Bæjarráð

3107. fundur 16. ágúst 2007
Bæjarráð - Fundargerð
3107. fundur
16. ágúst 2007   kl. 09:00 - 10:00
Bæjarstjórnarsalur á 4. hæð í Ráðhúsi


Nefndarmenn Starfsmenn
Hermann Jón Tómasson formaður
Elín Margrét Hallgrímsdóttir
Hjalti Jón Sveinsson
Baldvin Halldór Sigurðsson
Oddur Helgi Halldórsson
Jóhannes Gunnar Bjarnason áheyrnarfulltrúi
Sigrún Björk Jakobsdóttir
Dan Jens Brynjarsson
Jón Bragi Gunnarsson
Heiða Karlsdóttir fundarritari
1.          Bæjarstjórn Akureyrar - breytingar í nefndum
2006090088
Lögð fram tilkynning um breytingu á skipan varafulltrúa D-lista Sjálfstæðisflokks í félagsmálaráði:
Þóra Ákadóttir, kt. 270554-5719, tekur sæti varamanns  í stað Helgu Steinunnar Guðmundsdóttur, kt. 190953-4599.
Bæjarráð samþykkir breytinguna.
Bæjarráð hefur fullnaðarafgreiðsluheimild í sumarleyfi bæjarstjórnar sbr. bókun í 4. lið fundargerðar bæjarstjórnar 5. júní 2007.


2.          Becromal Trading S.A.
2007080022
Aflþynnuverksmiðja á Akureyri.
Bæjarráð  fagnar því að samningar hafa tekist við Becromal um uppbyggingu á aflþynnuverksmiðju á Akureyri og þeim mikla fjölda nýrra starfa sem af því leiðir. Ráðið þakkar öllum þeim sem unnið hafa að málinu fyrir hönd bæjarins þátttöku sína í að leiða það til lykta með þessum jákvæða hætti.
Bæjarráð samþykkir fyrir sitt leyti fyrirliggjandi samning milli Akureyrarbæjar og Becromal um samvinnu þessara aðila vegna uppbyggingar verksmiðjunnar og vísar endanlegri afgreiðslu til bæjarstjórnar.  
Bæjarráð vísar þeim fjárhagslegu skuldbindingum sem af samningnum leiða til gerðar fjárhagsáætlunar Framkvæmdasjóðs fyrir árið 2008.


3.          Vinabæir Akureyrar - samskipti
2007080019
Rædd staða og framtíð samskipta Akureyrarbæjar við vinabæi sína.
Bæjarráð samþykkir að  skipa vinnuhóp sem leggja mun fram tillögur um fyrirkomulag og áherslur í vinabæjasamstarfi til framtíðar. Hópinn skipa Elín Margrét Hallgrímsdóttur, Helena Þ. Karlsdóttir og Jóhannes Gunnar Bjarnason.  Sigríður Stefánsdóttir og Þórgnýr Dýrfjörð verða starfsmenn hópsins. Bæjarstjóra er falið að setja hópnum erindisbréf þar sem nánar er kveðið á um verkefni hans og jafnframt að kalla hópinn saman til fyrsta fundar.Fundi slitið.