Bæjarráð

3115. fundur 25. október 2007
Bæjarráð - Fundargerð
3115. fundur
25. október 2007   kl. 09:00 - 10:15
Bæjarstjórnarsalur á 4. hæð í Ráðhúsi


Nefndarmenn Starfsmenn
Hermann Jón Tómasson formaður
Elín Margrét Hallgrímsdóttir
Hjalti Jón Sveinsson
Baldvin Halldór Sigurðsson
Oddur Helgi Halldórsson
Jóhannes Gunnar Bjarnason áheyrnarfulltrúi
Sigrún Björk Jakobsdóttir
Karl Guðmundsson
Dan Jens Brynjarsson
Jón Bragi Gunnarsson
Heiða Karlsdóttir fundarritari
1.          Menningarhús
2005050102
Guðríður Friðriksdóttir framkvæmdastjóri Fasteigna Akureyrarbæjar og Magnús Garðarsson eftirlitsmaður nýbygginga mættu á fundinn undir þessum lið og gerðu grein fyrir stöðu framkvæmda við menningarhús.
Til kynningar.


2.          Fjárhagsáætlun Heilbrigðiseftirlits Norðurlands eystra 2008
2007100058
Lagt fram bréf Heilbrigðiseftirlits Norðurlands eystra dags. 15. október 2007 ásamt fjárhagsáætlun Heilbrigðiseftirlitsins og áætlaða kostnaðarskiptingu milli sveitarfélaga fyrir árið 2008.  Einnig lögð fram fundargerð 104. fundar heilbrigðisnefndar Norðurlandssvæðis eystra, dags. 3. október 2007.
Bæjarráð samþykkir áætlunina fyrir sitt leyti.


3.          Vetraríþróttamiðstöð Íslands 2008 - tilnefning fulltrúa í stjórn
2007100044
Erindi dags. 10. október 2007 frá Menntamálaráðuneytinu þar sem óskað er eftir tilnefningu tveggja fulltrúa  Akureyrarbæjar og tveggja til vara í stjórn Vetraríþróttamiðstöðvar Íslands.
Bæjarráð tilnefnir Þórarinn B. Jónsson, kt. 131144-2379, sem verði formaður og Gerði Jónsdóttur, kt. 181150-4409, sem aðalmenn Akureyrarbæjar í stjórn Vetraríþróttamiðstöðvarinnar og Agnesi Arnardóttur, kt. 040361-3599 og Björn Snæbjörnsson, kt. 290153-2719, sem varamenn þeirra.


4.          Skíðasamband Íslands - samningur 2007
2007100056
6. liður í fundargerð íþróttaráðs dags. 18. október 2007:
Fyrir fundinum lá samningur milli Akureyrarbæjar og Skíðasambands Íslands um flutning á starfsemi sambandsins til Akureyrar sem og að Hlíðarfjall verði opinber heimavöllur íslensku landsliðanna á skíðum.
Íþróttaráð fagnar áformuðum flutningum og samþykkir samninginn.
Samningurinn lagður fram til kynningar.


5.          Frostroses og Akureyrarstofa - fundarboð
2007100060
Erindi dags. 12. október 2007 frá Frost Culture Company ehf. þar sem boðað er til fundar mánudaginn 29. október nk. kl. 13:00 á Hótel KEA á Akureyri þar sem kynnt verður Frostroses jólaverkefnið.
Lagt fram til kynningar.


6.          Dagforeldrar - staða mála
2006120007
Bæjarfulltrúi Jóhannes Gunnar Bjarnason spurðist fyrir um stöðu í málefnum dagforeldra.


Fundi slitið.