Bæjarráð

3105. fundur 19. júlí 2007
Bæjarráð - Fundargerð
3105. fundur
19. júlí 2007   kl. 09:00 - 11:05
Bæjarstjórnarsalur á 4. hæð í Ráðhúsi


Nefndarmenn Starfsmenn
Elín Margrét Hallgrímsdóttir varaformaður
Kristján Þór Júlíusson
Sigrún Stefánsdóttir
Baldvin Halldór Sigurðsson
Oddur Helgi Halldórsson
Jóhannes Gunnar Bjarnason áheyrnarfulltrúi
Sigrún Björk Jakobsdóttir
Dan Jens Brynjarsson
Karl Guðmundsson
Heiða Karlsdóttir fundarritari
1.          Öldrunarheimili Akureyrar - fjölgun á stöðugildum
2007060025
Tekið fyrir að nýju, bæjarráð frestaði afgreiðslu sbr. 7. lið í fundargerð bæjarráðs dags. 5. júlí 2007 og fól bæjarritara að afla frekari upplýsinga. Bæjarritari Karl Guðmundsson fór yfir stöðu málsins.
Bæjarráð samþykkir fjölgun stöðugilda á Hlíð um 2,8 og í Kjarnalundi um 0,8.  Viðbótarkostnaði upp á 7,8 m.kr. er vísað til endurskoðunar fjárhagsáætlunar.


2.          Strandgata 49 - lóðin boðin til kaups
2007070028
Erindi dags. 9. júlí 2007 frá Birgi Torfasyni og Sveini Rafnssyni f.h. GSB veitinga ehf. þar sem þeir óska eftir því að Akureyrarbær kaupi af fyrirtækinu lóðina að Strandgötu 49.
Bæjarráð hafnar erindinu.


3.          Samkomulag við grunnskólakennara
2007070005
2. liður í fundargerð skólanefndar dags. 4. júlí 2007:
Erindi dagsett 2. júlí 2007 frá fræðslustjóra þar sem óskað er eftir heimild til skólastjóra Brekkuskóla, Lundarskóla, Giljaskóla, Síðuskóla og Glerárskóla til þess að gera samkomulag byggt á grein 2.1.2 í kjarasamningi KÍ og LN við kennarahópa í þessum skólum sem ætla að taka upp breytta kennsluhætti og byggja starfið á teymiskennslu með einstaklingsmiðun kennsluhátta í huga. Þetta samkomulag er samskonar og verið hefur í gildi í Hrafnagilsskóla í Eyjafjarðarsveit.
Ekki er til fjármagn til að mæta þessum kostnaði innan ramma málaflokksins fræðslu- og uppeldismál og því er óskað eftir viðbótarfjárveitingu til að standa undir þeim kostnaði sem til fellur vegna samkomulagsins eða að hámarki kr. 6.200.000 á þessu fjárhagsári.
Skólanefnd samþykkir erindið fyrir sitt leyti og vísar því til bæjarráðs.
Meirihluti bæjarráðs samþykkir erindið og vísar kostnaðinum til endurskoðunar fjárhagsáætlunar.
       
Oddur Helgi Halldórsson óskar bókað að hann sat hjá við afgreiðslu.


4.          Syðsta-Samtún - Blómsturvellir - makaskipti á landspildum
2007030181
Erindi dags. 30. maí 2007 frá sveitarstjóra Hörgárbyggðar þar sem óskað er eftir að gerður verið samningur milli Akureyrarbæjar og Hörgárbyggðar um makaskipti á landspildu úr landi Syðsta-Samtúns og landspildu úr landi Blómsturvalla.
Meirihluti bæjarráðs samþykkir makaskiptin og felur bæjarlögmanni að ganga frá samningi við Hörgárbyggð.
       
Oddur Helgi Halldórsson óskar bókað að hann sat hjá við afgreiðslu.

5.          Klakfiskastöð á Hjalteyri - aukning hlutafjár 2007
2007070008
Erindi dags. 1. júlí 2007 frá Arnari Frey Jónssyni f.h. Fiskeyjar hf. þar sem kannaður er áhugi hluthafa á þátttöku í fjármögnun á nýrri klakfiskastöð á Hjalteyri.
Bæjarráð samþykkir með 4 atkvæðum gegn 1 að falla frá forkaupsrétti.
       
Oddur Helgi Halldórsson óskar bókað að hann greiddi atkvæði gegn afgreiðslunni.

6.          Verslunarmannahelgin
2007030205
Erindi dags. 16. júlí 2007 frá Braga V. Bergmann hjá FREMRI Almannatengslum, f.h. Vina Akureyrar þar sem óskað er eftir því að opnunartími skemmtistaða verði lengdur um verslunarmannahelgina og einnig er óskað eftir leyfi til að efna til unglingadansleikja í KA-heimilinu á laugardags- og sunnudagskvöldi.
Bæjarráð samþykkir með 3 atkvæðum gegn 1 að heimila lengdan opnunartíma hluta skemmtistaða um verslunarmannahelgina til kl. 05.00 samkvæmt nánara samkomulagi.  Jafnframt veitir bæjarráð leyfi fyrir unglingadansleikjum í KA heimilinu til kl. 03.00 umrædd kvöld.
       
Elín Margrét Hallgrímsdóttir óskar bókað:
   "Mikilvægt er að sú áhersla að um fjölskylduhátíð sé að ræða um verslunarmannahelgina komi fram í dagskrá hátíðarinnar.  Því tel ég ekki ástæðu til að heimila lengdan opnunartíma skemmtistaða né unglingadansleiki."

7.          N4 - samningar 2007
2007070042
Með bréfi dags. 12. júlí 2007 segja N4 upp samningi dags. 10. júlí 1998 við Akureyrarbæ um upptökur og útsendingu á bæjarstjórnarfundum. Sigríður Stefánsdóttir verkefnastjóri hjá Akureyrarstofu sat fundinn undir þessum lið.
Bæjarráð felur Sigríði Stefánsdóttur að halda áfram viðræðum við N4 um fyrirkomulag á upptökum af bæjarstjórnarfundum.Fundi slitið.