Bæjarráð

3113. fundur 11. október 2007
Bæjarráð - Fundargerð
3113. fundur
11. október 2007   kl. 09:00 - 11:20
Bæjarstjórnarsalur á 4. hæð í Ráðhúsi


Nefndarmenn Starfsmenn
Hermann Jón Tómasson formaður
Elín Margrét Hallgrímsdóttir
Hjalti Jón Sveinsson
Baldvin Halldór Sigurðsson
Oddur Helgi Halldórsson
Jóhannes Gunnar Bjarnason áheyrnarfulltrúi
Sigrún Björk Jakobsdóttir
Karl Guðmundsson
Dan Jens Brynjarsson
Jón Bragi Gunnarsson
Heiða Karlsdóttir fundarritari
1.          Reglugerð um lögreglusamþykktir - beiðni um umsögn
2007090039
Erindi dags. 11. september 2007 þar sem Dóms- og kirkjumálaráðuneytið sendir til umsagnar drög að nýrri reglugerð um lögreglusamþykktir.  Bæjarlögmaður Inga Þöll Þórgnýsdóttir mætti á fundinn undir þessum lið.
Bæjarráð lýsir sig sammála umsögn bæjarlögmanns.  
Bæjarráð felur bæjarlögmanni að hefja endurskoðun Lögreglusamþykktar Akureyrar.


2.          Samþykkt um stjórn Akureyrarkaupstaðar
2007100023
Bæjarlögmaður Inga Þöll Þórgnýsdóttir fjallaði um Samþykkt um stjórn Akureyrarkaupstaðar og fundarsköp bæjarstjórnar.
Lagt fram til kynningar.


Bæjarlögmaður vék af fundi kl. 09.57.


3.          Öldrunarheimili Akureyrarbæjar - viðauki við samning um aðgangsrétt nágrannasveitarfélaga
2007090053
1. liður í fundargerð félagsmálaráðs dags. 24. september 2007:
Lagður fram viðauki við samninga við nágrannasveitarfélög um aðgangsrétt þeirra að Öldrunarheimilum Akureyrarbæjar.
Félagsmálaráð samþykkir drögin fyrir sitt leyti og vísar málinu áfram til bæjarráðs.
Bæjarráð samþykkir viðaukasamningana.


4.          Landsmót UMFÍ 2009
2007020074
5. liður í fundargerð íþróttaráðs dags. 3. október 2007:
Lögð fram drög að samningi milli Akureyrarbæjar og framkvæmdaaðila Landsmóts UMFÍ á Akureyri 2009.
Íþróttaráð samþykkir samningin fyrir sitt leyti.


Lagður fram samningur milli UFA, UMSE og Akureyrarbæjar sem undirritaður var 9. október 2007 með fyrirvara um samþykki bæjarráðs.
Bæjarráð samþykkir samninginn.


5.          Landsmót skáta 2008 - styrkbeiðni
2007100021
Erindi dags. 3. október 2007 frá Birgi Björnssyni mótsstjóra og Þorsteini Fr. Sigurðssyni framkvæmdastjóra BÍS f.h. Landsmóts skáta 2008 þar sem óskað er eftir fjárhagslegum stuðningi Akureyrarbæjar við mótið sem haldið verður að Hömrum dagana 22.- 29. júlí 2008.
Bæjarráð felur bæjarstjóra að funda með forsvarsmönnum mótsins.


6.          Grimsby - vinabæjasamskipti
2007020072
Bæjarstjóri lagði  fram greinargerð um ferð til Grimsby 5.- 7. september sl.  Einnig lögð fram viljayfirlýsing um vinabæjasamstarf sem undirrituð var í ferðinni.  Sigríður Stefánsdóttir skrifstofustjóri Ráðhúss mætti á fundinn undir þessum lið.
Lagt fram til kynningar.


7.          Northern Forum - 8th General Assemby - Khanty-Mansiysk
2007040096
Lögð fram geinargerð um Allsherjarþing Northern Forum samtakanna, sem haldið var í Khanty-Mansiysk í Rússlandi 27. og 28. september sl.  Á þinginu var lagt fram boð Akureyrarbæjar um að höfuðstöðvar samtakanna flytjist til Akureyrar.  Sigríður Stefánsdóttir skrifstofustjóri Ráðhúss og tengiliður við Northern Forum sat fundinn undir þessum lið.
Lagt fram til kynningar.


Sigríður Stefánsdóttir vék af fundi kl. 10.40.


8.          Bæjarsjóður Akureyrar - rekstraryfirlit 2007
2007100022
Lagt fram yfirlit um rekstur aðalsjóðs janúar til ágúst 2007.
Lagt fram til kynningar.Fundi slitið.