Bæjarráð

3101. fundur 14. júní 2007
Bæjarráð - Fundargerð
3101. fundur
14. júní 2007   kl. 09:00 - 10:50
Bæjarstjórnarsalur á 4. hæð í Ráðhúsi


Nefndarmenn Starfsmenn
Hermann Jón Tómasson formaður
Elín Margrét Hallgrímsdóttir
Hjalti Jón Sveinsson
Baldvin Halldór Sigurðsson
Oddur Helgi Halldórsson
Jóhannes Gunnar Bjarnason áheyrnarfulltrúi
Sigrún Björk Jakobsdóttir
Heiða Karlsdóttir fundarritari
1.          Menningarhús á Akureyri - byggingarnefnd - skipun fulltrúa
2007060016
Skipun fulltrúa í byggingarnefnd menningarhúss á Akureyri.
Bæjarráð skipar Helga Snæbjarnarson, kt. 131065-2999, í byggingarnefnd menningarhúss  í stað Odds Helga Halldórssonar.


2.          Fjölsmiðja á Akureyri
2007040052
Skipun fulltrúa Akureyrarbæjar í stjórn Fjölsmiðjunnar.
Bæjarráð skipar Sigrúnu Stefánsdóttur í stjórn Fjölsmiðjunnar á Akureyri og Hjalta Jón Sveinsson til vara.


3.          Eflingarsamningar - umsóknir 2007
2007050150
Lögð fram umsókn frá Plasteyri ehf., kt. 701105-0790, um eflingarsamning.
Bæjarráð felur fjármálastjóra að afla nauðsynlegra gagna vegna umsóknarinnar.


4.          Myndlistaskólinn á Akureyri - framlenging samnings
2007060026
Erindi dags. 5. júní 2007 frá Helga Vilberg skólastjóra Myndlistaskólans á Akureyri f.h. skólanefndar Myndlistaskólans þar sem farið er fram á að samningur sem gerður var við Akureyrarbæ 6. júlí 2005 verði framlengdur.
Bæjarráð felur formanni bæjarráðs að vinna áfram að gerð samnings við skólann.


5.          Verslunarmannahelgin 2007 - skýrsla vinnuhóps
2007030205
Lögð fram skýrsla vinnuhóps dags. 4. júní 2007, sem bæjarráð skipaði 29. mars sl. vegna hugsanlegra hátíðarhalda um verslunarmannahelgi 2007 og aðkomu Akureyrarbæjar að þeim, einnig lagt fram sérálit Margrétar Kristínar Helgadóttur.
Margrét Kristín Helgadóttir fulltrúi úr vinnuhópnum og Bryndís Arnarsdóttir forvarnarfulltrúi sátu fundinn undir þessum lið.

Bæjarráð þakkar nefndarmönnum mikla vinnu og ágætar tillögur um aðkomu Akureyrarbæjar að hugsanlegri fjölskylduhátíð á Akureyri um verslunarmannahelgina.
Bæjarráð frestar afgreiðslu.


6.          Styrktarsjóður EBÍ 2007
2007060039
Erindi dags. 6. júní 2007 frá Eignarhaldsfélagi Brunabótafélags Íslands varðandi umsóknir í styrktarsjóð EBÍ 2007.
Lagt fram til kynningar.


7.          Sumarleyfi bæjarstjóra 2007
2007060060
Í sumarleyfi bæjarstjóra mun formaður bæjarráðs gegna hlutverki staðgengils bæjarstjóra.


Fundi slitið.