Bæjarráð

3121. fundur 06. desember 2007
Bæjarráð - Fundargerð
3121. fundur
6. desember 2007   kl. 09:00 - 11:20
Bæjarstjórnarsalur á 4. hæð í Ráðhúsi


Nefndarmenn Starfsmenn
Hermann Jón Tómasson formaður
Elín Margrét Hallgrímsdóttir
Hjalti Jón Sveinsson
Baldvin Halldór Sigurðsson
Oddur Helgi Halldórsson
Jóhannes Gunnar Bjarnason áheyrnarfulltrúi
Sigrún Björk Jakobsdóttir
Karl Guðmundsson
Dan Jens Brynjarsson
Jón Bragi Gunnarsson
Heiða Karlsdóttir fundarritari
1.          Undirhlíð - Langholt - deiliskipulag
2007090026
Pétur Bolli Jóhannesson skipulagsstjóri mætti á fundinn og gerði grein fyrir stöðu mála.
Bæjarráð þakkar Pétri Bolla fyrir ágæta kynningu á stöðu málsins.


2.          Viðtalstímar bæjarfulltrúa - fundargerðir  2007-2008
2007100114
Lögð fram fundargerð 12. fundar viðtalstíma bæjarfulltrúa dags. 29. nóvember 2007. Fundargerðin er í 9 liðum.
Bæjarráð vísar 1., 3. og 6. lið til skipulagsnefndar, 2., 3., 7. og 8. lið til framkvæmdaráðs, 4. og 5. lið til stjórnar Fasteigna Akureyrarbæjar og 9. lið til íþróttaráðs.


3.          Lánasjóður sveitarfélaga - Fasteignafélag sveitarfélaga
2007110141
Bréf dags. 28. nóvember 2007 frá framkvæmdastjóra Lánasjóðs sveitarfélaga ohf. varðandi umræðu um kosti þess og galla að sveitarfélög á Íslandi stofni með sér félag sem séð geti um hönnun, byggingu og rekstur fasteigna sveitarfélaganna.
Lagt fram til kynningar.


4.          Háskólinn á Akureyri - gjöf í tilefni 20 ára afmælis
2007090051
Lagt fram bréf dags. 21. nóvember 2007 þar sem Þorsteinn Gunnarsson rektor Háskólans á Akureyri þakkar fyrir peningagjöf í tilefni af 20 ára afmæli Háskólans og gerir grein fyrir hvernig henni verður varið.
Lagt fram til kynningar.


5.          Gásir - þróun og uppbygging
2006120024
Erindi dags. 11. október 2007 frá Kristínu Sóleyju Björnsdóttur f.h. Gásanefndar þar sem Akureyrarbæ er boðið að verða stofnfélagi í fyrirhugaðri sjálfseignarstofnun um Gásakaupstað. Jafnframt er boðað til stofnfundar 22. nóvember 2007.
Afgreiðsla bæjarrráðs 22. nóvember 2007 :
Bæjarráð samþykkir að Akureyrarbær verði stofnaðili að sjálfseignarstofnun um uppbyggingu og rekstur Gásakaupstaðar og felur bæjarstjóra að fara með umboð Akureyrarbæjar á stofnfundinum.
Stofnsamningur lagður fram á fundinum.
Bæjarráð samþykkir framlagðan stofnsamning sjálfseignarstofnunar um Gásakaupstað fyrir sitt leyti og leggur fram kr. 310.000 sem stofnfé.


6.          Stuðningur við stjórnmálaflokka
2007120011
Í samræmi við ákvæði laga nr. 162/2006 um fjármál stjórnmálasamtaka og frambjóðenda og um upplýsingaskyldu þeirra var lögð fram tillaga um stuðning við stjórnmálaflokka og stjórnmálasamtök sem fulltrúa eiga í bæjarstjórn  Akureyrar.  
Bæjarráð vísar tillögunni til afgreiðslu bæjarstjórnar.


7.          Fjárhagsáætlun Akureyrarbæjar 2008
2007050043
11. liður í fundargerð bæjarstjórnar dags. 27. nóvember 2007:
Bæjarstjórn samþykkir með 11 samhljóða atkvæðum að vísa frumvarpi að fjárhagsáætlun Akureyrarbæjar 2008 til bæjarráðs og síðari umræðu í bæjarstjórn.

Bæjarstjóri og hagsýslustjóri gerðu grein fyrir þeirri vinnu sem farið hefur fram á milli umræðna svo og þeim breytingum sem gerðar hafa verið á frumvarpinu.
Endanleg ákvörðun um álagningu fasteignagjalda árið 2008 verður tekin þegar álagningargrunnur liggur fyrir í janúar nk. Jafnframt fari þá fram endurskoðun tekjuviðmiðunar vegna afsláttar til tekjulítilla elli- og örorkulífeyrisþega.

Áætlunin tekur til eftirfarandi þátta:
Samstæðureikningur Akureyrarbæjar A og B-hluti
Rekstraryfirlit samstæðureiknings
Framkvæmdayfirlit Akureyrarbæjar

A-hluta stofnanir:
Aðalsjóður
Fasteignir Akureyrarbæjar
Framkvæmdamiðstöð
Eignasjóður gatna o.fl.

B-hluta stofnanir:
Félagslegar íbúðir
Fráveita Akureyrar
Strætisvagnar Akureyrar
Öldrunarheimili Akureyrar
Framkvæmdasjóður Akureyrar
Norðurorka hf.
Bifreiðastæðasjóður Akureyrar
Byggingarsjóður Náttúrufræðistofnunar
Gjafasjóður Hlíðar og Skjaldarvíkur
Hafnasamlag Norðurlands
Heilsugæslustöðin á Akureyri

Tillögur að bókunum:

a) Starfsáætlanir
Bæjarráð felur nefndum og ráðum að yfirfara starfsáætlanir í samráði við stjórnendur og gera á þeim þær breytingar sem nauðsynlegar eru með tilliti til fjárhagsáætlunar Akureyrarkaupstaðar. Stefnt skal að því að ljúka yfirferðinni fyrir lok janúar 2008. Bæjarráð og bæjarstjórn munu þá taka áætlanirnar til umræðu og afgreiðslu.


b) Gjaldskrár
Yfirlit yfir þær breytingar sem fyrirhugaðar eru á gjaldskrám var lagt fram undir þessum lið og koma þær tillögur til umræðu og afgreiðslu þegar fjárhagsáætlun verður tekin til seinni umræðu í bæjarstjórn.

c) Kaup á vörum og þjónustu
Nýta skal kosti almennra útboða við framkvæmdir og vöru- og þjónustukaup þar sem því verður við komið til að nýta skatttekjur sveitarfélagins eins vel og kostur er skv. Innkaupastefnu Akureyrarkaupstaðar. Gerðir skulu þjónustusamningar við félög, fyrirtæki og stofnanir á þeim sviðum sem hagkvæmni slíkra samninga getur notið sín.

Bæjarráð vísar frumvarpinu ásamt framangreindum tillögum til bæjarstjórnar til síðari umræðu og afgreiðslu og lítur svo á að með afgreiðslu frumvarpsins hafi verið afgreidd erindi og tillögur um fjárveitingar sem borist hafa bæjarráði og vísað hefur verið til gerðar fjárhagsáætlunar.


8.          Önnur mál
2007010207
Jóhannes G. Bjarnason óskaði eftir upplýsingum um stöðu framkvæmda á svæði Íþróttafélagsins Þórs.


Fundi slitið.