Bæjarráð

3094. fundur 12. apríl 2007
Bæjarráð - Fundargerð
3094. fundur
12. apríl 2007   kl. 09:00 - 10:10
Bæjarstjórnarsalur á 4. hæð í Ráðhúsi


Nefndarmenn Starfsmenn
Hermann Jón Tómasson formaður
Elín Margrét Hallgrímsdóttir
Hjalti Jón Sveinsson
Baldvin Halldór Sigurðsson
Jóhannes Gunnar Bjarnason
Oddur Helgi Halldórsson áheyrnarfulltrúi
Karl Guðmundsson
Dan Jens Brynjarsson
Jón Bragi Gunnarsson
Heiða Karlsdóttir fundarritari
1.          Verkefnasjóður Háskólans á Akureyri 2007-2008
2007030214
Lagður fram tölvupóstur dags. 2. apríl 2007 frá Guðrúnu Rósu Þórsteinsdóttur f.h. Háskólans á Akureyri þar sem hún óskar eftir því að samningur um styrk Akureyrarbæjar til Verkefnasjóðs Háskólans á Akureyri verði endurnýjaður til næstu tveggja ára.
Bæjarráð samþykkir að endurnýja samninginn til tveggja ára. Styrkfjárhæð verði kr. 1.6 milljónir og greiðist af liðnum styrkveitingar bæjarráðs.


2.          Norðlenska matborðið ehf. - aðalfundur 2007
2007040017
Erindi dags. 4. apríl 2007 frá Árna Magnússyni f.h. Norðlenska ehf. þar sem tilkynnt er um aðalfund Norðlenska matborðsins ehf. sem haldinn verður 16. apríl nk. kl. 10:00 á veitingahúsinu Bautanum á Akureyri.
Bæjarráð felur bæjarstjóra að fara með umboð Akureyrarbæjar á aðalfundinum.


3.          Atvinnuþróunarfélag Eyjafjarðar - aðalfundur 2007
2007040018
Erindi dags. 10. apríl 2007 frá Atvinnuþróunarfélagi Eyjafjarðar bs. þar sem boðað er til aðalfundar þann 24. apríl nk. kl. 13:00 í Safnaðarheimilinu á Dalvík.
Bæjarráð felur bæjarstjóra að fara með umboð Akureyrarbæjar á aðalfundinum.


Þegar hér var komið mætti Elín Margrét Hallgrímsdóttir á fundinn kl. 09.07.

4.          Björgunarsveitin Jörundur, Hrísey - styrkbeiðni 2007
2007040008
Erindi dags. 2. apríl 2007 frá Þórarni Þórarinssyni f.h. Björgunarsveitarinnar Jörundar, Hrísey, þar sem sótt er um styrk til Akureyrarbæjar að upphæð kr. 1.000.000 til fjármögnunar kaupa á björgunarbáti til Hríseyjar.
Bæjarráð samþykkir styrk að upphæð kr. 300.000 til björgunarsveitarinnar. Styrkurinn færist af liðnum styrkveitingar bæjarráðs.


5.          Skíðamót Íslands - setning
2007040022
Erindi dags. í apríl 2007 frá undirbúningsnefnd Skíðamóts Íslands þar sem bæjarstjórn er boðið að vera við setningu mótsins sem fram fer í sal Brekkuskóla fimmtudaginn 12. apríl nk. og hefst kl. 20:00.
Lagt fram til kynningar.


6.          Undirkjörstjórnir við alþingiskosningarnar 12. maí 2007
2007030199
Lagður fram listi með nöfnum 30 aðalmanna og 30 varamanna í undirkjörstjórnir við alþingiskosningarnar 12. maí nk.
Bæjarráð samþykkir þær tilnefningar sem fram koma á listanum og vísar þeim til staðfestingar bæjarstjórnar.


7.          Alþingiskosningar 12. maí 2007
2007030199
Lagt fram erindi dags. 27. mars 2007 frá formanni kjörstjórnar Akureyrar vegna komandi alþingiskosninga þann 12. maí nk. Þar kemur fram tillaga kjörstjórnar um að kjörstaður verði í Oddeyrarskóla og að Akureyrarkaupstað verði skipt í 10 kjördeildir, níu á Akureyri og ein í Hrísey, að tveir kjörklefar verði í hverri kjördeild á Akureyri en einn í Hrísey.  Í Hrísey verði kjörstaður  í Grunnskólanum í Hrísey. Þá hefur kjörstjórnin á Akureyri ennfremur ákveðið að leggja til, að kjörfundur standi frá kl. 09:00 til kl. 22:00 á Akureyri, en frá kl. 10:00 til kl. 18:00 í Hrísey. Óskar kjörstjórn eftir því við bæjarráð að ofangreind tillaga verði samþykkt.
Bæjarráð samþykkir tillögu kjörstjórnar.


8.          Eyjafjarðará og óshólmasvæði árinnar - efnistaka
2007030248
Erindi dags. 26. mars 2007 frá Bjarna Kristjánssyni f.h. sveitarstjórnar Eyjafjarðarsveitar varðandi efnistöku úr Eyjafjarðará og óshólmasvæði árinnar. Sveitarstjórn Eyjafjarðarsveitar telur nauðsynlegt að láta fara fram faglega rannsókn á áhrifum efnistökunnar og óskar eftir samvinnu við bæjaryfirvöld á Akureyri um aðkomu þeirra að verkefninu bæði hvað varðar faglegan undirbúning og kostnaðarþátttöku.
Bæjarráð tekur jákvætt í erindið og felur bæjarstjóra að ræða við sveitarstjóra Eyjafjarðarsveitar um málið.


9.          Hljóðstig á Akureyri
2006070038
3. liður í fundargerð framkvæmdaráðs dags. 30. mars 2007:
Tekin fyrir drög að hljóðvistarreglum fyrir Akureyri.
Framkvæmdaráð samþykkir reglurnar.
Deildarstjóri framkvæmdadeildar Helgi Már Pálsson mætti á fund bæjarráðs undir þessum lið.
Bæjarráð vísar reglum um styrki vegna hljóðvistar til umræðu og afgreiðslu í bæjarstjórn.


10.          Aðkoma verktaka til jarðvegslosunar á golfvelli
2007030220
5. liður í fundargerð framkvæmdaráðs dags. 30. mars 2007:
Rætt um þær framkvæmdir sem Akureyrarbær þarf að fara í svo mögulegt sé að losa jarðveg á suðvesturhluta golfvallar. Ekki var gert ráð fyrir fjármagni í þessar framkvæmdir í uppbyggingarsamningi milli Akureyrarbæjar og GA.
Framkvæmdaráð samþykkir fyrirhugaða akstursleið inn á golfvallarsvæðið að sunnanverðu. Kostnaði við verkið er vísað til endurskoðunar fjárhagsáætlunar 2007.
Deildarstjóri framkvæmdadeildar sat fund bæjarráðs undir þessum lið.
Meirihluti bæjarráðs staðfestir samþykkt framkvæmdaráðs og vísar kostnaði kr. 3.100.000 til endurskoðunar fjárhagsáætlunar 2007.Fundi slitið.