Bæjarráð

3118. fundur 15. nóvember 2007

Bæjarráð - Fundargerð
3118. fundur
15. nóvember 2007   kl. 09:00 - 10:35
Bæjarstjórnarsalur á 4. hæð í Ráðhúsi


 

NefndarmennStarfsmenn Hermann Jón Tómasson formaður
Elín Margrét Hallgrímsdóttir
Hjalti Jón Sveinsson
Baldvin Halldór Sigurðsson
Oddur Helgi Halldórsson
Gerður Jónsdóttir áheyrnarfulltrúi
Sigrún Björk Jakobsdóttir
Karl Guðmundsson
Dan Jens Brynjarsson
Jón Bragi Gunnarsson
Heiða Karlsdóttir fundarritari

 
1.          Nýsköpunarsjóður námsmanna 2007-2008
2007110037
Erindi dags. 5. nóvember 2007 frá Nýsköpunarsjóði námsmanna varðandi starfsemi sjóðsins sumarið 2007 og umsókn um áframhaldandi styrk.
Bæjarráð samþykkir að styrkja sjóðinn með kr. 400.000 á árinu 2008.  Færist af styrkveitingum bæjarráðs.


2.          Fjárfestingarstofan - netþjónabú
2007110012
Erindi dags. 31. október 2007 frá Þórði H. Hilmarssyni f.h. Fjárfestingarstofu, varðandi athugun á aðstæðum fyrir rekstrur og uppsetningu netþjónabúa í einstökum sveitarfélögum.  Akureyrarbæ ásamt nokkrum sveitarfélögum  er boðin þátttaka í verkefninu og að leggja fram kr. 400.000.
Bæjarráð samþykkir að taka þátt í verkefninu og felur bæjarstjóra að ræða við forsvarsmenn Norðurorku um hugsanlega aðkomu fyrirtækisins að málinu.


3.          Hörgárbyggð - sameiginleg mál og samstarf
2007110065
Bæjarstjóri greindi frá fundi sem hann átti þann 2. nóvember sl.  ásamt formanni bæjarráðs við oddvita og varaoddvita Hörgárbyggðar um samstarf þessara tveggja sveitarfélaga.  Á fundinum var rætt um  að skipa í vinnuhóp sem myndi fara yfir þau mörgu sameiginlegu mál sem eru á borði Akureyrarbæjar og Hörgárbyggðar og hvernig samvinnu sveitarfélaganna yrði best fyrir komið í framtíðinni.  
Bæjarráð samþykkir að setja af stað vinnuhóp um samskipti og samstarf Akureyrarbæjar og Hörgárbyggðar.
Bæjarráð tilnefnir bæjarstjóra og Odd Helga Halldórsson í vinnuhópinn og óskar eftir því við sveitarstjórn Hörgárbyggðar að hún tilnefni tvo fulltrúa.


4.          Grímsey - ósk um viðræður
2007110066
Erindi dags. 12. nóvember 2007 frá Brynjólfi Árnasyni sveitarstjóra f.h. sveitarstjórnar  Grímseyjarhrepps þar sem óskað er eftir afstöðu Akureyrarbæjar til að hefja óformlegar viðræður um sameiningu þessara tveggja sveitarfélaga.
Bæjarráð lýsir vilja til þess að ræða við fulltrúa sveitarstjórnar Grímseyjarhrepps um hugsanlega sameiningu þessara sveitarfélaga og skipar bæjarstjóra og Odd Helga Halldórsson sem fulltrúa Akureyrarbæjar í viðræðunum.
Hjalti Jón Sveinsson sat hjá við afgreiðslu.


5.          Ársreikningur Akureyrarbæjar fyrir árið 2006
2007030119
Lagt fram bréf dags. 19. október 2007 frá eftirlitsnefnd með fjármálum sveitarfélaga þar sem óskað er eftir greinargerð Akureyrarkaupstaðar vegna rekstrarhalla 2006. Einnig lögð fram greinargerð fjármálastjóra dags. 3. nóvember 2007.
Lagt fram til kynningar.


6.          Leiguíbúðir Akureyrarbæjar - úttekt 2007
2007090030
Fjallað um úttekt framkvæmdastjórnar á leiguíbúðum Akureyrarbæjar. Áður á dagskrá félagsmálaráðs 24. september og 22. október sl.
Bæjarráð felur bæjarstjóra að vinna áfram að málinu og leggja tillögur um breytingar á reglum og samþykktum fyrir bæjarráð.


7.          Fjárhagsáætlun Akureyrarbæjar 2008
2007080044
Unnið að gerð fjárhagsáætlunar fyrir árið 2008.


8.          Fjárhagsáætlun Akureyrarbæjar 2007 -  endurskoðun
2006060029
Lögð fram drög að endurskoðun fjárhagsáætlunar 2007.


Fundi slitið.