Bæjarráð

3095. fundur 26. apríl 2007
Bæjarráð - Fundargerð
3095. fundur
26. apríl 2007   kl. 09:00 - 10:15
Bæjarstjórnarsalur á 4. hæð í Ráðhúsi


Nefndarmenn Starfsmenn
Elín Margrét Hallgrímsdóttir varaformaður
Hjalti Jón Sveinsson
Baldvin Halldór Sigurðsson
Jóhannes Gunnar Bjarnason
Oddur Helgi Halldórsson áheyrnarfulltrúi
Sigrún Björk Jakobsdóttir
Karl Guðmundsson
Dan Jens Brynjarsson
Jón Bragi Gunnarsson
Inga Þöll Þórgnýsdóttir
Heiða Karlsdóttir fundarritari
Bæði aðal- og varamaður Samfylkingar boðuðu forföll.

1.          Vaxtarsamningur Eyjafjarðarsvæðis 2004-2007
2004060081
Lagt fram erindi dags. 12. mars 2007 frá Þorsteini Gunnarssyni f.h. stjórnar Vaxtarsamnings Eyjafjarðar þar sem óskað er eftir áliti samningsaðila um mögulegt framhald Vaxtarsamningsins.  Einnig lögð fram svohljóðandi bókun stjórnar Akureyrarstofu um málið dags. 29. mars 2007:  
Stjórn Akureyrarstofu er sammála bókun bæjarráðs frá 1. febrúar sl. um að mikilvægt sé að samningurinn verði framlengdur og lýsir yfir ánægju sinni með þau verkefni sem unnin hafa verið á vettvangi hans. Stjórnin telur æskilegt að aðkoma fyrirtækja og atvinnulífs að samningnum og stjórn hans verði meiri en nú er. Jafnframt telur stjórnin að skoða þurfi hvort breyta eigi núverandi skipulagi við framkvæmd samningsins og tengslum við annað starf að atvinnuþróun og öðrum samstarfsverkefnum á svæðinu.
Stjórnin felur Sigríði Stefánsdóttur markaðs- og kynningarstjóra að koma sjónarmiðum sem fram komu í umræðum á framfæri við bæjarráð og við stjórn Vaxtarsamnings Eyjafjarðar.

Sigríður Stefánsdóttir mætti á fund bæjarráðs undir þessum lið.
Bæjarráð tekur undir bókun stjórnar Akureyrarstofu og felur Sigríði Stefánsdóttur fulltrúa Akureyrarbæjar í stjórn Vaxtarsamnings Eyjafjarðar að vinna áfram að gerð nýs samnings og koma sjónarmiðum Akureyrarbæjar á framfæri.


2.          Strandgata 11 - athugasemdir við leyfisskyldar framkvæmdir
2007040001
Erindi dags. 26. mars 2007 frá Helgu Kristrúnu Þórðardóttur eiganda að íbúð 202 og Karli Jónssyni f.h. Leifs Sigurðssonar eiganda að íbúð 102 Strandgötu 11 þar sem gerðar eru athugasemdir við leyfisskyldar framkvæmdir og rekstur á jarðhæð hússins að Strandgötu 11 á Akureyri. Þess er krafist að bæjaryfirvöld sjái til þess að farið verði að lögum og reglum varðandi umræddan rekstur.
Bæjarlögmaður Inga Þöll Þórgnýsdóttir kynnti stöðu málsins.
Bæjarráð bendir á að að útgáfa veitingaleyfis er á ábyrgð Sýslumannsembættisins.
Varðandi athugasemdir við einstakar framkvæmdir þá eru þau mál í venjubundnu ferli hjá viðkomandi eftirlitsaðilum Akureyrarbæjar.3.          Viðtalstímar bæjarfulltrúa - fundargerðir fyrir bæjarráð
2007040081
Lögð fram fundargerð 7. fundar viðtalstíma bæjarfulltrúa dags. 23. apríl 2007, fundargerðin er í
4 liðum.
Bæjarráð vísar öllum liðum fundargerðarinnar til framkvæmdaráðs.


4.          Tækifæri hf. - aðalfundur 2007
2007040043
Erindi dagsett 12. apríl 2007 frá Tækifæri hf. þar sem boðað er til aðalfundar mánudaginn
30. apríl nk. að Strandgötu 3, 3. hæð og hefst hann kl. 15:00.
Bæjarráð felur fjármálastjóra Dan Jens Brynjarssyni að fara með umboð Akureyrarbæjar á aðalfundinum.


5.          Norðurskel ehf. - aðalfundur 2007
2007040044
Erindi dags. 11. apríl 2007 frá stjórn Norðurskeljar ehf. þar sem boðað er til aðalfundar fimmtudaginn 26. apríl nk. í Hrísey og hefst hann kl. 15:00.
Bæjarráð felur fjármálastjóra Dan Jens Brynjarssyni að fara með umboð Akureyrarbæjar á aðalfundinum.


6.          Minjasafnið á Akureyri - aðalfundur 2007
2007040041
Erindi dags. 11. apríl 2007 frá Guðrúnu Kristinsdóttur safnstjóra þar sem boðað er til aðalfundar Minjasafnsins á Akureyri, fimmtudaginn 26. apríl nk. kl. 20:00 í sal Zontaklúbbs Akureyrar að Aðalstræti 54.
Bæjarráð felur formanni stjórnar Akureyrarstofu Elínu M. Hallgrímsdóttur að fara með umboð Akureyrarbæjar á aðalfundinum.


7.          Málræktarsjóður - aðalfundur 2007
2007040074
Erindi dags. 20. apríl 2007 frá framkvæmdastjóra Málræktarsjóðs. Aðalfundur Málræktarsjóðs verður haldinn föstudaginn 1. júní nk. og á Akureyrarbær rétt á að tilnefna mann í fulltrúaráð.
Bæjarráð tilnefnir Erling Sigurðarson, kt. 290648-2179, sem fulltrúa Akureyrarbæjar og Þórgný Dýrfjörð, kt. 161267-5119, sem varamann.Fundi slitið.