Bæjarráð

3097. fundur 10. maí 2007
Bæjarráð - Fundargerð
3097. fundur
10. maí 2007   kl. 09:00 - 11:00
Bæjarstjórnarsalur á 4. hæð í Ráðhúsi


Nefndarmenn Starfsmenn
Hermann Jón Tómasson formaður
Elín Margrét Hallgrímsdóttir
Hjalti Jón Sveinsson
Baldvin Halldór Sigurðsson
Jóhannes Gunnar Bjarnason
Oddur Helgi Halldórsson áheyrnarfulltrúi
Sigrún Björk Jakobsdóttir
Karl Guðmundsson
Dan Jens Brynjarsson
Jón Bragi Gunnarsson
Heiða Karlsdóttir fundarritari
1.          Unglingavinna 2007 - laun
2007050011

Lögð fram tillaga að launum 14, 15 og 16 ára unglinga í vinnuskóla Akureyrarbæjar sumarið 2007.
Halla Margrét Tryggvadóttir starfsmannastjóri mætti á fundinn undir þessum lið.
Bæjarráð samþykkir að laun unglinga í vinnuskóla Akureyrarbæjar sumarið 2007 verði sem hér segir :
8. bekkur     (14 ára)  kr.  349  pr. klst. (10,17% orlof innifalið).
9. bekkur     (15 ára)  kr.  399 pr. klst. (10,17% orlof innifalið).
10. bekkur   (16 ára)  kr.  474 auk 10,17% orlofs eða alls kr. 522.


2.          Fóðurverksmiðjan Laxá hf. - aðalfundur 2007
2007050040
Erindi ódags. frá framkvæmdastjóra Fóðurverksmiðjunnar Laxár hf. þar sem boðað er til aðalfundar þann 22. maí nk. í Stássinu/Greifanum kl. 13:30.
Bæjarráð felur bæjarstjóra að fara með umboð Akureyrarbæjar á aðalfundinum.


3.          Landskerfi bókasafna hf. - aðalfundur 2007
2007050003
Erindi dags. 27. apríl 2007 frá Sveinbjörgu Sveinsdóttur f.h. stjórnar Landskerfis bókasafna hf. þar sem boðað er til aðalfundar félagsins 14. maí nk. að Borgartúni 37 í Reykjavík kl. 15:00.
Bæjarráð felur Karli Guðmundssyni bæjarritara að fara með umboð Akureyrarbæjar á aðalfundinum.


4.          Hafnasamlag Norðurlands - aðalfundur 2007
2007050046
Aðalfundur Hafnasamlags Norðurlands var haldinn mánudaginn 7. maí sl. í Hafnarhúsinu við Fiskitanga.  Umræður og niðurstöður aðalfundarins kynntar.
Lagt fram til kynningar.


5.          Fjölskylduhátíð í Hrísey 2007 - styrkbeiðni
2007050044
Erindi dags. 7. maí 2007 frá Lindu Maríu Ásgeirsdóttur, f.h. Markaðsráðs Hríseyjar, þar sem hún óskar eftir styrk að upphæð kr. 500.000 til að halda Hríseyjarhátíð dagana 20.- 22. júlí nk.
Bæjarráð samþykkir styrkveitingu að upphæð kr. 400.000 sem færist til gjalda á liðinn 113 Atvinnumál.


6.          Íþróttafélagið Þór - fasteignagjöld
2007040107
Erindi dags. 23. apríl 2007 frá Sigfúsi Ólafi Helgasyni f.h. Íþróttafélagsins Þórs þar sem óskað er eftir niðurfellingu álagðra fasteignagjalda á félagsheimili Íþróttafélagsins Þórs, Hamar, frá árinu 2003 og til dagsins í dag og að ekki verði framvegis innheimt fasteignagjöd af heimilinu.
Bæjarráð hafnar erindinu  og felur fjármálastjóra að svara bréfritara.


Bæjarfulltrúi Baldvin H. Sigurðsson óskar bókað að hann greiddi atkvæði á móti afgreiðslunni.


7.          Slippurinn - dráttarbraut - endurnýjun
2007050045
Lögð fram tillaga um aðkomu Akureyrarbæjar að endurbótum á dráttarbraut Slippsins.  Fjármálastjóri Dan Jens Brynjarsson kynnti málið.
Bæjarráð samþykkir að Framkvæmdasjóður Akureyrar leggi fram 15,0 millj. kr. til verksins í samræmi við samkomulag Bæjarsjóðs Akureyrar og Hafnarsjóðs Akureyrar frá 20. ágúst 1997.  Vísað til endurskoðunar fjárhagsáætlunar.


8.          Miðbæjarskipulag
2006020089
Lögð fram drög að rammasamkomulagi við Njarðarnes ehf. vegna uppbyggingar á reit 4 á miðbæjarsvæði Akureyrar.
Bæjarráð samþykkir rammasamkomulagið.


9.          Sorpmál - framtíðarskipan
2007030127
Kynntar voru hugmyndir um stofnun hlutafélags sem taka mun við  verkefnum Sorpeyðingar Eyjafjarðar bs. fyrir hönd Akureyrarbæjar og annarra sveitarfélaga á Eyjafjarðarsvæðinu sem þess óska.
Bæjarráð samþykkir að boðað verði til stofnfundar félags sem hafa mun umsjón með endurvinnslu og förgun úrgangs fyrir Akureyrarbæ og þau sveitarfélög á Eyjafjarðarsvæðinu sem aðild vilja eiga að því.


10.          Fjárhagsáætlun Akureyrarbæjar 2008
2007050043
Lögð fram tillaga að fjárhagsáætlunarferli 2007 vegna áætlunar 2008.
Bæjarráð samþykkir framlagða tillögu að fjárhagsáætlunarferlinu.


11.          Rekstrarsamningar íþróttafélaganna frá 2001 - endurskoðun
2007040025
Lögð fram drög að viðaukum við rekstrarsamninga við KA og Þór.
Bæjarfulltrúarnir Jóhannes Gunnar Bjarnason, Baldvin H. Sigurðsson og Oddur Helgi Halldórsson óska eftirfarandi bókað:
   "Við furðum okkur á þeim vinnubrögðum sem viðhöfð hafa verið við samningsgerð þessa.  Fulltrúar minnihlutans í bæjarráði eru að sjá samningsdrögin í fyrsta sinn á þessum fundi og það er ómögulegt að taka afstöðu til málsins við þessar aðstæður.  Því óskum við eftir að málinu verði frestað til næsta bæjarráðsfundar svo hægt sé að kynna sér málið með sama hætti og önnur stærri mál sem tekin eru fyrir á fundum bæjarráðs."

Bæjarráð frestar afgreiðslu.
       
Bæjarstjóri óskar bókað :
   "Íþróttaráð hefur farið gaumgæfilega yfir samningsdrögin og átt viðræður við stjórnir félaganna.  Í bæjarráði í síðustu viku var greint munnlega frá þeim samningshugmyndum sem fyrir liggja."


Fundi slitið.