Bæjarráð

3117. fundur 08. nóvember 2007
Bæjarráð - Fundargerð
3117. fundur
8. nóvember 2007   kl. 09:00 - 09:55
Bæjarstjórnarsalur á 4. hæð í Ráðhúsi


Nefndarmenn Starfsmenn
Hermann Jón Tómasson formaður
Elín Margrét Hallgrímsdóttir
Hjalti Jón Sveinsson
Baldvin Halldór Sigurðsson
Oddur Helgi Halldórsson
Gerður Jónsdóttir áheyrnarfulltrúi
Sigrún Björk Jakobsdóttir
Karl Guðmundsson
Dan Jens Brynjarsson
Jón Bragi Gunnarsson
Heiða Karlsdóttir fundarritari
1.          Gjaldskrá Hlíðarfjalls
2007080044
1. liður í  fundargerð íþróttaráðs dagsett 3. október 2007:
Fyrir fundinum lágu drög að gjaldskrám íþróttaráðs fyrir starfsárið 2008.
Íþróttaráð samþykkir fyrirliggjandi gjaldskrár.
Þess er óskað að bæjarráð afgreiði gjaldskrá Hlíðarfjalls.
Bæjarráð samþykkir framlagða gjaldskrá Hlíðarfjalls.
       
Oddur Helgi Halldórsson óskar bókað að hann sat hjá við afgreiðslu.

2.          Norðurskel ehf. - hluthafafundur 2007
2007110014
Erindi dags. 24. október 2007 frá Bjarna Jónassyni f.h. Norðurskeljar ehf. þar sem boðað er til hluthafafundar föstudaginn 9. nóvember 2007 kl. 15.00.
Bæjarráð felur bæjarstjóra að fara með umboð Akureyrarbæjar á hluthafafundinum.

3.          Kaupvangsstræti 29 - kartöflugeymslan
2007110026
Erindi dags. 5. nóvember 2007 frá Loga Má Einarssyni f.h. Kollgátu ehf. þar sem Akureyrarbæ er gefinn kostur á að ræða framtíð kartöflugeymslunnar að Kaupvangsstræti 29 sem fyrirhugað er að selja.
Bæjarráð telur að Akureyrarbær hafi ekki þörf fyrir þetta húsnæði vegna starfsemi sinnar og felur bæjarstjóra að gera bréfritara grein fyrir sjónarmiðum ráðsins.

4.          Fjárhagsáætlun 2008
2007080044
Unnið að gerð fjárhagsáætlunar fyrir árið 2008.

5.          Önnur mál
2007010207
Gerður Jónsdóttir spurðist fyrir um stefnumótun í barnaverndarmálum.
Gerður spurðist einnig fyrir um stöðu mála á Þórsvellinum.


Fundi slitið.