Bæjarráð

3109. fundur 30. ágúst 2007
Bæjarráð - Fundargerð
3109. fundur
30. ágúst 2007   kl. 09:00 - 10:50
Bæjarstjórnarsalur á 4. hæð í Ráðhúsi


Nefndarmenn Starfsmenn
Hermann Jón Tómasson formaður
Elín Margrét Hallgrímsdóttir
Hjalti Jón Sveinsson
Baldvin Halldór Sigurðsson
Oddur Helgi Halldórsson
Jóhannes Gunnar Bjarnason áheyrnarfulltrúi
Karl Guðmundsson
Dan Jens Brynjarsson
Jón Bragi Gunnarsson
Heiða Karlsdóttir fundarritari
1.          Eignarhaldsfélagið Brunabótafélag Íslands - ágóðahlutagreiðsla 2007
2007080046
Erindi dags. 21. ágúst 2007 frá Eignarhaldsfélaginu Brunabótafélag Íslands þar sem tilkynnt er um greiðslu ágóðahluta til aðildarsveitarfélaga. Greiðsla ágóðahlutar fyrir árið 2007 fer fram 15. október 2007.
Bæjarráð fagnar ágætri afkomu EBÍ sem endurspeglast í greiðslu ágóðahluta til aðildarsveitarfélaga.


2.          Rótarýklúbbur Akureyrar - styrkbeiðni
2007040080
Erindi dags. 20. ágúst 2007 frá Halldóri Jóhannssyni f.h. Rótarýklúbbs Akureyrar þar sem hann óskar eftir stuðningi Akureyrarbæjar við gerð áningarstaðar í Botnsreit.
Bæjarráð getur ekki orðið við erindinu.


Þegar hér var komið mætti Elín M. Hallgrímsdóttir á fundinn kl. 09.07.


3.          Grenilundur 25-27 - ósk um aðstoð vegna aukins kostnaðar við byggingarframkvæmdir
2007080039
Erindi dags. 15. júní 2007 frá Jónasi Baldurssyni f.h. SJBald ehf. þar sem hann óskar eftir því að endurskoðuð verði afstaða bæjarins vegna lóðarúthlutunar um veitingu styrks vegna jarðvegsdýpis eða felldur verði niður hluti gjalda vegna lóðarinnar.
Bæjarráð getur ekki orðið við erindinu.


4.          Strætisvagnar - leiðakerfi
2007010150
3. liður í fundargerð framkvæmdaráðs dags. 24. ágúst 2007:
Rætt um ósk Stefáns Baldurssonar frá 6. júlí sl. þar sem hann óskar eftir fjárveitingu vegna ráðningar nýs vagnstjóra. Til þess að hefja akstur strætisvagns um Naustahverfi í haust er nauðsynlegt að ráða nýjan vagnstjóra til SVA. Kostnaður vegna þess á árinu 2007 er kr. 3.400.000.  Framkvæmdaráð óskar eftir viðbótarfjárveitingu vegna þessa verkefnis.
Bæjarráð samþykkir ósk framkvæmdaráðs um viðbótarfjárveitingu að upphæð kr. 3.400.000 og vísar málinu til endurskoðunar fjárhagsáætlunar.


5.          Sorpmál - framtíðarskipan
2007030127
Lagt fram erindi dags. 28. ágúst 2007 og minnisblað dags. 31. júlí sl. frá framkvæmdastjóra Moltu ehf.  
Lagt fram til kynningar.Fundi slitið.