Bæjarráð

3116. fundur 01. nóvember 2007
Bæjarráð - Fundargerð
3116. fundur
1. nóvember 2007   kl. 09:00 - 10:35
Bæjarstjórnarsalur á 4. hæð í Ráðhúsi


Nefndarmenn Starfsmenn
Hermann Jón Tómasson formaður
Elín Margrét Hallgrímsdóttir
Hjalti Jón Sveinsson
Anna Halla Emilsdóttir
Baldvin Halldór Sigurðsson
Gerður Jónsdóttir áheyrnarfulltrúi
Sigrún Björk Jakobsdóttir
Karl Guðmundsson
Heiða Karlsdóttir fundarritari
1.          Bæjarstjórn Akureyrar - breytingar í nefndum
2006090088
Með bréfi dags. 30. október 2007 frá Framsóknarflokknum er tilkynnt um breytingar í nefndum svohljóðandi:
Jóhannes G. Bjarnason, kt. 310362-2129, bæjarfulltrúi Framsóknarflokksins hefur töku fæðingarorlofs þann 1. nóvember til 1. desember 2007 og aftur frá 1. janúar til 1. mars 2008. Á ofangreindum tímabilum mun Gerður Jónsdóttir, kt. 181150-4409, taka sæti hans í bæjarstjórn, bæjarráði, framkvæmdaráði og stjórn Fasteigna Akureyrarbæjar, sem og öðrum tilfallandi fundum hjá Eyþingi og Héraðsnefnd Eyjafjarðar. Erlingur Kristjánsson, kt. 070562-4729, verður varamaður hennar.
Bæjarráð samþykkir breytinguna.


2.          Viðtalstímar bæjarfulltrúa - fundargerðir 2007-2008
2007100114
Lögð fram fundargerð 10. fundar viðtalstíma bæjarfulltrúa dags. 25. október 2007. Fundargerðin er í 5 liðum.
Bæjarráð vísar 1., 4. og 5. lið til skólanefndar, 2. lið til skipulagsnefndar og 3. lið til félagsmálaráðs.


3.          Sómatún 6 - úrskurður
2006080037
Lagður fram úrskurður Úrskurðarnefndar skipulags- og byggingarmála dags. 27. október 2007.
Bæjarlögmaður Inga Þöll Þórgnýsdóttir og skipulagsstjóri Pétur Bolli Jóhannesson mættu á fundinn undir þessum lið.
Lagt fram til kynningar.


4.          Kjalarsíða 1 -  deiliskipulag
2006070013
Lagður fram úrskurður Héraðsdóms Norðurlands eystra dags. 26. október 2007.
Bæjarlögmaður Inga Þöll Þórgnýsdóttir og skipulagsstjóri Pétur Bolli Jóhannesson sátu fundinn undir þessum lið.
Lagt fram til kynningar.
Bæjarráð felur bæjarlögmanni að ganga til samninga við aðila málsins.


5.          Lundargata 13B - kauptilboð
2007100112
Lagt fram kauptilboð Akureyrarbæjar í Lundargötu 13B.
Bæjarráð samþykkir framlagt kauptilboð.


6.          Héraðsnefnd Eyjafjarðar - vetrarfundur 2007
2007100109
Lögð fram 232. fundargerð Héraðsráðs Eyjafjarðar dags. 24. október 2007 ásamt dagskrá héraðsnefndarfundar sem haldinn verður 14. nóvember nk. Einnig lagðar fram tillögur sem óskað er eftir að sveitarstjórnir ræði.  Annars vegar tillaga um almannavarnanefnd og rekstur hennar, sbr. samþykkt á fundi héraðsráðs 24. október sl., hins vegar tillögur um framhaldsskóla.  Tillögur um framhaldsskóla fjalla um uppbyggingu skóla við utanverðan Eyjafjörð og um viðbyggingu við VMA vegna starfsdeildar.
Bæjarráð vísar þeim tillögum sem fram koma í erindinu til umræðu og afgreiðslu í bæjarstjórn.


7.          Globodent á Íslandi ehf. - aðalfundur 2007
2007100087
Erindi dags. 22. október 2007 frá formanni stjórnar Globodent á Íslandi ehf. þar sem boðað er til hluthafafundar föstudaginn 2. nóvember 2007 kl. 14:00 í fundarherbergi Skrifstofu atvinnulífsins á Norðurlandi að Strandgötu 29, Akureyri.
Bæjarráð felur bæjarstjóra að fara með umboð Akureyrarbæjar á hluthafafundinum.


8.          Önnur mál
2007010207
Gerður Jónsdóttir spurðist fyrir um hvað liði framkvæmdum við deiliskipulag núverandi svæðis Akureyrarvallar.


Fundi slitið.