Bæjarráð

3111. fundur 13. september 2007
Bæjarráð - Fundargerð
3111. fundur
13. september 2007   kl. 09:00 - 11:15
Bæjarstjórnarsalur á 4. hæð í Ráðhúsi


Nefndarmenn Starfsmenn
Hermann Jón Tómasson formaður
Elín Margrét Hallgrímsdóttir
Hjalti Jón Sveinsson
Baldvin Halldór Sigurðsson
Oddur Helgi Halldórsson
Jóhannes Gunnar Bjarnason áheyrnarfulltrúi
Sigrún Björk Jakobsdóttir
Karl Guðmundsson
Dan Jens Brynjarsson
Jón Bragi Gunnarsson
Heiða Karlsdóttir fundarritari
1.          Gleráreyrar - framkvæmdir vegna deiliskipulags
2005110008
Bæjarlögmaður Inga Þöll Þórgnýsdóttir mætti á fundinn undir þessum lið og kynnti stöðu mála.
Bæjarráð vísar málinu til afgreiðslu bæjarstjórnar.


2.          Félagsaðstaða - uppbygging - samningur við Íþróttafélagið Þór
2007040026
1. liður í fundargerð íþróttaráðs dags. 6. september 2007:
Fyrir fundinum lágu drög að endurskoðuðum uppbyggingarsamningi við Íþróttafélagið Þór.
Íþróttaráð samþykkir fyrirliggjandi samningsdrög fyrir sitt leyti.
Lagður fram uppbyggingar- og framkvæmdasamningur við Íþróttafélagið Þór, sem undirritaður var 10. september sl. með fyrirvara um samþykki bæjarráðs.
Bæjarráð vísar samningnum til afgreiðslu bæjarstjórnar.
       
Bæjarfulltrúi Jóhannes Gunnar Bjarnason óskar bókað:
   "Ég óska Íþróttafélaginu Þór og Ungmennafélagi Akureyrar til hamingju með samninginn og vona að hann verði félögunum til framdráttar.  Ég vil þó ítreka þá skoðun mína að aðalleikvangur bæjarins er betur staðsettur þar sem hann er í dag og vísa í fyrri bókanir máli mínu til stuðnings."

3.          Myndlistaskólinn á Akureyri - framlenging samnings
2007060026
Lagður fram samningur dags. 3. september 2007 við Myndlistaskólann á Akureyri um rekstur skólans næstu þrjú ár, sem undirritaður hefur verið með fyrirvara um samþykki bæjarráðs.
Bæjarráð samþykkir samninginn.  Viðbótarkostnaði á þessu ári kr. 2.000.000 er vísað til endurskoðunar fjárhagsáætlunar.


4.          Tónræktin, tónlistarskóli ehf. - styrkbeiðni
2007090027
Erindi dags. 2. september 2007 frá Birni Þórarinssyni, skólastjóra Tónræktarinnar, tónlistarskóla ehf. þar sem starfsemi skólans er kynnt og óskað stuðnings Akureyrarbæjar við reksturinn.
Bæjarráð felur bæjarstjóra að vinna áfram að málinu.


5.          Leiguíbúðir Akureyrarbæjar - úttekt 2007
2007090030
Lögð fram drög að úttekt framkvæmdastjórnar dags. 10. september 2007 á leiguíbúðum Akureyrarbæjar.
Halla Margrét Tryggvadóttir fulltrúi í framkvæmdastjórn og Jón Heiðar Daðason fulltrúi á húsnæðisdeild sátu fundinn undir þessum lið.
Lagt fram til kynningar.


6.          Leiguíbúðir Akureyrarbæjar 2007
2007060073
Lagt fram minnisblað frá húsnæðisfulltrúa dags. 11. september 2007 um stöðu biðlista eftir leiguíbúðum hjá Akureyrarbæ.
Halla Margrét Tryggvadóttir fulltrúi í framkvæmdastjórn og Jón Heiðar Daðason fulltrúi á húsnæðisdeild sátu fundinn undir þessum lið.
Lagt fram til kynningar.Fundi slitið.