Bæjarráð

3099. fundur 24. maí 2007
Bæjarráð - Fundargerð
3099. fundur
24. maí 2007   kl. 09:00 - 10:45
Bæjarstjórnarsalur á 4. hæð í Ráðhúsi


Nefndarmenn Starfsmenn
Hermann Jón Tómasson formaður
Elín Margrét Hallgrímsdóttir
Hjalti Jón Sveinsson
Baldvin Halldór Sigurðsson
Jóhannes Gunnar Bjarnason
Oddur Helgi Halldórsson áheyrnarfulltrúi
Sigrún Björk Jakobsdóttir
Karl Guðmundsson
Dan Jens Brynjarsson
Jón Bragi Gunnarsson
Inga Þöll Þórgnýsdóttir
Heiða Karlsdóttir fundarritari
1.          Fiskey hf. - aðalfundur 2007
2007050108
Erindi dags. 16. maí 2007 frá Arnari Frey Jónssyni f.h. Fiskeyjar hf. þar sem komið er á framfæri ýmsum upplýsingum um stöðu mála hjá Fiskey hf. Ákveðið hefur verið að aðalfundur félagsins verði haldinn fimmtudaginn 24. maí nk. kl. 15:00 í fundarsal Brims hf. á Akureyri.
Bæjarráð felur bæjarstjóra að fara með umboð Akureyrarbæjar á aðalfundinum.


2.          Alþingiskosningar 2007
2007030199
Lagt fram bréf dags. 16. maí 2007 frá Helga Teiti Helgasyni f.h. kjörstjórnarinnar á Akureyri vegna Alþingiskosninganna sem fram fóru þann 12. maí sl.  Í bréfinu er gerð grein fyrir undirbúningi og framkvæmd kosninganna, kosningaþátttöku o.fl.  Í bréfinu kemur fram að kjörfundur hafi í meginatriðum gengið vel en frá kl. 13:00 til kl. 17:00 kusu á bilinu 850 til 1100 kjósendur á klst. og hafi það valdið talsverðri örtröð á kjörstað.  
Kjörstjórn hrósar sérstaklega framlagi starfsmanna Akureyrarbæjar, sem unnu að framkvæmd kosninganna.
Lagt fram til kynningar.


3.          Varasjóður húsnæðismála - ársfundur 2007
2007050119
Boðað er til ársfundar Varasjóðs húsnæðismála fimmtudaginn 31. maí nk. á Sveitahótelinu í Sveinbjarnargerði í Eyjafirði og hefst hann kl. 14:00.
Lagt fram til kynningar.


4.          Framkvæmdasjóður - yfirlit
2007050117
Fjármálastjóri kynnti stöðu Framkvæmdasjóðs.
Lagt fram til kynningar.


5.          Skógræktarfélag Eyfirðinga
2006080004
Fjármálastjóri lagði fram minnisblað dags. 22. maí 2007 vegna innlausnar á erfðafestu.
Bæjarráð samþykkir að innleysa erfðafestuna á kr. 3.8 milljónir og vísar fjármögnun til endurskoðunar fjárhagsáætlunar.
Bæjarráð felur fjármálastjóra og bæjarlögmanni að ganga frá málinu að öðru leyti í samræmi við tillögur á minnisblaðinu.


6.          Byggðakvóti
2007030222
Lagt fram erindi dags. 4. apríl 2007 frá Kristjáni Vilhelmssyni f.h. Samherja hf. varðandi byggðakvóta.
Lagt fram til kynningar.


7.          Byggðakvóti handa Hrísey - úthlutun 2006-2007
2007030222
Lagt fram bréf dags. 21. maí 2007 frá Sjávarútvegsráðuneytinu er varðar úthlutun 75.000 þorskígildiskílóa í byggðakvóta vegna Hríseyjar fiskveiðiárið 2006-2007.
Bæjarráð felur bæjarstjóra að kynna úthlutunina fyrir hverfisráði Hríseyjar og taka ákvörðun um næstu skref í samráði  við það.


8.          Sómatún 4, 6 og 8 - Naustahverfi 2. áfangi
2007030010
Bæjarstjóri lagði fram minnisblað frá deildarstjóra skipulagsdeildar um meintar ávirðingar frá bæjarfulltrúa L-lista á bæjarstjórnarfundi 22. maí sl.
Bæjarstjóri Sigrún Björk Jakobsdóttir óskar bókað:  
   "Lágmarkskrafa til kjörinna fulltrúa  í opinberum umræðum á bæjarstjórnarfundi  verður að vera sú að þeir sýni embættismönnum og starfsmönnum Akureyrarbæjar virðingu í þeirra störfum.  Dylgjur um óheiðarleika og óheilindi í starfi eru með öllu ólíðandi og ekki kjörnum fulltrúum sæmandi."

Meirihluti bæjarráðs samþykkir bókun bæjarstjóra.Fundi slitið.