Bæjarráð

3119. fundur 22. nóvember 2007
Bæjarráð - Fundargerð
3119. fundur
22. nóvember 2007   kl. 09:00 - 11:15
Bæjarstjórnarsalur á 4. hæð í Ráðhúsi


Nefndarmenn Starfsmenn
Hermann Jón Tómasson formaður
Elín Margrét Hallgrímsdóttir
Hjalti Jón Sveinsson
Baldvin Halldór Sigurðsson
Oddur Helgi Halldórsson
Gerður Jónsdóttir áheyrnarfulltrúi
Sigrún Björk Jakobsdóttir
Karl Guðmundsson
Dan Jens Brynjarsson
Jón Bragi Gunnarsson
Heiða Karlsdóttir fundarritari
1.          Umræða um barnaverndarmál
2007110075
Guðrún Sigurðardóttir deildarstjóri fjölskyldudeildar og Áskell Örn Kárason forstöðumaður barnaverndar mættu á fundinn undir þessum lið, til umræðu um barnaverndarmál og stefnumótun í málaflokknum.
Bæjarráð þakkar Guðrúnu og Áskeli greinargóðar upplýsingar.


2.          Viðtalstímar bæjarfulltrúa - fundargerðir 2007-2008
2007100114
Lögð fram fundargerð 11.  fundar viðtalstíma bæjarfulltrúa dags. 15. nóvember 2007. Fundargerðin er í tveimur liðum.
Bæjarráð vísar báðum málunum til framkvæmdaráðs.


3.          Gásir - sjálfseignarstofnun
2006120024
Erindi dags. 11. október 2007 frá Kristínu Sóleyju Björnsdóttur f.h. Gásanefndar þar sem Akureyrarbæ er boðið að verða stofnfélagi í fyrirhugaðri sjálfseignarstofnun um Gásakaupstað. Jafnframt er boðað til stofnfundar 22. nóvember 2007 kl. 13:00 í Minjasafninu á Akureyri.
Bæjarráð samþykkir að Akureyrarbær verði stofnaðili að sjálfseignarstofnun um uppbyggingu og rekstur Gásakaupstaðar og felur bæjarstjóra að fara með umboð Akureyrarbæjar á stofnfundinum.


4.          Snorraverkefnið - styrkbeiðni 2008
2007110069
Erindi dags. 9. nóvember 2007 frá verkefnisstjóra Snorraverkefnisins  þar sem óskað er eftir stuðningi frá Akureyrarbæ við verkefnið árið 2008.
Bæjarráð samþykkir að styrkja verkefnið um kr. 100.000 á árinu 2008.  Styrkurinn greiðist af liðnum styrkveitingar bæjarráðs.


5.          Gríman - styrkbeiðni 2008
2007110064
Erindi dags. 9. nóvember 2007 frá Sigurði Kaiser f.h. Leiklistasambands Íslands þar sem sótt er um styrk vegna Grímunnar - Íslensku leiklistaverðlaunanna að fjárhæð kr. 1.500.000. Meðfylgjandi var tillaga að samningi.
Bæjarráð óskar eftir umsögn Akureyrarstofu um erindið.


6.          AkureyrarAkademían - styrkbeiðni 2008
2007110098
Erindi dags. 19. nóvember 2007 frá Valgerði H. Bjarnadóttur f.h. Félags sjálfstætt starfandi fræðimanna á Norðurlandi þar sem óskað er eftir viðræðum við bæjarráð um stuðning bæjarins við félagið. Sótt er um styrk að upphæð kr. 1.500.000 til almennrar uppbyggingar starfseminnar 2008. Einnig lögð fram greinargerð og ársskýrsla félagsins fyrir starfsárið 2006-2007.
Bæjarráð samþykkir að styrkja AkureyrarAkademíuna um kr. 250.000 á árinu 2008. Styrkurinn greiðist af liðnum styrkveitingar bæjarráðs.


7.          Reiðhöll - beiðni um hækkun á fjárveitingu
2005050026
Erindi dags. 15. nóvember 2007  frá Ástu Ásmundsdóttur f.h. Hestamannafélagsins Léttis þar sem óskað er eftir því við bæjarráð að fjárveiting bæjarins til verkefnisins verði hækkuð um kr. 43.000.000 til að hægt verði að taka húsið í notkun.
Í samningi bæjarins og Hestamannafélagsins Léttis frá því í mars 2006 og viðauka frá ágúst 2006 var kveðið á um að heildarstyrkveiting vegna byggingar reiðhallar yrði rúmlega 120 milljónir króna og hefur sá styrkur þegar verið greiddur. Jafnframt var skýrt kveðið á um að ekki yrði um frekari greiðslur frá bænum að ræða vegna þessarar framkvæmdar eða til rekstrar reiðhallarinnar. Þrátt fyrir þessi ákvæði er ljóst að án aðkomu bæjarins verður ekki hægt að taka húsið í notkun á næstunni.
Bæjarráð samþykkir því að auka styrk bæjarins vegna byggingarinnar um 30 milljónir kr. með því skilyrði að Hestamannafélagið Léttir sýni fram á að það geti sjálft útvegað þá fjármuni sem á vantar til þess að hægt verði að taka húsið í notkun. Til þess að mæta kostnaði vegna viðbótarframlagsins verður dregið úr fé til framkvæmda í hesthúsahverfum um 10 milljónir á ári næstu þrjú ár. Viðbótarkosntaði vegna þessarar ákvörðunar er vísað til endurskoðunar fjárhagsáætlunar. Bæjarstjóra er falið að vinna áfram að málinu.


8.          Fjárhagsáætlun Akureyrarbæjar 2007 - endurskoðun
2006060029
Unnið að endurskoðun fjárhagsáætlunar fyrir árið 2007.
Bæjarráð vísar endurskoðun fjárhagsáætlunar 2007 til afgreiðslu bæjarstjórnar.


9.          Álagning gjalda árið 2008 - útsvar
2007110097
Bæjarráð leggur til að útsvarsprósenta í staðgreiðslu opinberra gjalda á árinu 2008 í Akureyrarkaupstað verði óbreytt frá fyrra ári eða 13.03%.
Bæjarráð vísar tillögunni til afgreiðslu bæjarstjórnar.


10.          Fjárhagsáætlun Akureyrarbæjar 2008
2007050043
Unnið að gerð fjárhagsáætlunar fyrir árið 2008.
Bæjarráð vísar fjárhagsáætlun 2008 til fyrri umræðu í bæjarstjórn.


11.          N4 - samningur 2007
2007070042
Lagður fram samningur milli Akureyrarbæjar og  N4 ehf., kt. 670406-0670, Hafnarstræti 99 á Akureyri um sjónvarpsupptökur á fundum bæjarstjórnar Akureyrar.  Áður á dagskrá bæjarráðs 2. ágúst sl.
Bæjarráð samþykkir samninginn.


12.          Önnur mál
2007010207
Gerður Jónsdóttir spurðist fyrir um fjárstuðning við stjórnmálaframboð.

Bæjarstjóri greindi frá að borgarafundur var haldinn í Hrísey í gær 21. nóvember.  Á fundinum voru til umræðu atvinnumál og Staðardagskrá 21 ásamt fleiru.  Fundurinn var gagnlegur og umræður málefnalegar.


Fundi slitið.