Bæjarráð

3110. fundur 06. september 2007
Bæjarráð - Fundargerð
3110. fundur
6. september 2007   kl. 09:00 - 10:05
Bæjarstjórnarsalur á 4. hæð í Ráðhúsi


Nefndarmenn Starfsmenn
Hermann Jón Tómasson formaður
Elín Margrét Hallgrímsdóttir
Hjalti Jón Sveinsson
Baldvin Halldór Sigurðsson
Oddur Helgi Halldórsson
Jóhannes Gunnar Bjarnason áheyrnarfulltrúi
Karl Guðmundsson
Dan Jens Brynjarsson
Jón Bragi Gunnarsson
Heiða Karlsdóttir fundarritari
1.          Félagsstofnun stúdenta - ársreikningur 2006
2007080107
Lagður fram ársreikningur Félagsstofnunar stúdenta á Akureyri fyrir árið 2006.
Lagt fram til kynningar.


2.          Orkuvörður ehf. - aðalfundur 2007
2007090005
Erindi dags. 3. september 2007 þar sem boðað er til aðalfundar hjá Orkuvörðum ehf.  mánudaginn  10. september 2007 kl. 14:00 til 16:00 að Borgum við Norðurslóð.
Bæjarráð felur formanni bæjarráðs að fara með umboð Akureyrarbæjar á aðalfundinum.


3.          Þekkingarvörður ehf. - aðalfundur 2007
2007090006
Erindi dags. 3. september 2007 þar sem boðað er til aðalfundar hjá Þekkingarvörðum ehf.  laugardaginn 8. september 2007 kl. 15:00 til 16:30 að Borgum við Norðurslóð.
Bæjarráð felur formanni bæjarráðs að fara með umboð Akureyrarbæjar á aðalfundinum.


4.          Fjárhagsáætlun Akureyrarbæjar 2007 - endurskoðun
2006060029
Lagðar fram upplýsingar um fjárveitingar sem vísað hefur verið til endurskoðunar fjárhagsáætlunar.
Lagt fram til kynningar.Fundi slitið.