Bæjarráð

3106. fundur 02. ágúst 2007
Bæjarráð - Fundargerð
3106. fundur
2. ágúst 2007   kl. 09:00 - 10:25
Bæjarstjórnarsalur á 4. hæð í Ráðhúsi


Nefndarmenn Starfsmenn
Elín Margrét Hallgrímsdóttir varaformaður
Hjalti Jón Sveinsson
Baldvin Halldór Sigurðsson
Oddur Helgi Halldórsson
Jóhannes Gunnar Bjarnason áheyrnarfulltrúi

Helena Þ. Karlsdóttir
Sigrún Björk Jakobsdóttir
Karl Guðmundsson
Jón Bragi Gunnarsson
Heiða Karlsdóttir fundarritari

Í upphafi fundar leitaði varaformaður samþykkis fyrir því að Helenu Þ. Karlsdóttur bæjarfulltrúa verði veitt undanþága til setu á fundinum vegna forfalla aðal- og varamanns Samfylkingar.
Bæjarráð samþykkir undanþáguna.

Þessu næst vakti bæjarstjóri máls á því að Akureyringar urðu 17.000 í byrjun júlí þegar hjónunum Krzysztof Dziubinski og Beatu Mieczyslawa Dziubinska fæddist sonur á Fjórðungssjúkrahúsinu á Akureyri. Pilturinn heitir Gabríel Óskar Dziubinski og leit heimsins ljós þann 3. júlí sl.

1.          Uppbygging frjálsíþróttasvæðis - fyrirspurn
2007040026
Með tölvupósti dags. 1. ágúst 2007 óskar bæjarfulltrúi Oddur Helgi Halldórsson eftir upplýsingum um ætlan meirihlutans í uppbyggingu frjálsíþróttasvæðis og hvar málið er statt.
Ólafur Jónsson formaður íþróttaráðs mætti á fundinn undir þessum lið og fór yfir stöðu mála.        
Bæjarfulltrúi Jóhannes Gunnar Bjarnason óskar eftirfarandi bókað vegna stöðu samninga við íþróttafélögin um uppbyggingu á félagssvæðum þeirra:
   " Í ljósi breyttra aðstæðna í samningaviðræðum við íþróttafélögin skora ég enn einu sinni á meirihluta bæjarstjórnar að huga að uppbyggingu keppnisleikvangs fyrir knattspyrnu og frjálsar íþróttir á Akureyrarvelli.  Öllum ætti að vera ljóst að aðstæður til uppbyggingar keppnisvallar eru ólíkt betri þar sem völlurinn er staðsettur nú en í Naustahverfi og nægir þar að nefna veðurfarslegar aðstæður.  Enn sér ekki til lands í samningaferlinu um uppbyggingu íþróttasvæða í bænum.  Þetta samningsferli er skólabókardæmi um hvernig á ekki að standa að samningsgerð og er meirihluta bæjarstjórnar ekki til sóma."

Meirihlutinn óskar bókað:
   "Meirihluti bæjarráðs leggur áherslu á að unnið hefur verið mikið starf við að finna framtíðarlausn á uppbyggingu athafnasvæða íþróttafélaganna í bænum og finna frjálsum íþróttum stað.
Samninganefndin hefur unnið af heilindum að því að ná sem bestri niðurstöðu við stjórnir beggja félaganna, svo þau geti haldið áfram að einbeita sér að metnaðarfullu íþróttastarfi."

2.          Afgreiðslur skipulagsstjóra
2006110002
21. liður í fundargerð skipulagsnefndar dags. 25. júlí 2007:
Skipulagsstjóri leggur fram til samþykktar fundargerð 163. fundar með fullnaðarafgreiðslum erinda.  Fundargerðin er í 19. liðum, dags. 18. júlí 2007.
Skipulagsnefnd samþykkir fundargerð skipulagsstjóra og leggur til við bæjarstjórn að fundargerðin verði staðfest.
Bæjarráð staðfestir fundargerð skipulags- og byggingarfulltrúa dags. 18. júlí 2007.
Bæjarráð hefur fullnaðarafgreiðsluheimild í sumarleyfi bæjarstjórnar sbr. bókun í 4. lið fundargerðar bæjarstjórnar 5. júní 2007.


3.          Afgreiðslur skipulagsstjóra
2006110002
22. liður í fundargerð skipulagsnefndar dags. 25. júlí 2007:
Skipulagsstjóri leggur fram til samþykktar fundargerð 162. fundar með fullnaðarafgreiðslum erinda.  Fundargerðin er í 8 liðum, dags. 11. júlí 2007.
Skipulagsnefnd samþykkir fundargerð skipulagsstjóra og leggur til við bæjarstjórn að fundargerðin verði staðfest.
Bæjarráð staðfestir fundargerð skipulags- og byggingarfulltrúa dags. 11. júlí 2007.
Bæjarráð hefur fullnaðarafgreiðsluheimild í sumarleyfi bæjarstjórnar sbr. bókun í 4. lið fundargerðar bæjarstjórnar 5. júní 2007.4.          N4 - samningar 2007
2007070042
Tekið fyrir að nýju, bæjarráð fól Sigríði Stefánsdóttur að halda áfram viðræðum við N4 um fyrirkomulag á upptökum af bæjarstjórnarfundum, sbr. 7. lið í fundargerð bæjarráðs dags. 19. júlí 2007.
Dagný Harðardóttir skrifstofustjóri Ráðhúss mætti á fundinn undir þessum lið og skýrði stöðu málsins.
Bæjarstjóra falið að ganga frá samningi við N4 í samræmi við umræður á fundinum og leggja fyrir bæjarráð.


5.          Fjölsmiðja á Akureyri
2007040052
Lögð fram skipulagsskrá Fjölsmiðjunnar á Akureyri dags. 9. júlí 2007.
Bæjarráð samþykkir skipulagsskrána.
Stofnfé 10 m.kr. er vísað til endurskoðunar fjárhagsáætlunar.


6.          Könnun á hættu vegna ofanflóða í þéttbýli á Íslandi
2007070057
Erindi dags. 19. júlí 2007 frá Veðurstofu Íslands þar sem Akureyrarbæ er sent eintak af greinargerðinni "Könnun á hættu vegna ofanflóða í þéttbýli á Íslandi".
Í greinargerðinni kemur m.a. fram að hluti byggðar á Akureyri þarfnist frekari skoðunar, því mælir Veðurstofan með því að unnið verði formlegt hættumat fyrir Akureyri.
Sjá nánar á slóðinni: http://andvari.vedur.is/utgafa/greinargerdir/2006/06020.pdf
Lagt fram til kynningar.


7.          Önnur mál
2007010207
Bæjarráð Akureyrar fagnar ákvörðun ríkisstjórnarinnar um að flýta framkvæmdum við Akureyrarflugvöll.


Fundi slitið.