Bæjarráð

3098. fundur 16. maí 2007
Bæjarráð - Fundargerð
3098. fundur
16. maí 2007   kl. 09:00 - 11:12
Fundarsalur á 4. hæð á Heilsugæslustöð


Nefndarmenn Starfsmenn
Hermann Jón Tómasson formaður
Elín Margrét Hallgrímsdóttir
Kristján Þór Júlíusson
Baldvin Halldór Sigurðsson
Jóhannes Gunnar Bjarnason
Anna Halla Emilsdóttir áheyrnarfulltrúi
Sigrún Björk Jakobsdóttir
Karl Guðmundsson
Dan Jens Brynjarsson
Heiða Karlsdóttir fundarritari
1.          Eflingarsamningur - Norðurskel ehf.
2006010053
Lögð fram drög að eflingarsamningi við Norðurskel ehf.
Bæjarráð samþykkir samninginn.


2.          Samvinna sveitarfélaga í Eyjafirði - skýrsla
2007040072
Tekið fyrir að nýju, áður á dagskrá bæjarráðs 3. maí 2007.
Bæjarráð vísar skýrslunni til umræðu í bæjarstjórn.


3.          Búseti - afsláttur af fasteignagjöldum
2007050051
Erindi dags. 3. maí 2007 frá Benedikt Sigurðarsyni, framkvæmdastjóra Búseta, varðandi afslátt af fasteignagjöldum til lífeyrisþega og öryrkja sem eru eigendur búseturéttar í íbúðum Búseta á Akureyri.
Bæjarráð felur fjármálastjóra að ræða við bréfritara um það með hvaða hætti megi tryggja að aflsáttur af fasteignaskatti skili sér til lífeyrisþega og öryrkja í íbúðum Búseta.
Bæjarráð felur fjármálastjóra jafnframt að leggja fram frekari upplýsingar á næsta fundi.


4.          Blindrafélagið - beiðni um fulltrúa í samstarfsnefnd um ferlimál fatlaðra
2007050057
Erindi dags. 6. maí 2007 frá formanni Blindrafélagsins þar sem þess er farið á leit við Akureyrarbæ að Norðurlandsdeild Blindrafélagsins fái að skipa einn aðalmann og einn til vara í samstarfsnefnd um ferlimál fatlaðra.
Samkvæmt samþykktum um samstarfsnefnd um ferlimál fatlaðra er gert ráð fyrir að tveir fulltrúar hennar séu skipaðir af samtökum fatlaðra, tveir af skipulagsnefnd og formaður af bæjarstjórn. Bæjarráð telur fulla ástæðu að tryggja aðkomu blindra að umræðu í nefndinni og felur formanni samstarfsnefndarinnar að leita leiða til þess.


5.          Byggðarmerki - beiðni um notkun á merkinu
2007050060
Erindi ódags. frá Hauki Karlssyni Trampe þar sem óskað er eftir því að fá að nota byggðarmerki Akureyrarbæjar.
Bæjarráð samþykkir að heimila notkun byggðarmerkisins í samræmi við umsókn og Samþykkt um byggðarmerki Akureyrarbæjar.


6.          Viðbragðsáætlun vegna sorphirðu
2007050070
Erindi dags. 9. maí 2007 frá framkvæmdastjóra Sambands íslenskra sveitarfélaga varðandi viðbragðsáætlun vegna sorphirðu komi til heimsfaraldurs inflúensu.
Bæjarráð vísar erindinu til framkvæmdaráðs.


7.          Rekstrarsamningar íþróttafélaganna frá 2001- endurskoðun
2007040025
Tekið fyrir að nýju, bæjarráð frestaði afgreiðslu þann 10. maí sl.
Meirihluti bæjarráðs felur bæjarstjóra að ganga frá viðbótarsamningum við rekstarsamninga íþróttafélaganna KA og Þórs á þeim grunni sem kynntur var á fundinum.
       
Bæjarfulltrúi Baldvin H. Sigurðsson óskar bókað:
   "Ég lýsi ánægju minni með samninginn en tel að taka skuli tillit til skuldastöðu  félaganna og styrkurinn miðast við að eftirstöðvar skuldar skulu vera svipaðar hjá báðum félögunum."

Bæjarfulltrúi Jóhannes G. Bjarnason óskaði bókað:
   "Ég tel að samningur  þessi bæti fjárhagsstöðu íþróttafélaganna verulega.  Lengra þarf þó að ganga til að koma fjárhagsmálum þeirra í varanlegt horf, sérstaklega mikilvægt er að hækka rekstrarstyrk félaganna meira en gert er ráð fyrir í samningsdrögunum."


8.          Viðtalstímar bæjarfulltrúa - fundargerðir fyrir bæjarráð
2007040081
Lögð fram fundargerð 8. fundar viðtalstíma bæjarfulltrúa dags. 14. maí 2007.  Fundargerðin er í 4 liðum.
Bæjarráð vísar fundargerðinni til framkvæmdaráðs.


9.          Hafnasamlag Eyjafjarðar bs. - aðalfundur 2007
2007050087
Boðað er til aðalfundar Hafnasamlags Eyjafjarðar bs. þriðjudaginn 21. maí nk. kl. 17:00 í Tjarnarborg, Ólafsfirði.
Lagt fram til kynningar.Fundi slitið.