Bæjarráð

3090. fundur 08. mars 2007
Bæjarráð - Fundargerð
3090. fundur
8. mars 2007   kl. 09:00 - 11:20
Bæjarstjórnarsalur á 4. hæð í Ráðhúsi


Nefndarmenn Starfsmenn
Hermann Jón Tómasson formaður
Elín Margrét Hallgrímsdóttir
Hjalti Jón Sveinsson
Baldvin Halldór Sigurðsson
Jóhannes Gunnar Bjarnason
Oddur Helgi Halldórsson áheyrnarfulltrúi
Sigrún Björk Jakobsdóttir
Karl Guðmundsson
Dan Jens Brynjarsson
Jón Bragi Gunnarsson
Heiða Karlsdóttir fundarritari
1.          Hjálpræðisherinn á Akureyri - húsnæði fyrir nytjamarkað
2007030034
Erindi dags. 26. febrúar 2007 frá Hjálpræðishernum á Akureyri þar sem óskað er eftir aðstoð bæjarstjórnar Akureyrar við að útvega húsnæði fyrir nytjamarkað.
Bæjarráð tekur jákvætt í erindið og vísar því til umhverfisnefndar.


2.          Grunnskólakennarar á Akureyri - kjaramál
2007030038
Erindi dags. 15. febrúar 2007 frá 33 kennurum í Brekkuskóla á Akureyri þar sem þeir hvetja bæjarstjórn Akureyrar, eftir ummæli forsætisráðherra á Alþingi 14. febrúar sl., að semja um launaleiðréttingar við grunnskólakennara í bænum.
Meirihluti bæjarráðs lýsir yfir áhyggjum sínum af stöðu mála i viðræðum Félags grunnskólakennara og Launanefndar sveitarfélaga um endurskoðunarákvæði gildandi kjarasamnings. Samningsumboð bæjarins er í höndum Launanefndar sveitarfélaga og bæjarráð treystir því að nefndin geri það sem í hennar valdi stendur til að ná niðurstöðu í þessu máli sem báðir aðilar geti sætt sig við.


3.          Starfsáætlanir bæjarstjórnar og fastanefnda 2007-2010
2006090087
1. liður í fundargerð skipulagsnefndar dags. 28. febrúar 2007:
Skipulagsnefnd leggur til við bæjarráð að starfsáætlun 2006-2010 verði samþykkt.
Meirihluti bæjarráðs samþykkir starfsáætlun skipulagsnefndar.  
Umræður um starfsáætlunina fóru fram í bæjarstjórn 6. mars sl.


4.          Framkvæmdaráð - starfsáætlun 2007-2010
2007010250
5. liður í fundargerð framkvæmdaráðs dags. 2. mars 2007:
Framkvæmdaráð samþykkir starfsáætlunina og vísar henni til bæjarráðs.
Bæjarráð samþykkir starfsáætlun framkvæmdaráðs og vísar henni til umræðu í bæjarstjórn.


5.          Hrísey - fasteignaskattar o.fl.
2007020137
Erindi dags. 24. febrúar 2007 frá Birgi Rafni Sigurjónssyni f.h. íbúa Hríseyjar varðandi hækkun á fasteignasköttum og fleira.
Lagt fram svarbréf bæjarstjóra við erindinu.


6.          Akureyrarvöllur - tillögur vinnuhóps
2007010204
Lagðar fram tillögur vinnuhóps um framtíðarskipulag Akureyrarvallar dags. 1. mars 2007.
Bæjarráð frestar afgreiðslu.
       
Bæjarfulltrúi Jóhannes G. Bjarnason óskar eftirfarandi bókað:
   "Að gefnu tilefni vill Framsóknarflokkurinn ítreka áður framkomna afstöðu varðandi Akureyrarvöll:  Með hagsmuni íþróttafélaganna og iðkenda þeirra í huga er það augljóslega besti kosturinn að byggja upp keppnisaðstöðu fyrir frjálsar íþróttir og knattspyrnu á Akureyrarvelli og endurbyggja æfingasvæði KA og Þórs í hverfunum."

7.          Norðurskel ehf. - sala á hlutafé
2007030052
Erindi dags. 28. febrúar 2007 frá GK endurskoðun ehf. varðandi sölu á hlutafé í Norðurskel ehf.
Bæjarráð samþykkir að nýta ekki forkaupsrétt Akureyrarbæjar.


8.          Átak Heilsurækt ehf.- áfengisveitingaleyfi 2007
2007010226
4. liður í fundargerð samfélags- og mannréttindaráðs dags. 26. febrúar 2007:
Tekin fyrir að nýju umsókn dags. 26. janúar 2007 þar sem Guðrún Gísladóttir, kt. 210672-5679, f.h. Átaks Heilsuræktar ehf. kt. 600603-3020, sækir um nýtt áfengisveitingaleyfi fyrir Átak Heilsurækt ehf., Strandgötu 14, 600 Akureyri.
Samfélags- og mannréttindaráð lýsir þeirri skoðun sinni að starfsemi líkamsræktarstöðvar og áfengisveitingastaðar fari ekki saman og beinir þeim tilmælum til Átaks að það falli frá hugmyndum sínum um áfengisveitingastað. Líkamsræktarstöðvar  eiga að vera ímynd heilsueflingar í víðum skilningi og leita m.a. markaðar hjá ungu fólki. Með áfengisveitingastað er þeirri ímynd raskað og skapað fordæmi ekki síst í ljósi þess að unglingar allt niður í 14 ára aldur geta sótt staðina.

Skv. 2. tl., 1. mgr. 55. gr. bæjarmálasamþykktar hefur bæjarlögmaður fullnaðarákvörðunarvald um veitingu vínveitingaleyfis.  Með vísan til 3. mgr. 55. gr. bæjarmálasamþykktar vísar bæjarlögmaður ákvörðun varðandi beiðni Átaks Heilsurækt ehf. um vínveitingaleyfi til bæjarráðs til fullnaðarafgreiðslu.

Bæjarráð samþykkir að veita Átaki Heilsurækt ehf. leyfi til sölu létts víns og áfengs öls með 4 atkvæðum gegn 1.
       
Bæjarfulltrúi Elín Margrét Hallgrímsdóttir óskar eftirfarandi bókað:
   "Heilsuræktarstöðvar eru ímyndir heilbrigðis og hollustu sem fólk á öllum aldri sækir þjálfun og leiðsögn varðandi heilbrigðan lífsstíl.  Áfengi er vímuefni sem ekki fellur þar undir.  Markmið forvarnastefnu Akureyrarbæjar er m.a. að vinna að heilbrigðum lífsháttum og jákvæðri lífssýn og að styrkja börn og ungmenni til þess að velja heilbrigt líf án vímugjafa.  Ég lýsi mig því andvíga þessari leyfisveitingu."

Bæjarfulltrúi Oddur Helgi Halldórsson óskar bókað að hann er samþykkur afgreiðslu bæjarráðs.


9.          Samgönguáætlun - fyrirspurn frá Vinstrihreyfingunni grænu framboði
2007020070
Erindi dags. 5. mars 2007 frá Balvini H. Sigurðssyni f.h. Vinstrihreyfingarinnar græns framboðs þar sem óskað er upplýsinga um aðkomu Akureyrarbæjar að undirbúningi samgönguáætlunar 2007-2010.
Bæjarstjóri lagði fram afrit af erindi sem fulltrúar Akureyrarbæjar fóru með á fund fjárlaganefndar vegna fjárlagagerðar fyrir árið 2007.
Bæjarráð felur bæjarstjóra að ítrekar áherslur Akureyrarbæjar varðandi nauðsynlegar fjárveitingar til þjóðvega á Akureyri.


10.          Skátafélagið Klakkur - samningar
2003090039
Samningaviðræður hafa staðið yfir við Skátafélagið Klakk varðandi framtíðaruppbyggingu á Hömrum á útilífs- og þjónustumiðstöð.
Nauðsynlegt er að fara í þarfagreiningu  vegna þessa verkefnis og að í þann hóp verði skipaðir tveir fulltrúar af bæjarráði og tveir frá Skátafélaginu Klakki.  Bæjarritari skal starfa með hópnum og getur hópurinn kallað til sín aðra  starfsmenn Akureyrarbæjar eftir þörfum.  
Hópurinn skal skila tillögu til bæjarstjóra fyrir 5. apríl nk.
Bæjarráð skipar Kristján Þór Júlíusson og Jóhannes G. Bjarnason fulltrúa bæjarráðs í vinnuhópinn.Fundi slitið.