæta kynningu.


4.          Grunnskólar - gjaldskrá vegna útleigu húsnæðis
2007110140
4. liður í fundargerð skólanefndar dags. 3. desember 2007:
Fram hefur komið ósk frá skólastjórum um að gjaldskrá vegna útleigu á húsnæði til gistingar, fundarhalda og samkomuhalds verði endurskoðuð, þar sem þeir telja að hún standi ekki undir þeim kostnaði sem skólar verða fyrir. Fyrir fundinn var lögð tillaga að breytingu á gjaldskránni.
Skólanefnd samþykkir fyrirliggjandi tillögu.  

1. liður í fundargerð íþróttaráðs dags. 11. janúar 2008:
Fyrir fundinum lágu samþykktar tillögur skóladeildar að breyttri gjaldskrá á útleigu húsnæðis vegna gistingar, fundarhalda og samkomuhalds í grunnskólum og æskulýðs- og íþróttamannvirkjum Akureyrarbæjar.
Meirihluti íþróttaráðs samþykkir gjaldskrána fyrir sitt leyti með þeim breytingum að viðmiðunaraldur barna og unglinga verði hækkaður úr 16 árum í 18 ár og að fjöldi gistinátta í grunngjaldi verði óbreyttur frá fyrri gjaldskrá. Ráðið leggur jafnframt mikla áherslu á að gjaldskráin sé eingöngu miðuð út frá raunkostnaði og að ekki sé um að ræða álagningu umfram hann. Erlingur Kristjánsson óskar bókað að hann vilji halda gjaldskránni óbreyttri og aukinn kostnaður vegna gistinga íþróttafélaganna verði færður sem styrkur til þeirra.

Meirihluti bæjarráðs samþykkir gjaldskrána með eftirtöldum breytingum:
Grunngjald verði 10.000 kr. fyrir nóttina og er innifalin í því gisting fyrir 20 næturgesti í einu rými. Fyrir hvern næturgest umfram 20 verði greiddar 500 kr.  Aldrei er veittur afsláttur af grunngjaldi og reiknast afsláttur til íþróttafélaga því á kostnað við gistingu vegna þeirra næturgesta sem eru umfram 20.
Gjaldskrá fyrir börn miðast við 18 ára og yngri.
Baldvin H. Sigurðsson og Oddur Helgi Halldórsson sátu hjá við afgreiðslu.5.          Öldrunarheimili Akureyrarbæjar - viðauki við samning um aðgangsrétt nágrannasveitarfélaga
2007090053
5. liður í fundargerð félagsmálaráðs dags. 14. janúar 2008:
Fjallað um samþykkt Grýtubakkahrepps um höfnun viðaukasamnings vegna viðbyggingarinnar við ÖA.
Félagsmálaráð álítur að þar til annað komi fram, þá hafi Grýtubakkahreppur verið að segja upp fyrirliggjandi samningi með höfnun sinni á viðaukanum. Þar með verður ekki lengur í gildi neinn samningur við Grýtubakkahrepp um aðgangsrétt íbúa hans að Öldrunarheimilum Akureyrarbæjar frá árslokum 2008.
Vísað til bæjarráðs.
Lögð fram bókun sveitarstjórnar Grýtubakkahrepps dags. 17. desember 2007.
Bæjarráð frestar afgreiðslu.


6.          Álagning gjalda árið 2008 - fasteignagjöld
2008010147
Lögð fram tillaga um álagningu fasteignagjalda fyrir árið 2008:
a)  i  Fasteignaskattur íbúðarhúsnæðis verði   0,28% af fasteignamati húsa og lóða.
      ii  Fasteignaskattur á hesthús verði 0,5% af fasteignamati húsa og lóða.
b)  Fasteignaskattur sjúkrastofnana, skóla, heimavista, leikskóla, íþróttahúsa og bókasafna verði 1,32% af fasteignamati og lóðarréttindum.
c)  Fasteignaskattur af öðru húsnæði en a) og b) lið  verði  1,55% af fasteignamati húsa og lóða.
d)  Lóðarleiga verði 0,5% af fasteignamati lóða fyrir íbúðarhúsnæði.
e)  Lóðarleiga verði 2,8% af fasteignamati lóða vegna b) og c) liðar.
f)  Vatnsgjald íbúðarhúsnæðis verði fast gjald 5.295 kr. pr. íbúð og 79,43 kr. pr. fermeter.
g)  Vatnsgjald af öðru húsnæði en íbúðum  verði fast gjald 10.590 kr. pr. eign og 79,43 kr. pr. fermeter.
h)  Holræsagjald verði 0,17% af fasteignamati húsa og lóða.
Vatnsgjald og holræsagjald leggst á nýjar eignir þegar þær teljast fokheldar skv. fasteignamati.

Almennir gjalddagar fasteignagjalda á árinu 2008 eru átta, 3. dagur hvers mánaðar frá febrúar til september. Gjalddagi fasteignagjalda, að lægri fjárhæð en 8.000 kr., er 3. febrúar 2008.  Gjalddagar fasteignagjalda, sem lögð eru á  nýjar eignir á árinu, eru jafn margir og almennu gjaldagarnir sem eftir eru ársins þegar álagning fer fram.  Frá 1. september er einn gjalddagi vegna nýrra eigna, 3. dagur  hvers mánaðar eftir álagningu.

Bæjarráð vísar tillögunni til afgreiðslu bæjarstjórnar.


7.          Álagning gjalda árið 2008 - fasteignaskattur - reglur um afslátt af fasteignaskatti
2008010148
Lögð fram tillaga að reglum um afslátt elli- og örorkulífeyrisþega af fasteignaskatti 2008.  
Bæjarráð vísar tillögunni til afgreiðslu bæjarstjórnar.


8.          Önnur mál
2008010014
Formaður bæjarráðs upplýsti um þá vinnu sem átt hefur sér stað hjá Launanefnd sveitarfélaga og Kennarasambandi Íslands til að undirbúa viðræður um nýjan kjarasamning við grunnskólakennara.Fundi slitið.