Bæjarráð

3114. fundur 18. október 2007
Bæjarráð - Fundargerð
3114. fundur
18. október 2007   kl. 09:00 - 09:40
Bæjarstjórnarsalur á 4. hæð í Ráðhúsi


Nefndarmenn Starfsmenn
Hermann Jón Tómasson formaður
Elín Margrét Hallgrímsdóttir
Hjalti Jón Sveinsson
Baldvin Halldór Sigurðsson
Oddur Helgi Halldórsson
Jóhannes Gunnar Bjarnason áheyrnarfulltrúi
Karl Guðmundsson
Dan Jens Brynjarsson
Jón Bragi Gunnarsson
Heiða Karlsdóttir fundarritari
1.          Félag leikskólakennara 6. svæðisdeild
2007100037
Erindi dags. 8. október 2007 frá Hugrúnu Sigmundsdóttur f.h. stjórnar 6. svæðisdeildar Félags leikskólakennara þar sem sveitarstjórnir í kjördæminu eru hvattar til að auka fjárveitingu til leikskóla og tryggja þar með að þjónustustig við börnin/nemendur sé alltaf fullnægjandi miðað við barngildisútreikninga. Einnig eru sveitarstjórnir hvattar til að gera  ráð fyrir fjármagni til að mæta umsóknum um TV-einingar, sem og því að aðstoðarskólastjóri sé undanskilinn frá deildarstjórn og að undirbúnings- og stjórnunartími sé umfram lágmark.
Bæjarráð vísar erindinu til skólanefndar.


2.          Melateigur - umferðarmál
2007100039
2. liður í fundargerð viðtalstíma bæjarfulltrúa dags. 11. október 2007:
Björn Sigmundsson, kt. 170245-4669, mætti í viðtalstíma bæjarfulltrúa.  Hann býr í Melateigi 15 og snýr hús hans að Miðhúsabraut.  Hann kvartar undan hávaða og ónæði frá umferð.  Segir að norðanmegin Miðhúsabrautar sé aðeins lág og ómerkileg hljóðmön, en verið sé að ganga frá 6 m hárri mön að sunnan.  Fór fram á að slíkri mön verði einnig komið fyrir norðan götunnar.
Bæjarráð vísar erindinu til framkvæmdadeildar til skoðunar.


3.          Northern Forum 2007 - fjármál
2007010048
Lagt fram minnisblað um fjárhagsstöðu Northern Forum samtakanna og tillögu um að Akureyrarbær greiði aukaárgjald á árinu 2007.
Bæjarráð samþykkir að greiða eingreiðslu sem nemur aukaárgjaldi til Northern Forum á árinu 2007.  Árgjald Akureyrar nemur $5000.  Greiðslan er samþykkt vegna tímabundinnar erfiðrar fjárhagsstöðu samtakanna. Fjárveitingin rúmast innan fjárheimilda.Fundi slitið.