Bæjarráð

3100. fundur 31. maí 2007
Bæjarráð - Fundargerð
3100. fundur
31. maí 2007   kl. 09:00 - 10:50
Bæjarstjórnarsalur á 4. hæð í Ráðhúsi


Nefndarmenn Starfsmenn
Elín M. Hallgrímsdóttir varaformaður
Hjalti Jón Sveinsson
Sigrún Stefánsdóttir
Baldvin H. Sigurðsson
Erlingur Kristjánsson
Oddur Helgi Halldórsson áheyrnarfulltrúi
Sigrún Björk Jakobsdóttir
Karl Guðmundsson
Dan Jens Brynjarsson
Jón Bragi Gunnarsson
Heiða Karlsdóttir fundarritari


Í upphafi fundar las varaformaður upp bréf dags. 28. maí 2007 frá Jóhannesi Gunnari Bjarnasyni bæjarfulltrúa um að Erlingi Kristjánssyni verði veitt undanþága til setu á fundinum vegna forfalla aðal- og varamanns Framsóknarflokks.
Bæjarráð samþykkir framkomna beiðni.


1.          Eyþing - aðalfundur 2007
2007050137
Erindi dags. 22. maí 2007 frá Eyþingi þar sem boðað er til aðalfundar Eyþings dagana 5. og 6. október 2007 á Húsavík.
Lagt fram til kynningar.


2.          Búseti - afsláttur af fasteignagjöldum
2007050051
Tekið fyrir að nýju, áður á dagskrá bæjarráðs 16. maí sl.
Búseturéttarhafar njóta sama réttar til afsláttar á fasteignaskatti og aðrir fasteignaeigendur sbr. reglur bæjarins þar um.
Bæjarráð felur fjármálastjóra að kynna húsnæðissamvinnufélögunum á Akureyri verklagsreglur varðandi veitingu afsláttarins til búseturéttarhafa.


3.          Norðurvegur ehf. - aðalfundur 2007
2007050133
Boðað er til aðalfundar Norðurvegar ehf. fimmtudaginn 7. júní nk. kl. 14:00 á Hótel KEA.
Bæjarráð felur bæjarritara Karli Guðmundssyni að fara með umboð Akureyrarbæjar á aðalfundinum.


4.          Austurvegur 44, Hrísey - lóðarverð
2007050134
Erindi dags. 14. maí 2007 frá Ingólfi Margeirssyni varðandi beiðni um breytingu á lóðarverðskrá Austurvegar 44 í Hrísey. Farið er fram á að upphafleg lóðarúthlutun og lóðarverðskrá við Hríseyjarhrepp standi óhögguð.
Pétur Bolli Jóhannesson skipulags- og byggingarfulltrúi sat fundinn undir þessum lið.
Bæjarráð getur ekki orðið við erindinu og felur bæjarstjóra að svara bréfritara.


5.          Víðilundur - gjaldskrárbreyting í félagsstarfi
2007050110
2. liður í fundargerð félagsmálaráðs dags. 23. maí 2007:
Félagsmálaráð samþykkir eftirfarandi tillögu til gjaldskrárbreytingu í félagsstarfi eldri borgara:
hádegimatur kr. 570, morgunmatur kr. 290, kaffi kr. 100, brauð kr. 100, kaka kr. 100, handavinna kr. 1.100, bingó kr. 70 og paravist kr. 70.
Vísað til bæjarráðs.
Bæjarráð samþykkir gjaldskrárbreytinguna.


6.          Fjárhagsáætlun Akureyrarbæjar 2008
2007050043
Lögð fram drög að tekjuáætlun og tillaga að fjárhagsrömmum ársins 2008.
Bæjarráð samþykkir að fela nefndum og stofnunum bæjarins að hefja vinnu við gerð fjárhagsáætlunar næsta árs á grunni þeirra fjárhagsramma sem hér liggja fyrir.


7.          Gatnagerðargjald - breyting 2007
2007020080
9. liður í fundargerð skipulagsnefndar dags. 30. maí 2007:
Með vísan til nýrra laga um gatnagerðargjald sem samþykkt voru á Alþingi 9. desember 2006 og taka eiga gildi 1. júlí 2007 leggur vinnuhópur sem skipaður var á fundi skipulagsnefndar 31. janúar 2007 fram tillögu að breytingu á reglum um gatnagerðargjald á Akureyri sem gilda eiga frá 1. júlí 2007.
Skipulagsnefnd leggur til við bæjarstjórn að tillagan verði samþykkt.

Inga Þöll Þórgnýsdóttir bæjarlögmaður, Leifur Þorsteinsson og Ólafur Jakobsson starfsmenn skipulagsdeildar mættu á fund bæjarráðs undir þessum lið og kynntu breytingarnar.
Lagt fram til kynningar.


8.          Þórunnarstræti 97 - hús boðið til kaups
2007050131
Lagt fram sölutilboð í fasteignina Þórunnarstræti 97 á Akureyri frá Guðnýju Kristínu Kristjánsdóttur þar sem hún býður Akureyrarbæ að kaupa fasteignina.
Bæjarráð samþykkir kaupin á fasteigninni vegna skipulags.  Fjármögnun er vísað til endurskoðunar fjárhagsáætlunar.Fundi slitið.