Bæjarráð

3123. fundur 10. janúar 2008
Bæjarráð - Fundargerð
3123. fundur
10. janúar 2008   kl. 09:00 - 10:40
Bæjarstjórnarsalur á 4. hæð í Ráðhúsi


Nefndarmenn Starfsmenn
Hermann Jón Tómasson formaður
Elín Margrét Hallgrímsdóttir
Hjalti Jón Sveinsson
Baldvin Halldór Sigurðsson
Oddur Helgi Halldórsson
Gerður Jónsdóttir áheyrnarfulltrúi
Karl Guðmundsson
Jón Bragi Gunnarsson
Heiða Karlsdóttir fundarritari
Í upphafi fundar óskaði formaður bæjarráðs bæjarráðsmönnum og starfsmönnum Akureyrarbæjar gleðilegs árs og farsældar.

1.          Reiðhöll - hönnun og uppbygging
2005050026
2. liður í fundargerð íþróttaráðs dags. 20. desember 2007:
Erindi dags. 6. desember 2007 frá Ástu Ásmundsdóttur formanni Léttis þar sem farið er fram á stuðning vegna reksturs reiðhallar.
Íþróttaráð tekur jákvætt í erindi Léttis og telur að skoða verði aðkomu Akureyrarbæjar að föstum rekstri reiðhallarinnar sem og að styrkja starfsemi barna, unglinga og fatlaðra í húsinu. Íþróttaráð vísar erindinu til bæjarráðs og felur deildarstjóra að skila gögnum til ráðsins í samræmi við umræður á fundinum.
Bæjarráð frestar afgreiðslu.


2.          Öldrunarheimili Akureyrar - fjölgun á stöðugildum
2008010052
3. liður í fundargerð félagsmálaráðs dags. 7. janúar 2008:
Ósk um fjölgun á stöðugildum vegna ónógrar mönnunar og mikils álags á starfsmenn í Víðihlíð.
Félagsmálaráð samþykkir aukningu stöðugilda í Víðihlíð, samanlagt um 2,8 stöðugildi. Áætlaður kostnaður við aukninguna er um 14 milljónir króna á ársgrundvelli.
Aukningin gildi í 6 mánuði og ákvörðunin verði tekin til endurskoðunar þegar fyrirhuguð úttekt framkvæmdastjórnar á rekstri ÖA liggur fyrir.
Erindinu vísað til bæjarráðs.
Bæjarráð samþykkir fjölgun og vísar kostnaði, kr. 7 milljónum, til endurskoðunar fjárhagsáætlunar.


3.          Gríman - styrkbeiðni 2008
2007110064
5. liður í fundargerð stjórnar Akureyrarstofu dags. 20. desember 2007:
Erindi dags. 9. nóvember 2007 frá Sigurði Kaiser f.h. Leiklistarsambands Íslands þar sem sótt er um styrk vegna Grímunnar - Íslensku leiklistarverðlaunanna. Meðfylgjandi var tillaga að samningi.
Bæjarráð óskar eftir umsögn Akureyrarstofu um erindið.
Stjórn Akureyrarstofu leggur til við bæjarráð að Akureyrarbær gerist aðili að Grímunni - Íslensku leiklistarverðlaununum en að samkomulag þar um gildi frá og með árinu 2009. Mikilvægt er að aðild bæjarins þýði að beinar útsendingar frá Grímunni fari fram í Hofi í framtíðinni, eins og samningsdrögin gera ráð fyrir.
Bæjarráð samþykkir tillöguna og felur framkvæmdastjóra Akureyrarstofu að kynna umsækjendum niðurstöðuna og  vinna að gerð samnings.
Oddur Helgi Halldórsson sat hjá við afgreiðslu.


4.          Heilbrigðisráðuneytið - samningur 2007-2008
2007100010
Lagður fram þjónustusamningur dags. 29. desember 2007 milli Akureyrarkaupstaðar og Heilbrigðis- og tryggingamálaráðuneytisins um rekstur heilsugæslu- og öldrunarþjónustu á Akureyri. Áður lagður fram til kynningar í  félagsmálaráði 7. janúar 2008.
Bæjarráð samþykkir samninginn.


5.          Heilbrigðisráðuneytið - þjónusta við fangelsið á Akureyri
2008010002
Lagður fram samningur dags. 29. desember 2007 milli Akureyrarkaupstaðar og Heilbrigðis- og tryggingamálaráðuneytis um kaup á þjónustu af Heilsugæslustöðinni á Akureyri. Áður lagður fram til kynningar í félagsmálaráði 7. janúar 2008.
Bæjarráð samþykkir samninginn.


6.          Samgönguráðuneytið - breytingar á Stjórnarráðinu
2008010062
Erindi dags. 28. desember 2007 frá Samgönguráðuneytinu varðandi breytingar á Stjórnarráðinu. Um áramótin flyst m.a. umsýsla sveitarstjórnarmála og þar með málefni Jöfnunarsjóðs sveitarfélaga frá Félagsmálaráðuneyti til Famgönguráðuneytis.
Lagt fram til kynningar.


7.          Úthlutun fjármagns 2007 - vegna tímabundins samdráttar í aflamarki þorsks
2008010061
Erindi dags. 28. desember 2007 frá Félagsmálaráðuneytinu þar sem segir að í fjáraukalögum 2007 sé gert ráð fyrir 250 milljónum króna á fjárlagalið Félagsmálaráðuneytisins "til að koma til móts við þau sveitarfélög sem verða fyrir tekjumissi vegna tímabundins samdráttar í aflamarki þorsks" eins og segir í skýringum með frumvarpi til fjáraukalaga. Um er að ræða fyrstu úthlutun af þremur. Akureyrarkaupstaður fær 5.807.826 kr. í sinn hlut vegna ársins 2007.
Bæjarráð þakkar fyrir framlagið og óskar eftir tillögum frá stjórn Akureyrarstofu um ráðstöfun þess til atvinnueflingar.


8.          Íbúaþróun á starfssvæði Eyþings
2008010103
Lagt fram yfirlit um íbúaþróun í sveitarfélögum á starfssvæði Eyþings árin 2006-2007. Yfirlitið er byggt á tölum Hagstofunnar og tekið saman af Pétri Þór Jónassyni framkvæmdastjóra Eyþings.
Bæjarráð fagnar mjög jákvæðri íbúaþróun á Akureyri á árinu 2007. Ráðið lýsir jafnframt áhyggjum sínum af íbúaþróun almennt á starfssvæði Eyþings.


9.          Melateigur 1-41 - álit umboðsmanns Alþingis
2004060084
Lagt fram álit umboðsmanns Alþingis í tilefni af kvörtun Hagsmunafélags húseigenda og íbúa við Melateig á Akureyri.  Inga Þöll Þórgnýsdóttir bæjarlögmaður sat fundinn undir þessum lið.
Lagt fram til kynningar.


10.          Önnur mál
2008010014
a) Bæjarráð óskar KA til hamingju með 80 ára afmælið 8. janúar sl. og samþykkir að færa þeim skjávarpa að gjöf af því tilefni.

b)  Oddur Helgi Halldórsson óskaði eftir yfirliti yfir afmælisgjafir til frjálsra félagasamtaka síðastliðin 5 ár.


Fundi slitið.