Bæjarráð

3092. fundur 22. mars 2007
Bæjarráð - Fundargerð
3092. fundur
22. mars 2007   kl. 09:00 - 10:40
Bæjarstjórnarsalur á 4. hæð í Ráðhúsi


Nefndarmenn Starfsmenn
Hermann Jón Tómasson formaður
Elín Margrét Hallgrímsdóttir
Hjalti Jón Sveinsson
Baldvin Halldór Sigurðsson
Jóhannes Gunnar Bjarnason
Oddur Helgi Halldórsson áheyrnarfulltrúi
Sigrún Björk Jakobsdóttir
Karl Guðmundsson
Dan Jens Brynjarsson
Jón Bragi Gunnarsson
Heiða Karlsdóttir fundarritari
1.          112 opnar varðstofu á Akureyri
2007030204
Neyðarlínan 112 opnaði varðstofu með þremur neyðarvörðum á Akureyri  föstudaginn 16. mars sl.  112 hefur hingað til haft varastöð í húsnæði lögreglunnar á Akureyri, en nýja varðstofan verður í fullum rekstri samhliða varðstofunni í Björgunarmiðstöðinni Skógarhlíð í Reykjavík.
Lagt fram til kynningar.


2.          Brunabótafélag Íslands - kynning
2007030194
Bæjarstjóri sagði frá kynningarfundi um málefni Eignarhaldsfélagsins Brunabótafélags Íslands sem haldinn var með framkvæmdastjórum sveitarfélaga á dögunum.
Til kynningar.


3.          Verkefnasjóður Háskólans á Akureyri 2006-2007
2007030214
Lögð fram skýrsla dags. 19. mars 2007 frá stjórn Verkefnasjóðs Háskólans á Akureyri um úthlutanir styrkja úr Akureyrarsjóði árið 2006.
Lagt fram til kynningar.


4.          Listnámskennsla við Háskólann á Akureyri
2007030160
Erindi dags. 13. mars 2007 frá Sigurbjörgu Árnadóttur fyrir hönd hóps áhugafólks um listnámskennslu í Háskólanum á Akureyri þar sem farið er fram á það við bæjarstjórn Akureyrar að hún beiti sér fyrir því að listnám verði að veruleika við Háskólann á Akureyri.
Bæjarráð lýsir yfir fullum stuðningi við að við Háskólann á Akureyri verði boðið upp á listnám. Bæjarráð skorar á yfirvöld menntamála að taka jákvætt í þetta erindi frá HA og lýsir vilja bæjarráðsfulltrúa til að beita sér í málinu.


5.          Staðbundið loftslag og orkuáætlun á Norðurlöndum - ráðstefna 2007
2007020046
Lögð fram dagskrá ráðstefnu í Álasundi um umhverfismál dagana 6.- 8. júní nk.  Áður á dagskrá bæjarráðs 15. febrúar 2007.
Bæjarráð felur bæjarstjóra að undirbúa þátttöku Akureyrarbæjar í ráðstefnunni.


6.          Norðurslóðaáætlun ESB - verkefni um loftslagsbreytingar
2007030056
Erindi dags. 5. mars 2007 frá Rannsókna- og þróunarmiðstöð Háskólans á Akureyri þar sem kynnt er undirbúningsverkefni fyrir svokallað NPP - verkefni sem mun fjalla um áhrif loftslagsbreytinga á samfélög á jaðarsvæðum Norður Evrópu og kannað hvort Akureyrarbær kunni að hafa áhuga á að taka þátt í verkefninu eða veita því fjárhagslegan stuðning. Verkefnið ber vinnuheitið CLIM-ATIC og er fjármagnað af Norðurslóðaáætlun ESB (European Commission's Northern Periphery Programme).
Bæjarráð vísar til þess að að Verkefnasjóður Háskólans á Akureyri sem styrktur er af Akureyrarbæ hefur 1,5 mkr. til ráðstöfunar á ári. Sjóðnum er ætlað að styrkja verkefni sem þetta.


7.          Verslunarmannahelgin - 2007
2007030205
Skipun í vinnuhóp sem hefur umsjón með aðkomu Akureyrarbæjar að hátíðarhöldum um verslunarmannahelgina 2007.
Bæjarráð frestar afgreiðslu.


8.          Sunnuhvoll - erfðafestuland boðið til kaups
2007030156
Erindi dags. 13. mars 2007 frá Jóhannesi Gísla Pálmasyni og Helgu Jónsdóttur þar sem þau bjóða Akureyrarbæ að kaupa húseignina Sunnuhvol sem stendur á erfðafestulandi (0,3 he).
Bæjarráð hafnar forkaupsrétti.


9.          Syðsta-Samtún - Mið-Samtún - Blómsturvellir - samningur um lóðir og götur
2007030181
Erindi dags. 12. mars 2007 frá sveitarstjóra Hörgárbyggðar þar sem óskað er eftir að gerður verið samningur milli Hörgárbyggðar, sem er eigandi landspildu úr landi Syðsta-Samtúns og jarðarinnar Mið-Samtúns og Akureyrarkaupstaðar, sem er eigandi jarðarinnar Blómsturvalla um lóðir og götur á syðsta hluta athafna-, verslunar- og þjónustusvæðis sem þar er.
Bæjarráð felur bæjarstjóra að ræða við sveitarstjóra Hörgárbyggðar um málið.


10.          Starfsáætlun umhverfisnefndar 2007-2010
2006100056
2. liður í fundargerð umhverfisnefndar dags. 15. mars 2007:
Umhverfisnefnd samþykkir starfsáætlunina og vísar henni til bæjarráðs til samþykktar.
Bæjarráð samþykkir starfsáætlun umhverfisnefndar og vísar henni til umræðu í bæjarstjórn.


11.          Sorpmál - framtíðarskipan
2007030127
Bæjarráð hefur samþykkt úrsögn úr Sorpeyðingu Eyjafjarðar bs. Hlutverk Sorpeyðingar hefur verið að sjá um förgun úrgangs fyrir sveitarfélögin á Eyjafjarðarsvæðinu. Akureyrarbær stefnir að því að stofna félag um förgun úrgangs sem taka mun við því hlutverki sem byggðasamlagið hefur gegnt fyrir bæinn til þessa. Öðrum sveitarfélögum á Eyjafjarðarsvæðinu verður boðin aðild að því félagi.
Meirihluti bæjarráðs samþykkir að vinna áfram innan vébanda Sorpeyðingar Eyjafjarðar bs. þar til stofnað hefur verið nýtt félag sem taki við hlutverki þess. Stefnt er að því að það taki til starfa eigi síðar en 1. júlí næstkomandi.Fundi slitið.