Bæjarráð

3096. fundur 03. maí 2007
Bæjarráð - Fundargerð
3096. fundur
3. maí 2007   kl. 09:00 - 11:15
Bæjarstjórnarsalur á 4. hæð í Ráðhúsi


Nefndarmenn Starfsmenn
Hermann Jón Tómasson formaður
Elín Margrét Hallgrímsdóttir
Hjalti Jón Sveinsson
Baldvin Halldór Sigurðsson
Jóhannes Gunnar Bjarnason
Oddur Helgi Halldórsson áheyrnarfulltrúi
Sigrún Björk Jakobsdóttir
Karl Guðmundsson
Dan Jens Brynjarsson
Jón Bragi Gunnarsson
Inga Þöll Þórgnýsdóttir
Heiða Karlsdóttir fundarritari
1.          Northern Forum 2007
2007010048
Sigríður Stefánsdóttir tengiliður Akureyrarbæjar við Northern Forum mætti á fundinn og sagði frá tengiliðafundi Northern Forum sem haldinn var í Moskvu dagana 16.- 18. apríl sl.  Bent er á vefsíðuna www.northernforum.org
Bæjarráð þakkar Sigríði Stefánsdóttur kynninguna.


2.          Northern Forum - 8th General Assemby - Khanty-Mansiysk
2007040096
Erindi dags. 4. apríl sl. frá landsstjóra Khanty-Mansiysk í Rússlandi þar sem tilkynnt er að fyrirhugað sé að halda 8. allsherjarþingið í Khanty-Mansiysk seinni hlutann í september 2007.
Bæjarráð samþykkir að fulltrúi Akureyrarbæjar fari á þingið í Khanty-Mansiysk.


3.          Héraðsnefnd Eyjafjarðar - vorfundur 2007
2007040082
Erindi dags. 20. apríl 2007 þar sem tilkynnt er að stefnt sé að vorfundi Héraðsnefndar Eyjafjarðar miðvikudaginn 6. júní nk.
Lagt fram til kynningar.


4.          Fjölsmiðja á Akureyri
2007040052
1. liður í fundargerð félagsmálaráðs dags. 23. apríl 2007:
Guðrún Sigurðardóttir deildarstjóri fjölskyldudeildar kynnti undirbúningsvinnu sem fram hefur farið vegna undirbúnings að stofnun Fjölsmiðju á Akureyri.
Félagsmálaráð samþykkir hugmyndir verkefnisliðsins fyrir sitt leyti og vísar málinu til bæjarráðs.
Bæjarráð samþykkir þátttöku Akureyrarbæjar í verkefninu og felur bæjarstjóra að undirbúa aðkomu bæjarins í samráði við deildarstjóra fjölskyldudeildar og samfélags- og mannréttindadeildar.


5.          Gilsbakkavegur 5, 7, 9 og 11 - lóðir boðnar  til kaups
2007040032
Lagður fram tölvupóstur dags. 11. apríl 2007 frá Elísabetu Sigurðardóttur héraðsdómslögmanni fyrir hönd KEA þar sem Akureyrarbæ eru boðnar lóðirnar Gilsbakkavegur 5, 7, 9 og 11 til kaups.
Bæjarráð hafnar tilboðinu.


6.          Hljóðstig á Akureyri
2006070038
9. liður í fundargerð bæjarstjórnar dags. 12. apríl 2007:
Bæjarstjórn samþykkir með 11 samhljóða atkvæðum að vísa reglum um styrki vegna hljóðvistar til bæjarráðs til endanlegrar afgreiðslu.
Helgi Már Pálsson deildarstjóri framkvæmdadeildar sat fund bæjarráðs undir þessum lið.
Bæjarráð samþykkir reglurnar.  
Bæjarráð samþykkir jafnframt að verja kr. 1.000.000 til þessa verkefnis á árinu 2007 og vísar kostnaðinum til endurskoðunar fjárhagsáætlunar.

Þegar hér var komið vék Inga Þöll Þórgnýsdóttirr bæjarlögmaður af fundi kl. 09.55.


7.          Samvinna sveitarfélaga í Eyjafirði - skýrsla
2007040072
Lögð fram skýrsla RHA um samvinnu sveitarfélaga í Eyjafirði.  Hjalti Jóhannesson og Valtýr Sigurbjarnarson mættu á fundinn undir þessum lið.
Bæjarráð þakkar skýrsluhöfundum kynninguna.  Bæjarráð frestar afgreiðslu.


8.          Soroptimistaklúbbur Akureyrar
2007040108
Lögð fram tillaga um styrkveitingu til Soroptimistaklúbbs Akureyrar.
Bæjarráð samþykkir styrk að upphæð kr. 100.000 til félagsins sem skráist á liðinn styrkveitingar bæjarráðs.


9.          Hafnasamlag Norðurlands - sameining hafnanna við Eyjafjörð
2006010108
Lagt fram skilabréf skilanefndar dags. 2. maí 2007 varðandi samkomulag um að Hríseyjarhöfn flytjist frá Hafnasamlagi Eyjafjarðar bs. yfir til Hafnasamlags Norðurlands bs.
Bæjarráð samþykkir skilabréfið og vísar frekari útfærslu til Hafnasamlags Norðurlands bs.


10.        Önnur mál
2007010207
Jóhannes Gunnar Bjarnason spurðist fyrir um stöðu í viðræðum varðandi uppbyggingu og fjárhagsstöðu íþróttafélaganna.


Fundi slitið.