Bæjarráð

3104. fundur 05. júlí 2007
Bæjarráð - Fundargerð
3104. fundur
5. júlí 2007   kl. 09:02 - 10:00
Bæjarstjórnarsalur á 4. hæð í Ráðhúsi


Nefndarmenn Starfsmenn
Hermann Jón Tómasson formaður
Elín Margrét Hallgrímsdóttir
Baldvin Halldór Sigurðsson
Oddur Helgi Halldórsson
Þórarinn B. Jónsson
Jóhannes Gunnar Bjarnason áheyrnarfulltrúi
Karl Guðmundsson
Jón Bragi Gunnarsson
Kolbrún Magnúsdóttir fundarritari
1.          Byggðakvóti handa Hrísey - fiskveiðiárið 2006-2007
2007030222
Lögð fram til kynningar auglýsing um staðfestingu reglna sveitarfélaga um úthlutun byggðakvóta dags. 28. júní 2007.
Lagt fram til kynningar.


2.          Leiðangur um norðurslóðir - styrkbeiðni
2007060076
Erindi dags. 28. júní 2007 frá Ara Trausta Guðmundssyni þar sem óskað er eftir styrk vegna leiðangurs sem kanna á umhverfis- og félagslegar breytingar vegna hlýnunar andrúmslofts á norðurheimsskautssvæðinu.
Bæjarráð samþykkir að styrkja leiðangurinn um kr. 100.000 til viðbótar þeim kostnaði sem lagt verður í vegna skipulagningar athafnar á Akureyrarflugvelli sem unnið verður í samvinnu við hagsmunaaðila á Akureyri. Styrkupphæðin greiðist af gjaldliðnum "styrkveitingar bæjarráðs".


3.          Almenningssamgöngur í Eyjafirði
2007040072
Erindi dags. 26. júní 2007 frá Valtý Sigurbjarnarsyni framkvæmdastjóra Héraðsnefndar Eyjafjarðar er varðar bókun héraðsráðs dags. 19. júní 2007 um almenningssamgöngur í Eyjafirði.  Í bókuninni kemur meðal annars fram að á árinu 1999 var unnin skýrslan "Almenningssamgöngur í Eyjafirði - rekstargrundvöllur" á vegum sveitarfélaganna við Eyjafjörð.  Nú er óskað eftir afstöðu sveitarfélaganna um það  hvort uppfæra ætti  efni þessarar skýrslu og skoða betur grundvöll fyrir almenningssamgöngum miðað við núverandi aðstæður, en ýmsar breytingar hafa átt sér stað síðan skýrslan var unnin og ber þar hæst gerð Héðinsfjarðarganga.
Bæjarráð telur eðlilegt að uppfæra efni skýrslunnar þannig að forsendur fyrir rekstri almenningssamgangna í Eyjafirði liggi ljósar fyrir.


4.          Súluvegur - Miðhúsabraut - breyting á aðalskipulagi MS
2007060095
2. liður í fundargerð skipulagsnefndar dags. 27. júní 2007:
Skipulagsstjóri leggur fram tillögu að breytingu á Aðalskipulagi Akureyrar, Iðnaðarsvæði 3.12. I, vegna breytinga á lóð mjólkurstöðvar við Miðhúsabraut.
Skipulagsnefnd leggur til við bæjarstjórn að tillagan verði auglýst skv. 2. mgr. 21. gr. skipulags- og byggingarlaga nr. 73/1997.
Bæjarráð samþykkir tillögu skipulagsnefndar.
Bæjarráð hefur fullnaðarafgreiðsluheimild í sumarleyfi bæjarstjórnar sbr. bókun í 4. lið fundargerðar bæjarstjórnar 5. júní 2007.


5.          Súluvegur - Miðhúsabraut - deiliskipulag MS
2007060096
3. liður í fundargerð skipulagsnefndar dags. 27. júní 2007:
Skipulagsstjóri leggur fram tillögu að deiliskipulagi lóðar MS á Akureyri við Miðhúsabraut.
Skipulagsnefnd leggur til við bæjarstjórn að tillagan verði auglýst skv. 1. mgr. 25. gr. skipulags- og byggingarlaga nr. 73/1997.
Bæjarráð samþykkir tillögu skipulagsnefndar.
Bæjarráð hefur fullnaðarafgreiðsluheimild í sumarleyfi bæjarstjórnar sbr. bókun í 4. lið fundargerðar bæjarstjórnar 5. júní 2007.


6.          Afgreiðslur skipulags- og byggingarfulltrúa
2006110002
15. liður í fundargerð skipulagsnefndar dags. 27. júní 2007:
Skipulags- og byggingarfulltrúi leggur fram til samþykktar fundargerð 159. fundar með fullnaðarafgreiðslum erinda.
Fundargerðin er í 17 liðum, dags. 20. júní 2007.
Skipulagsnefnd samþykkir fundargerð skipulags- og byggingarfulltrúa og leggur til við bæjarstjórn að fundargerðin verði staðfest.
Bæjarráð samþykkir tillögu skipulagsnefndar.
Bæjarráð hefur fullnaðarafgreiðsluheimild í sumarleyfi bæjarstjórnar sbr. bókun í 4. lið fundargerðar bæjarstjórnar 5. júní 2007.


7.          Öldrunarheimili Akureyrar - fjölgun á stöðugildum
2007060025
2. liður í fundargerð félagsmálaráðs dags. 25. júní 2007:
Félagsmálaráð samþykkir fjölgun stöðugilda vegna fjölgunar hjúkrunarrýma á ÖA sem nemur 2,8 stöðugildum í Víðihlíð sem kosta um 14 milljónir og 0,8 stöðugildum í Kjarnalundi sem kosta um 5 milljónir, samanlagt um 19 milljónir á ársgrundvelli.  Erindinu er vísað til bæjarráðs.
Bæjarráð felur bæjarritara að afla frekari upplýsinga um málið.
Bæjarráð frestar afgreiðslu.Fundi slitið.