Bæjarráð

3120. fundur 29. nóvember 2007
Bæjarráð - Fundargerð
3120. fundur
29. nóvember 2007   kl. 09:00 - 12:04
Bæjarstjórnarsalur á 4. hæð í Ráðhúsi


Nefndarmenn Starfsmenn
Hermann Jón Tómasson formaður
Elín Margrét Hallgrímsdóttir
Hjalti Jón Sveinsson
Baldvin Halldór Sigurðsson
Oddur Helgi Halldórsson
Gerður Jónsdóttir
Sigrún Björk Jakobsdóttir
Karl Guðmundsson
Dan Jens Brynjarsson
Jón Bragi Gunnarsson
Inga Þöll Þórgnýsdóttir
Heiða Karlsdóttir fundarritari
1.          Samstarf Akureyrarbæjar og Lögreglunnar á Akureyri
2007020055
Sýslumaðurinn á Akureyri Björn Jósef Arnviðarson og Daníel Guðjónsson yfirlögregluþjónn mættu á fund bæjarráðs.
Bæjarráð þakkar Birni Jósef og Daníel fyrir áhugaverðar umræður og felur bæjarstjóra að vinna að því að stofnað verði til formlegs samstarfs lögreglu og sveitarfélags.


2.          Akureyrarflugvöllur - lenging flugbrautar
2007110110
Sigurður Hermannsson umdæmisstjóri, Hermann Hermannsson deildarstjóri flugvalladeildar og Bergur Steingrímsson verkfræðingur mætttu á fund bæjarráðs undir þessum lið og kynntu væntanlega framkvæmd.
Bæjarráð þakkar þeim félögum ágætar upplýsingar um gang mála og fagnar því að framkvæmdir við verkið eru nú í sjónmáli.


3.          Reykjavíkurflugvöllur - framtíðarstaðsetning
2007110127
Rætt um Reykjavíkurflugvöll og byggingu samgöngumiðstöðvar í tengslum við starfsemi hans.
Bæjarráð Akureyrar leggur áherslu á að greiðar flugsamgöngur landsbyggðarinnar við Reykjavík  eru forsenda þess að borgin geti gegnt hlutverki sínu sem höfuðborg landsins alls. Flugvöllur í grennd við miðbæ Reykjavíkur og góð aðstaða fyrir farþega á leið til og frá höfuðborginni þurfa nauðsynlega að vera fyrir hendi í þessum tilgangi. Bæjarráð lýsir þess vegna stuðningi við hugmyndir um uppbyggingu fyrirhugaðrar samgöngumiðstöðvar þannig að hægt verði að koma á samkeppni í innanlandsflugi. Um leið eru ítrekaðar fyrri bókanir ráðsins og bæjarstjórnar Akureyrar um nauðsyn þess að Reykjavíkurflugvöllur verði áfram á sama stað.


4.          Dagforeldrar - hækkun á fjárveitingu vegna niðurgreiðslu
2007080029
1. liður í fundargerð skólanefndar dags. 26. nóvember 2007:
Fyrir fundinum lá tillaga um að óskað verði eftir því við bæjarráð að framlög vegna niðurgreiðslu á daggæslu í heimahúsum verði hækkuð um kr.  20.000.000 eða úr kr. 56.850.000 í kr. 76.850.000 í fyrirliggjandi tillögu að fjárhagsáætlun 2008 fyrir fræðslu- og uppeldismál. Með þessari tillögu er gert ráð fyrir því að hægt verði að greiða daggæslugjöld foreldra niður fyrir allt að 200 börn, en nú er verið að greiða niður fyrir allt að 150 börn.
Tillagan gerir ráð fyrir því að frá 1. janúar 2008 greiði foreldrar sem eru giftir eða í sambúð kr. 29.325 á mánuði fyrir 8 klst. vistun pr. dag og á móti greiði Akureyrarbær kr. 38.964, þá greiði einstæðir foreldrar og foreldrar sem báðir eru í námi kr. 21.854 á mánuði fyrir sama tíma en Akureyrarbær greiði á móti kr. 46.435.
Eftir þessa breytingu er Akureyrarbær enn eitt af tveimur til þremur sveitarfélögum sem niðurgreiðir þessa þjónustu mest og foreldrar greiða minnst fyrir daggæslu.
Skólanefnd samþykkir tillöguna.
Bæjarráð vísar tillögunni til gerðar fjárhagsáætlunar 2008.


5.          Gleráreyrar - úrskurðir úrskurðarnefndar skipulags- og byggingarmála
2005110008
Bæjarlögmaður Inga Þöll Þórgnýsdóttir kynnti úrskurðina.  Pétur Bolli Jóhannesson skipulagsstjóri sat fundinn undir þessum lið.


Fundi slitið.