Bæjarráð

3102. fundur 21. júní 2007
Bæjarráð - Fundargerð
3102. fundur
21. júní 2007   kl. 09:00 - 10:20
Bæjarstjórnarsalur á 4. hæð í Ráðhúsi


Nefndarmenn Starfsmenn
Hermann Jón Tómasson formaður
Elín Margrét Hallgrímsdóttir
Baldvin Halldór Sigurðsson
Hjalti Jón Sveinsson
Oddur Helgi Halldórsson
Gerður Jónsdóttir áheyrnarfulltrúi
Dan Jens Brynjarsson
Heiða Karlsdóttir fundarritari
1.          Brunabótafélag Íslands - aðalfundarboð 2007
2007060053
Erindi dags. 12. júní 2007 frá Brunabótafélagi Íslands þar sem boðað er til aðalfundar fulltrúaráðs Eignarhaldsfélagsins Brunabótafélag Íslands á Hótel Sögu, Reykjavík föstudaginn 5. október nk.
Bæjarráð felur bæjarstjóra að fara með umboð Akureyrarbæjar á aðalfundinum.


2.          Greið leið ehf. - aðalfundur 2007
2007060064
Erindi dags. 12. júní 2007 frá Greiðri leið ehf. þar sem boðað er til aðalfundar þann 27. júní nk. kl. 15:00 að Strandgötu 29.
Bæjarráð felur formanni bæjarráðs að fara með umboð Akureyrarbæjar á aðalfundinum.


3.          Staðbundið loftslag og orkuáætlun á Norðurlöndum - ráðstefna 2007
2007020046
Lögð fram áskorun frá vinabæjunum Lahti, Västerås, Randers, Akureyri og Ålesund um að sveitarfélög á Norðurlöndum taki áhrif loftlagsbreytinga alvarlega og geri áætlanir um staðbundnar aðgerðir.
Bæjarráð lýsir stuðningi við yfirlýsinguna og vísar málinu til umhverfisnefndar.


4.          Niðurgreiðsla æfinga- og þátttökugjalda - úthlutunarreglur
2006040018
3. liður í fundargerð íþróttaráðs dags. 14. júní 2007:
Fyrir fundinum lágu drög að breytingum á úthlutunarreglum um niðurgreiðslu þátttökugjalda barna og unglinga í íþrótta-, tómstunda- og æskulýðsstarfi sem samþykkt voru af bæjarráði 27. apríl 2006.
Íþróttaráð samþykkir framlögð drög fyrir sitt leyti.
Bæjarráð samþykkir úthlutunarreglurnar svo breyttar.


5.          Eyþing - samstarf um menningarmál 2007
2007060070
Lagður fram samstarfssamningur sveitarfélaga í Eyþingi um menningarmál.  Einnig lagður fram til kynningar samningur um samstarf ríkis og sveitarfélaga á svæði Eyþings um menningarmál.
Bæjarráð frestar afgreiðslu.


6.          Svæðisskipulag Eyjafjarðar - breyting
2006060006
Erindi dags. 14. júní 2007 frá Valtý Sigurbjarnasyni framkvæmdastjóra Héraðsnefndar Eyjafjarðar er varðar svæðisskipulag Eyjafjarðar 1998-2018 niðurfelling.  Fulltrúar í samvinnunefnd um gerð svæðisskipulags í Eyjafirði samþykktu að vísa breytingunni (niðurfellingarplagginu) óbreyttu frá auglýsingu til viðkomandi sveitarstjórna.
Bæjarráð samþykkir tillögu um að fella úr gildi núgildandi svæðisskipulag Eyjafjarðar.


7.          Verslunarmannahelgin
2007030205
Tekið fyrir að nýju, bæjarráð frestaði afgreiðslu þann 14. júní sl.
Bæjarráð skipar Karl Guðmundsson, Helga Má Pálsson, Þórgný Dýrfjörð, Bryndísi Arnarsdóttur og Margréti Kristínu Helgadóttur í vinnuhóp sem vinna mun að undirbúningi og framkvæmd fjölskylduhátíðarinnar um verslunarmannahelgina fyrir hönd Akureyrarbæjar.
Vinnuhópur sem skipaður var af bæjarráði þann 29. mars sl. skilaði tillögum um aðkomu bæjarins að hátíðinni og samþykkir bæjarráð að leggja þær tillögur að mestu til grundvallar við undirbúninginn. Allur undirbúningur hátíðarinnar af hálfu bæjarins miðast við að hátíðin verði skipulögð og auglýst sem fjölskylduhátíð.Tjaldsvæði að Hömrum og við Þórunnarstræti verði fjölskyldutjaldsvæði og það komi skilmerkilega fram í auglýsingum um samkomuna. Ekki verður boðið uppá sérstök einstaklingstjaldsvæði í bænum.
Akureyrarbær mun styrkja samkomuhaldið með undirbúningsvinnu, hreinsun á tjaldsvæðum og annarsstaðar í bænum, akstri strætisvagna til og frá tjaldsvæðum o.fl.  Jafnframt mun bærinn veita styrk til hátíðarinnar að upphæð kr. 1.500.000 með því skilyrði að styrknum verði varið til að auka framboð á skemmtun og afþreyingu fyrir börn og fjölskyldufólk og til aukinnar gæslu.
Bæjarráð treystir því að með samstilltu átaki hagsmunaaðila, Akureyrarbæjar og lögreglu megi tryggja að hátíðin verði gestum og heimamönnum til ánægju og bænum til sóma.
       
Oddur Helgi Halldórsson og Baldvin Halldór Sigurðsson óska bókað:
   "Við erum sammála öllum meginatriðum bókunarinnar, nema að því leyti að við teljum nauðsynlegt að bjóða upp á sér tjaldstæði fyrir einstaklinga, sem ekki vilja vera innan um fjölskyldufólk.  Einnig teljum við að gestum á fjölskyldutjaldstæðum finnist æskilegt að svo sé."

Gerður Jónsdóttir óskar bókað:
   "Verði haldin hátíð um verslunarmannahelgi á Akureyri tel ég óþarft að ungmennum sé boðið upp á sér tjaldsvæði."


8.         Uppbyggingar- og framkvæmdasamningar við Íþróttafélagið Þór og Knattspyrnufélag Akureyrar
2007040026
Lagðir fram uppbyggingar- og framkvæmdasamningar við Íþróttafélagið Þór og Knattspyrnufélag Akureyrar sem undirritaðir voru 20. júní sl.
Bæjarráð frestar afgreiðslu að ósk Odds Helga Halldórssonar á grundvelli 46. greinar samþykktar um stjórn Akureyrarkaupstaðar og fundarsköp bæjarstjórnar.


9.        Önnur mál
2007010207
Gerður Jónsdóttir spurðist fyrir um hvort gerð hefði verið rýmingaráætlun fyrir svæðið í kringum Sjöfn í ljósi nýlegs óhapps á svæðinu.
Bæjarráð felur deildarstjóra framkvæmdadeildar að fara yfir málið.


Fundi slitið.