Bæjarráð

3103. fundur 28. júní 2007
Bæjarráð - Fundargerð
3103. fundur
28. júní 2007   kl. 09:00 - 10:25
Bæjarstjórnarsalur á 4. hæð í Ráðhúsi


Nefndarmenn Starfsmenn
Hermann Jón Tómasson formaður
Elín Margrét Hallgrímsdóttir
Kristján Þór Júlíusson
Baldvin Halldór Sigurðsson
Oddur Helgi Halldórsson
Gerður Jónsdóttir áheyrnarfulltrúi
Karl Guðmundsson
Dan Jens Brynjarsson
Jón Bragi Gunnarsson
Kolbrún Magnúsdóttir fundarritari
1.          Eyþing - samstarf um menningarmál 2007
2007060070

Tekið fyrir að nýju, áður á dagskrá bæjarráðs 21. júní sl.
Bæjarráð samþykkir samninginn.


2.          Uppbyggingar- og framkvæmdasamningar við Íþróttafélagið Þór og Knattspyrnufélag Akureyrar
2007040026
Tekið fyrir að nýju, áður á dagskrá bæjarráðs 21. júní sl.
Bæjarráð samþykkir uppbygggingar-  og framkvæmdasamning við KA með þremur atkvæðum, tveir sátu hjá. Bæjarráð samþykkir uppbygggingar- og framkvæmdasamning við Þór með þremur atkvæðum gegn tveimur. Bæjarráð vísar umframkostnaði vegna samninganna til endurskoðunar fjárhagsáætlunar.
       
Bæjarfulltrúi Oddur Helgi Halldórsson óskar bókað:
     "Ég er sammála því að byggja þurfi upp og bæta félagssvæði íþróttafélaganna og bærinn á að veita til þess fjármagn.
Samt sem áður er það mitt álit að byggja ætti Akureyrarvöll upp sem keppnisvöll fyrir meistaraflokkana og sem æfinga og keppnisvöll fyrir frjálsar íþróttir.
Enn á ný er það mjög ámælisvert hvernig vinnubrögð meirihluta bæjarstjórnar hafa verið í þessu máli. Allt of lítið samráð hefur verið haft við hagsmunaaðila, að íþróttafélögin skuli vera boðuð á fund til undirritunar með 2-3 tíma fyrirvara og eru þá fyrst að sjá samningsupppkast og hafa því mög lítinn tíma til að fjalla um samningsdrögin og koma með athugasemdir eru vinnubrögð, sem ekki eru Akureyrarbæ til sóma.
Það er mjög margt enn óklárt við framkvæmd samninganna, sem eðlilegt hefði verið að fjalla um fyrst, áður en samningar voru undirritaðir.

Samningur við KA.
Með vísan í bókun mína get ég ekki samþykkt samninginn og sit því hjá við afgreiðslu.

Samningur við Þór.
Ég tel þennan samning slæman, bæði fyrir Akureyrarbæ sem og Íþróttafélagið Þór. Mín skoðun er sú að félagssvæðið verði til muna verra eftir breytingarnar.
Ég get með engu móti tekið þátt í því að mismuna félögunum svona gífurlega að muni mörgum milljónatugum, í það minnsta.
Ég greiði því atkvæði gegn samningnum."

Bæjarráðsfulltrúar meirihlutans óska bókað:
     "Samningar bæjarins við íþróttafélögin fela í sér víðamikla og metnaðarfulla uppbyggingu á svæðum beggja félaganna. Á báðum svæðum er niðurstaðan í góðu samræmi við þær óskir sem forráðamenn félaganna settu fram í viðræðum við bæinn enda hafa þeir lýst ánægju sinni með niðurstöðuna og staðfest með undirskrift sinni."

3.          Rekstrarsamningar íþróttafélaganna frá 2001 - endurskoðun
2007040025
7. liður í fundargerð bæjarráðs dags. 16. maí 2007:
Meirihluti bæjarráðs felur bæjarstjóra að ganga frá viðbótarsamningum við rekstarsamninga íþróttafélaganna KA og Þórs á þeim grunni sem kynntur var á fundinum.  
Samningarnir lagðir fram til staðfestingar.
Bæjarráð staðfestir samningana með fjórum atkvæðum.
Bæjarráð vísar umframkostnaði vegna samninganna til endurskoðunar fjárhagsáætlunar.
       
Bæjarfulltrúi Baldvin Halldór Sigurðsson óskar bókað:
    "Síðast þegar bæjarsjóður hljóp undir bagga með íþróttafélögunum var fjárhagsstaða KA verri og fékk því KA hærri upphæðir, en nú þegar fjárhagsstaða Þórs er verri þá fá félögin sömu upphæð. Undrar mig þetta ójafnvægi sem þessum íþróttafélögum er sýnt."

Kristján þór Júlíusson óskar bókað:
     "Bæjarfulltrúi Baldvin Halldór Sigurðsson staðhæfir að fjárhagsstaða KA hafi verið verri en Þórs á þessum tíma. Þess er óskað að hann leggi þær upplýsingar fram og skýri á næsta fundi bæjarráðs."

4.          Framkvæmdamiðstöð - tækjakaup 2007
2007060057
5. liður í fundargerð framkvæmdaráðs dags. 15. júní 2007:
Ósk um fjárveitingu vegna tækjakaupa.  
Framkvæmdaráð samþykkir að heimila kaup á valtara fyrir Framkvæmdamiðstöð. Kaupverðið er 7,5 milljónir króna og óskar framkvæmdaráð eftir að upphæðinni verði vísað til endurskoðunar á fjárhagsáætlun.
Bæjarráð samþykkir að heimila kaup á valtara fyrir Framkvæmdamiðstöð. Kaupverðinu, 7,5 milljónum króna, er vísað til endurskoðunar fjárhagsáætlunar.


5.          Matreiðslumenn - launakjör
2007060085
Erindi dags. 21. júní 2007 frá Lindu B. Sigurðardóttur, Gunnari S. Björgvinssyni, Rúnari Þ. Gylfasyni, Júlíusi Jónssyni og Sigmari Benediktssyni varðandi óánægju með launakjör matreiðslumanna.
Lagt fram.
Launanefnd sveitarfélaga fer með samningsumboð fyrir hönd Akureyrarkaupstaðar og verður erindinu komið á framfæri við nefndina.Fundi slitið.