Bæjarráð - Fundargerð
3099. fundur
24. maí 2007 kl. 09:00 - 10:45
Bæjarstjórnarsalur á 4. hæð í Ráðhúsi
Nefndarmenn
| Starfsmenn
|
| Hermann Jón Tómasson formaður
Elín Margrét Hallgrímsdóttir
Hjalti Jón Sveinsson
Baldvin Halldór Sigurðsson
Jóhannes Gunnar Bjarnason
Oddur Helgi Halldórsson áheyrnarfulltrúi
|
| Sigrún Björk Jakobsdóttir
Karl Guðmundsson
Dan Jens Brynjarsson
Jón Bragi Gunnarsson
Inga Þöll Þórgnýsdóttir
Heiða Karlsdóttir fundarritari |
1. Fiskey hf. - aðalfundur 2007
2007050108
Erindi dags. 16. maí 2007 frá Arnari Frey Jónssyni f.h. Fiskeyjar hf. þar sem komið er á framfæri ýmsum upplýsingum um stöðu mála hjá Fiskey hf. Ákveðið hefur verið að aðalfundur félagsins verði haldinn fimmtudaginn 24. maí nk. kl. 15:00 í fundarsal Brims hf. á Akureyri.
Bæjarráð felur bæjarstjóra að fara með umboð Akureyrarbæjar á aðalfundinum.
2. Alþingiskosningar 2007
2007030199
Lagt fram bréf dags. 16. maí 2007 frá Helga Teiti Helgasyni f.h. kjörstjórnarinnar á Akureyri vegna Alþingiskosninganna sem fram fóru þann 12. maí sl. Í bréfinu er gerð grein fyrir undirbúningi og framkvæmd kosninganna, kosningaþátttöku o.fl. Í bréfinu kemur fram að kjörfundur hafi í meginatriðum gengið vel en frá kl. 13:00 til kl. 17:00 kusu á bilinu 850 til 1100 kjósendur á klst. og hafi það valdið talsverðri örtröð á kjörstað.
Kjörstjórn hrósar sérstaklega framlagi starfsmanna Akureyrarbæjar, sem unnu að framkvæmd kosninganna.
Lagt fram til kynningar.
3. Varasjóður húsnæðismála - ársfundur 2007
2007050119
Boðað er til ársfundar Varasjóðs húsnæðismála fimmtudaginn 31. maí nk. á Sveitahótelinu í Sveinbjarnargerði í Eyjafirði og hefst hann kl. 14:00.
Lagt fram til kynningar.
4. Framkvæmdasjóður - yfirlit
2007050117
Fjármálastjóri kynnti stöðu Framkvæmdasjóðs.
Lagt fram til kynningar.
5. Skógræktarfélag Eyfirðinga
2006080004
Fjármálastjóri lagði fram minnisblað dags. 22. maí 2007 vegna innlausnar á erfðafestu.
Bæjarráð samþykkir að innleysa erfðafestuna á kr. 3.8 milljónir og vísar fjármögnun til endurskoðunar fjárhagsáætlunar.
Bæjarráð felur fjármálastjóra og bæjarlögmanni að ganga frá málinu að öðru leyti í samræmi við tillögur á minnisblaðinu.
6. Byggðakvóti
2007030222
Lagt fram erindi dags. 4. apríl 2007 frá Kristjáni Vilhelmssyni f.h. Samherja hf. varðandi byggðakvóta.
Lagt fram til kynningar.
7. Byggðakvóti handa Hrísey - úthlutun 2006-2007
2007030222
Lagt fram bréf dags. 21. maí 2007 frá Sjávarútvegsráðuneytinu er varðar úthlutun 75.000 þorskígildiskílóa í byggðakvóta vegna Hríseyjar fiskveiðiárið 2006-2007.
Bæjarráð felur bæjarstjóra að kynna úthlutunina fyrir hverfisráði Hríseyjar og taka ákvörðun um næstu skref í samráði við það.
8. Sómatún 4, 6 og 8 - Naustahverfi 2. áfangi
2007030010
Bæjarstjóri lagði fram minnisblað frá deildarstjóra skipulagsdeildar um meintar ávirðingar frá bæjarfulltrúa L-lista á bæjarstjórnarfundi 22. maí sl.
Bæjarstjóri Sigrún Björk Jakobsdóttir óskar bókað:
"Lágmarkskrafa til kjörinna fulltrúa í opinberum umræðum á bæjarstjórnarfundi verður að vera sú að þeir sýni embættismönnum og starfsmönnum Akureyrarbæjar virðingu í þeirra störfum. Dylgjur um óheiðarleika og óheilindi í starfi eru með öllu ólíðandi og ekki kjörnum fulltrúum sæmandi."
Meirihluti bæjarráðs samþykkir bókun bæjarstjóra.
Fundi slitið.