Bæjarráð

3122. fundur 20. desember 2007
Bæjarráð - Fundargerð
3122. fundur
20. desember 2007   kl. 09:00 - 11:40
Bæjarstjórnarsalur á 4. hæð í Ráðhúsi


Nefndarmenn Starfsmenn
Hermann Jón Tómasson formaður
Elín Margrét Hallgrímsdóttir
Kristján Þór Júlíusson
Baldvin Halldór Sigurðsson
Oddur Helgi Halldórsson
Jóhannes Gunnar Bjarnason áheyrnarfulltrúi
Sigrún Björk Jakobsdóttir
Karl Guðmundsson
Dan Jens Brynjarsson
Jón Bragi Gunnarsson
Heiða Karlsdóttir fundarritari
1.          Viðtalstímar bæjarfulltrúa - fundargerðir 2007
2007100114
Lögð fram fundargerð 13. fundar viðtalstíma bæjarfulltrúa dags. 13. desember 2007. Fundargerðin er í 1 lið.
Lagt fram til kynningar.


2.          Mat á starfsreynslu frá ríki
2007120067
1. liður í fundargerð kjarasamninganefndar dags. 14. desember 2007:
Kjarasamninganefnd samþykkir að leggja til við bæjarráð Akureyrarbæjar að frá og með 1. janúar 2008 verði starfsreynsla frá ríki metin til starfsaldurs með sama hætti og starfsaldur hjá sveitarfélögum.
Halla Margrét Tryggvadóttir starfsmannastjóri sat fundinn undir þessum lið.
Bæjarráð samþykkir tillögu kjarasamninganefndar.


3.          Kjarasamningur við Stéttarfélag byggingafræðinga
2007120069
3. liður í fundargerð kjarasamninganefndar dags. 14. desember 2007:
Kjarasamninganefnd samþykkir að leggja til við bæjarráð að óskað verði eftir því við launanefnd sveitarfélaga að gerður verði kjarasamningur við Stéttarfélag byggingafræðinga.
Halla Margrét Tryggvadóttir starfsmannastjóri sat fundinn undir þessum lið.
Bæjarráð óskar eftir því við Launanefnd sveitarfélaga að hún sjái um gerð kjarasamnings við Stéttarfélag byggingafræðinga fyrir hönd Akureyrarbæjar.


4.          Afskriftir lána 2007
2007120028
4. liður í fundargerð félagsmálaráðs dags. 10. desember 2007:
Lögð fram tillaga um afskrift skulda að upphæð kr. 670.624.
Félagsmálaráð samþykkir tillöguna fyrir sitt leyti og vísar henni til bæjarráðs.
Bæjarráð samþykkir framlagða tillögu um afskriftir skulda.5.          Gjafasjóður ÖA - 2007
2007120025
6. liður í fundargerð félagsmálaráðs dags. 10. desember 2007:
Félagsmálaráð leggur til að gerð verði nafnbreyting á Gjafasjóði Öldrunarstofnana Akureyrarbæjar í Gjafasjóð Öldrunarheimila Akureyrar. Framkvæmdastjóra ÖA falið að útfæra nafnbreytinguna í samræmi við lög og reglur gjafasjóðsins. Staða sjóðsins lögð fram til kynningar.
Bæjarráð samþykkir að nafni sjóðsins verði breytt í Gjafasjóð Öldrunarheimila Akureyrar.


6.          Skólamötuneyti - gjaldskrá 2008
2007030018
1. liður í fundargerð skólanefndar dags. 17. desember 2007:
Fyrir fundinum lá tillaga um að gjaldskrá skólamötuneyta grunnskóla hækki um 7% frá og með 1. janúar 2008. Ástæða hækkunarinnar er fram komin hækkun á hráefni, kjarasamningsbundnar launahækkanir og hallarekstur á árinu 2007, en reksturinn á að standa undir kostnaði. Verð á máltíð í annaráskrift verður kr. 274 og stakar máltíðir munu kosta kr. 370.
Meirihluti skólanefndar samþykkir tillöguna fyrir sitt leyti.
Sigurveig S. Bergsteinsdóttir sat hjá við afgreiðslu.
Meirihluti bæjarráð samþykkir tillöguna.
Oddur Helgi Halldórsson greiddi atkvæði á móti tillögunni.


7.          Gásakaupstaður - sjálfseignarstofnun
2006120024
Tilnefning eins fulltrúa og annars til vara í stjórn sjálfseignarstofnunar um uppbyggingu og rekstur Gásakaupstaðar.
Lagt er til að staðfest verði að Þórgnýr Dýrfjörð verði aðalmaður í stjórn og Hulda Sif Hermannsdóttir varamaður.
Bæjarráð staðfestir tillögu um að Þórgnýr Dýrfjörð verði aðalmaður og Hulda Sif Hermannsdóttir varamaður í stjórn sjálfseignarstofnunar um uppbyggingu og rekstur Gásakaupstaðar.


8.          Héraðsnefnd Eyjafjarðar - starfshópur um almenningssamgöngur
2007120088
Erindi dags. 14. desember 2007 frá Valtý Sigurbjarnarsyni, framkvæmdastjóra Héraðsnefndar Eyjafjarðar þar sem hann óskar eftir tilnefningu fulltrúa Akureyrarbæjar í starfshóp um almenningssamgöngur í Eyjafirði.
Bæjarráð skipar Hjalta Jón Sveinsson, kt. 050353-7619, í starfshópinn.


9.          Héraðsnefnd Eyjafjarðar - framhaldsskólanefnd
2007120083
Erindi dags. 14. desember 2007 frá Valtý Sigurbjarnarsyni, framkvæmdastjóra Héraðsnefndar Eyjafjarðar þar sem hann óskar eftir tilnefningu í framhaldsskólanefnd, sbr. samþykktir í héraðsnefnd og héraðsráði. Einnig er  erindisbréf nefndarinnar sent til umsagnar.
Bæjarráð skipar Helenu Þ. Karlsdóttur, kt. 280867-5789 og Jóhannes G. Bjarnason, kt. 310362-2129, í starfshópinn.


10.          Vinabæir Akureyrar - samskipti
2007080019
Lögð fram greinargerð starfshóps sem samþykkt var að skipa á fundi bæjarráðs 16. ágúst 2007. Hópnum var falið að leggja fram tillögur og áherslur í vinabæjarsamstarfi til framtíðar.
Bæjarráð þakkar starfshópnum ágæta vinnu og tillögur um framtíðaráherslur í vinabæjarsamstarfi.
Bæjarráð samþykkir að vinabæjasamskipti í næstu framtíð verði byggð á þessum tillögum.

Sigrún Björk Jakobsdóttir bæjarstjóri vék af fundi kl. 10.20.


11.          Íþróttabandalag Akureyrar - rekstur Reiðhallar
2007120015
Erindi dags. 3. desember 2007 frá stjórn Íþróttabandalags Akureyrar varðandi uppbyggingu og rekstur á athafnasvæði Hestamannafélagsins Léttis.
Bæjarráð felur íþróttaráði að fara yfir málið í samráði við ÍBA og stjórn Léttis.


12.          Súlur björgunarsveit - samkomulag
2006110001
Lagt fram samkomulag dags. 22. nóvember 2007 við Súlur, björgunarsveitina á Akureyri. Áður á dagskrá bæjarráðs 8. febrúar 2007.
Bæjarráð samþykkir samninginn.


13.          Globodent á Íslandi ehf. - hlutafjáraukning
2007120022
Erindi dags. 3. desember 2007 frá Sigurði Þorsteinssyni stjórnarformanni f.h. Globodent á Íslandi ehf. þar sem farið er fram á að Framkvæmdasjóður Akureyrar leggi fram kr. 94.169 í auknu hlutafé.
Bæjarráð samþykkir að Framkvæmdasjóður leggi fram viðbótarhlutafé að upphæð kr. 94.169 með því skilyrði að aðrir hluthafar taki einnig þátt í hlutafjáraukningunni.
Oddur Helgi Halldórsson sat hjá við afgreiðslu.


14.          Norðlenska matborðið ehf. - sala hlutabréfa
2007120064
Lagður fram kaupsamningur dags. 19. desember 2007 milli Akureyrarbæjar, kt. 410169-6229 og Búsældar ehf., kt. 631203-4420, vegna sölu á hlutabréfum í Norðlenska matborðinu ehf.
Bæjarráð samþykkir framlagðan samning um sölu á hlutabréfum bæjarins í Norðlenska matborðinu ehf.


15.          Geislagata 12 - kaup
2007120052
Erindi dags. 11. desember 2007 frá Gísla Jónssyni f.h. Fjölumboðs ehf. þar sem óskað er eftir viðræðum við Akureyrarbæ um kaup á fasteigninni Geislagötu 12, neðri hæð.
Bæjarráð felur bæjarstjóra að ganga til viðræðna við bréfritara um kaup á fasteigninni.


16.          Önnur mál
2007010207
Baldvin H. Sigurðsson fulltrúi Vinstrihreyfingarinnar græns framboðs óskar bókað:
   "Vegna 80 ára afmælis Knattspyrnufélags Akureyrar þann 8. janúar nk. fer ég fram á að bæjarstjórn Akureyrar heiðri félagið með einhverjum hætti á þessum merku tímamótum í sögu þess, til dæmis með málþingi um íþróttir á Akureyri fyrr og nú og að bæjarstjórn komi að mótun og marki sér stefnu fyrir bæjarfélagið um hvaða framtíðarsýn við höfum til íþrótta almennt, gildi þeirra fyrir börn og fullorðna, fjölskyldur og samfélagið í heild."
       
Í lok fundar óskaði formaður bæjarráðs bæjarráðsmönnum og starfsmönnum Akureyrarbæjar gleðilegra jóla og farsældar á nýju ári og þakkaði samstarfið á árinu.
Fundi slitið.