Bæjarráð

3108. fundur 23. ágúst 2007
Bæjarráð - Fundargerð
3108. fundur
23. ágúst 2007   kl. 09:00 - 10:25
Bæjarstjórnarsalur á 4. hæð í Ráðhúsi


Nefndarmenn Starfsmenn
Hermann Jón Tómasson formaður
Elín Margrét Hallgrímsdóttir
Hjalti Jón Sveinsson
Baldvin Halldór Sigurðsson
Jóhannes Gunnar Bjarnason áheyrnarfulltrúi
Sigrún Björk Jakobsdóttir
Karl Guðmundsson
Dan Jens Brynjarsson
Jón Bragi Gunnarsson
Heiða Karlsdóttir fundarritari
Bæjarfulltrúi Oddur Helgi Halldórsson boðaði forföll  bæði aðal- og varamanns L lista - lista fólksins á fundinn.

1.          Bæjarstjórn Akureyrar - breytingar í nefndum
2006090088
Lögð fram tilkynning um breytingu á skipan aðalmanns V-lista Vinstri hreyfingarinnar græns framboðs í umhverfisnefnd:  
Klara Sigurðardóttir, kt. 250652-4969, tekur sæti aðalmanns í stað Jóns Kristófers Arnarssonar, kt. 300162-2749.
Bæjarráð samþykkir breytinguna.
Bæjarráð hefur fullnaðarafgreiðsluheimild í sumarleyfi bæjarstjórnar sbr. bókun í 4. lið fundargerðar bæjarstjórnar 5. júní 2007.2.          Bæjarráð - forföll aðal- og varamanna
2007080042
Lagt fram minnisblað frá bæjarlögmanni dags. 20. ágúst 2007.  Bæjarlögmaður Inga Þöll Þórgnýsdóttir mætti á fundinn undir þessum lið.
Bæjarráð beinir því til stjórnsýslunefndar að fara yfir bæjarmálasamþykkt með hliðsjón af minnisblaðinu og gera tillögur um breytingar á henni ef ástæða þykir til.


3.          Vágur - heimboð október 2007
2007080033
Tölvupóstur dags. 17. ágúst 2007 frá Kirstin Strøm Bech, borgarstjóra í Vági þar sem fulltrúum bæjarstjórnar Akureyrar er boðið til hátíðarhalda í tilefni 100 ára afmælis Vágs þann 4.- 6. október nk.
Bæjarráð felur bæjarstjóra að vinna að málinu.


4.          Gimli - heimboð október 2007
2007070026
Erindi dags. 2. ágúst 2007 frá Tammy Axelsson, bæjarstjóra í Gimli þar sem bæjarstjóranum á  Akureyri er boðið í heimsókn til Gimli.
Lagt fram til kynningar.


5.          Síðuskóli - sparkvöllur 2007
2007070014
4. liður í fundargerð stjórnar Fasteigna Akureyrarbæjar dags. 17. ágúst 2007:
Lögð fram kostnaðaráætlun.  Kostnaður við verkið er kr. 25.000.000.
Stjórn Fasteigna Akureyrarbæjar samþykkir fyrir sitt leyti að verkinu verði bætt á nýframkvæmdaáætlun 2007 og vísar málinu til afgreiðslu bæjarráðs.
Bæjarráð samþykkir að verkinu verði bætt á áætlun um nýframkvæmdir á árinu 2007 og vísar málinu til endurskoðunar fjárhagsáætlunar. Kostnaður vegna þess rúmast innan fjárhagsáætlunar fasteignafélagsins.


Þegar hér var komið mætti bæjarstjóri Sigrún Björk Jakobsdóttir á fundinn kl. 09.30.

6.          Skólamötuneyti - rekstur 2007
2007030018
2.  liður í fundargerð skólanefndar dags. 20. ágúst 2007:
Fyrir fundinum lá uppgjör á rekstri skólamötuneyta miðað við 31. júlí 2007 og útgönguspá fyrir árið. Í ljósi þessara upplýsinga er tillaga um að gjaldskrá skólamötuneytanna verði hækkuð um 12% og mánaðarkort verði lögð af, samanber meðfylgjandi gögn. Þrátt fyrir þessa hækkun er gert ráð fyrir að skólamötuneytin þurfi að hagræða í rekstri til að endar nái saman.
Skólanefnd samþykkir fyrir sitt leyti að gjaldskrá skólamötuneytanna verði hækkuð um 12% og mánaðaráskrift verði lögð af vegna lítillar nýtingar.
Bæjarráð samþykkir tillögu skólanefndar um breytingu á gjaldskrá skólamötuneyta.


7.          Dagforeldrar - staða mála
2006120007
3. liður í fundargerð skólanefndar dags. 20. ágúst 2007:
Lögð var fyrir fundinn greinargerð frá daggæslufulltrúa um stöðuna í daggæslunni og horfur út árið. Þar kemur fram að eftirspurn hefur ekki minnkað eins og reiknað hafði verið með og er ljóst að ef halda á úti þeirri þjónustu sem eftirspurn kallar á þarf að bæta um kr. 12.500.000 í fjárhagsáætlun til niðurgreiðslu á þjónustunni. Miðað við bráðabirgðauppgjör í rekstri leikskólamálaflokksins ætti að vera hægt að mæta um kr. 5.000.000 kostnaðaraukningu og þarf því að óska eftir viðbótarfjárveitingu að upphæð kr. 7.500.000.
Skólanefnd óskar eftir viðbótarfjárveitingu að upphæð kr. 7.500.000 til þess að standa undir niðurgreiðslum til foreldra á daggæslu í heimahúsum það sem eftir lifir ársins. Jafnframt samþykkir skólanefnd að reglur um daggæslu í heimahúsum verði teknar til endurskoðunar við gerð fjárhagsáætlunar ársins 2008.
Bæjarráð samþykkir ósk skólanefndar um viðbótarfjárveitingu að upphæð kr. 7.500.000 og vísar málinu til endurskoðunar fjárhagsáætlunar. Bæjarráð tekur undir þá afstöðu skólanefndar að nauðsynlegt sé að endurskoða reglur um niðurgreiðslur til dagforeldra í ljósi reynslu þessa árs.


8.          Landsmót UMFÍ 2009 - undirbúningur
2003080026
Lagt fram minnisblað dags. 17. ágúst 2007 frá Kristni H. Svanbergssyni íþróttafulltrúa.
Lagt fram til kynningar.


9.          Lánasjóður sveitarfélaga - lánssamningur 2007
2007080047
Lagður fram lánssamningur nr. 6/2007 dags. 23. ágúst 2007 milli Lánasjóðs sveitarfélaga sem lánveitanda og Akureyrarkaupstaðar sem lántaka.
Bæjarráð samþykkir að taka lán hjá Lánasjóði sveitarfélaga að fjárhæð 8,1 milljón Evra til 10 ára, í samræmi við  skilmála lánveitingarinnar sem liggja fyrir fundinum. Til tryggingar láninu standa tekjur sveitarfélagsins, sbr. heimild í 3. mgr. 73. gr. sveitarstjórnarlaga nr. 45/1998.


10.          Ályktun vegna skerðingar á aflaheimildum
2007070046
Bæjarstjóri greindi frá fundi með forsætisráðherra um málið.


Fundi slitið.