Bæjarráð

3093. fundur 29. mars 2007
Bæjarráð - Fundargerð
3093. fundur
29. mars 2007   kl. 09:00 - 11:10
Bæjarstjórnarsalur á 4. hæð í Ráðhúsi


Nefndarmenn Starfsmenn
Hermann Jón Tómasson formaður
Elín Margrét Hallgrímsdóttir
Hjalti Jón Sveinsson
Baldvin Halldór Sigurðsson
Jóhannes Gunnar Bjarnason
Oddur Helgi Halldórsson áheyrnarfulltrúi
Sigrún Björk Jakobsdóttir
Karl Guðmundsson
Dan Jens Brynjarsson
Jón Bragi Gunnarsson
Heiða Karlsdóttir fundarritari
1.          Vínveitingaleyfi 2007 - kynning
2007030112
Bæjarlögmaður Inga Þöll Þórgnýsdóttir kynnti reglur sem gilda um vínveitingaleyfi, málsmeðferð við veitingu vínveitingaleyfa, samskipti við lögreglu vegna eftirlits með vínveitingaleyfishöfum og málsmeðferð ef vínveitingaleyfishafi er staðinn að broti á reglum.
Bæjarráð þakkar bæjarlögmanni kynninguna.


2.          Verslunarmannahelgin - 2007
2007030205
Skipun í vinnuhóp sem fjalla mun um fyrirkomulag hugsanlegra hátíðarhalda um verslunarmannahelgina 2007 og aðkomu Akureyrarbæjar að þeim.  Bæjarráð frestaði afgreiðslu þann 22. mars sl.
Bæjarráð skipar Margréti Kristínu Helgadóttur, Önnu Þóru Baldursdóttur og Baldvin H. Sigurðsson í vinnuhópinn.
Bæjarstjóra falið að setja vinnuhópnum erindisbréf og kalla saman til fyrsta fundar.


3.          Akureyrarvöllur - undirbúningur fyrir deiliskipulagsgerð
2007010204
Í bæjarstjórn þann 20. mars sl. kom fram  tillaga um að bæjarráð skipi 3ja manna vinnuhóp til að sjá um framhald verkefnisins og var hún samþykkt með 8 samhljóða atkvæðum.
Bæjarráð skipar Helenu Þ. Karlsdóttur, Fanneyju Hauksdóttur og Odd Helga Halldórsson í vinnuhópinn.
Bæjarstjóra falið að setja hópnum erindisbréf og kalla hann saman til fyrsta fundar.


4.          Byggðakvóti handa Hrísey - fiskveiðiárið 2007-2008
2007030222
Lagt fram bréf frá Sjávarútvegsráðuneytinu dags. 20. mars 2007 þar sem fram kemur auglýsing til sveitarstjórna um úthlutun byggðakvóta.
Sækja þarf til Sjávarútvegsráðuneytisins um byggðakvóta handa Hrísey fyrir árið 2007.
Bæjarráð felur bæjarstjóra að ganga frá umsókn um byggðakvóta fyrir Hrísey.


5.          Sinfóníuhljómsveit Norðurlands - samstarfssamningur 2007-2009
2007030225
Lagður fram samningur sem undirritaður var þann 22. mars sl. milli Akureyrarbæjar og Sinfóníuhljómsveitar Norðurlands um framlög til reksturs Sinfóníuhljómsveitar Norðurlands á árunum 2007-2009.
Bæjarráð staðfestir samninginn.


6.          Golfklúbbur Akureyrar - uppbyggingarsamningur
2007030220
4. liður í fundargerð íþróttaráðs dags. 22. mars 2007:
Fyrir fundinum lágu drög að uppbyggingarsamningi við Golfklúbb Akureyrar sem miðar að endurbótum á núverandi 18 holu velli sem og að byggja upp nýjan 9 holu æfingavöll og nýtt æfingasvæði.
Íþróttaráð samþykkir fyrir sitt leyti fyrirliggjandi uppbyggingarsamning við Golfklúbb Akureyrar og vísar honum til bæjarráðs.
Bæjarráð samþykkir samninginn.
       
Bæjarfulltrúi Jóhannes G. Bjarnasonar lagði fram eftirfarandi bókun:
   "Framsóknarflokkurinn fagnar þeirri uppbyggingu sem mun eiga sér stað á æfinga- og keppnissvæði Golfsklúbbs Akureyrar.  Það vekur hins vegar furðu að íþróttaráð bæjarins kom hvergi nærri samningsgerð né umfjöllun um innihald samningsins.  Vegna óska fulltrúa Framsóknarflokksins í íþróttaráði var samningurinn kynntur í ráðinu og undirritun frestað þar til kynningu var lokið.  Það vekur óneitanlega athygli að í stærstu málum á sviðum íþrótta í bænum er íþróttaráð ítrekað ekki haft með í ráðum og mál ekki tekin til umfjöllunar þar."

Bæjarfulltrúi Oddur Helgi Halldórsson lagði fram bókun svohljóðandi:
   "Ég fagna uppbyggingarsamningi við Golfklúbb Akureyrar, en finnst verklag við þessa samningsgerð ekki til fyrirmyndar og vona að málum verði háttað öðruvísi í framtíðinni."

Bæjarfulltrúi Baldvin H. Sigurðsson óskar eftirfarandi bókað:
   "Nauðsyn er að fagnefndir fjalli um meiriháttar samninga áður en þeir eru undirritaðir af embættismönnum bæjarins og áður en bæjarráð samþykkir slíka samninga."

7.          Starfsáætlanir fyrir 2007 - íþróttaráð
2006020111
3. liður í fundargerð íþróttaráðs dags. 22. mars 2007.
Íþróttaráð samþykkir fyrirliggjandi starfsáætlun fyrir starfsárin 2008-2010 og vísar henni til samþykktar í bæjarráði.
Bæjarráð samþykkir starfsáætlun íþróttaráðs með 3 atkvæðum gegn 1 og vísar henni til umræðu í bæjarstjórn.
       
Bæjarfulltrúi Jóhannes G. Bjarnason óskar bókað:
   "Inn í starfsáætlun íþróttaráðs vantar kafla um uppbyggingu ökugerðis og aksturssvæðis fyrir Bílaklúbb Akureyrar.
Framsóknarflokkurinn ítrekar þá afstöðu sína að Akureyrarvöllur verði byggður upp sem keppnisvöllur fyrir frjálsar íþróttir og knattspyrnu og félagssvæði íþróttafélaganna byggð upp.
Í starfsáætluninni er ekki gert ráð fyrir endurnýjun á gólfi Íþróttahallar né íþróttahúsi KA."

Bæjarfulltrúi Oddur Helgi Halldórsson óskar bókað:
   "Ég hef margt við starfsáætlun íþróttaráðs að athuga.  Bæði ýmislegt sem er þar inni og ég er ósammála, sem og annað sem er ekki þar inni.  Ég lýsi mig því andvígan þessari starfsáætlun."

8.          Norðurorka - endurfjármögnun
2007030233
Lagt fram erindi frá Sigurði J. Sigurðssyni f.h. Norðurorku hf. vegna endurfjármögnunar.
Bæjarráð samþykkir að bæjarsjóður taki lán að andvirði 750 milljón kr. hjá NIB og endurláni Norðurorku hf. til uppgreiðslu eldri lána.


9.          Ársreikningur Akureyrarbæjar fyrir árið 2006 - seinni umræða
2007030119
7. liður í fundargerð bæjarstjórnar dags. 20. mars 2007:
Fram kom tillaga um að vísa ársreikningnum til bæjarráðs og síðari umræðu í bæjarstjórn og var hún samþykkt með 11 samhljóða atkvæðum.
Bæjarráð vísar ársreikningnum til síðari umræðu og afgreiðslu bæjarstjórnar.


10.          Öldrunarheimili Akureyrar - matarbakkar - gjaldskrárbreytingar
2007010080
5. liður í fundargerð félagsmálaráðs dags. 12. mars 2007:
Félagsmálaráð samþykkir 20 kr. lækkun á verði útseldra matarbakka (í heimaþjónustu úr 610 kr. í 590 kr.).  Gjaldskrárlækkunin er vegna lækkunar virðisaukaskatts á matvælum 1. mars sl.
Lækkuninni er vísað til bæjarráðs.
Bæjarráð samþykkir nýja gjaldskrá fyrir útselda matarbakka.


11.          Skólamötuneyti - rekstur 2007
2007030018
8. liður í fundargerð skólanefndar dags. 19. mars 2007:
Fyrir fundinn var lögð tillaga um lækkun á verði skólamáltíða í leik- og grunnskólum Akureyrarbæjar til samræmis við virðisaukaskattslækkun á matvöru frá 1. mars sl. Þar kemur fram að verð á máltíðum í skólamötuneytum grunnskólanna verði kr. 229 fyrir annarkort, kr. 274 fyrir mánaðarkort og 309 kr. fyrir stakar máltíðir. Verð til starfsmanna verður kr. 200 pr. máltíð. Þá er lagt til að verð pr. mánuð í leikskólum verði kr. 1.232 fyrir morgunverð og sama verð fyrir sídegishressingu, kr. 2.466 fyrir hádegisverð og kr. 4.930 fyrir fullt fæði.
Skólanefnd samþykkir fyrirliggjandi tillögu og að hún taki gildi frá 1. mars sl.
Bæjarráð samþykkir lækkun gjaldskrár vegna skólamáltíða í leik- og grunnskólum.


Þegar hér var komið vék Elín Margrét Hallgrímsdóttir af fundi kl. 10.50.

12.          Kjarnalundur - leigusamningur
2007020037
2. liður í fundargerð félagsmálaráðs dags. 26. mars 2007:
Rætt var um þörf fyrir framlengingu leigusamnings um Kjarnalund.
Félagsmálaráð leggur til að samningurinn verði framlengdur um 3-4 ár.
Bæjarráð felur bæjarstjóra að ganga til samninga við eigendur Kjarnalundar um framlengingu samningsins.


13.          Gleráreyrar - Dalsbraut 1f - uppkaup
2005110008
Lagt fram afsal dags. 23. mars 2007 varðandi uppkaup á Dalsbraut 1f, Akureyri, fastanr. 222-1197.
Bæjarlögmaður Inga Þöll Þórgnýsdóttir sat fundinn undir þessum lið.
Bæjarráð samþykkir uppkaupin.


14.          Ferðastyrkir ferðajöfnunarsjóðs til íþróttafélaga
2007030246
Umræður um ferðastyrki til íþróttafélaga úr ferðajöfnunarsjóði  Menntamálaráðuneytisins.
Bæjarráð fagnar þeirri ákvörðun ríkisstjórnarinnar að koma á ferðajöfnunarsjóði fyrir íþróttafélög á landsbyggðinni.  Sjóðurinn mun efla íþróttastarf í hinum dreifðu byggðum og lækka verulega ferðakostnað fjölskyldna og íþróttafélaga.Fundi slitið.