Bæjarráð

3089. fundur 01. mars 2007
Bæjarráð - Fundargerð
3089. fundur
1. mars 2007   kl. 09:00 - 10:45
Bæjarstjórnarsalur á 4. hæð í Ráðhúsi


Nefndarmenn Starfsmenn
Hermann Jón Tómasson formaður
Elín Margrét Hallgrímsdóttir
Hjalti Jón Sveinsson
Baldvin Halldór Sigurðsson
Jóhannes Gunnar Bjarnason
Oddur Helgi Halldórsson áheyrnarfulltrúi
Sigrún Björk Jakobsdóttir
Dan Jens Brynjarsson
Karl Guðmundsson
Heiða Karlsdóttir fundarritari
1.          Norðurorka hf. - aðalfundur 2007
2007020117
Tölvupóstur dags 26. febrúar 2007 frá Norðurorku hf. þar sem boðað er til aðalfundar þann
15. mars 2007 kl. 16:00 í fundarsal Norðurorku hf. að Rangárvöllum, Akureyri.

Bæjarráð felur bæjarstjóra að fara með umboð Akureyrarbæjar á aðalfundinum.


2.          Þriggja ára áætlun 2008-2010
2007010044
Unnið að gerð þriggja ára áætlunar 2008-2010 sem bæjarstjórn 20. febrúar sl. vísaði til bæjarráðs og síðari umræðu í bæjarstjórn.

Bæjarráð vísar áætluninni til síðari umræðu og afgreiðslu bæjarstjórnar.


3.          Álver á Bakka
2007020125
Kristján Halldórsson verkefnastjóri Alcoa á Norðurlandi mætti á fundinn og kynnti stöðu verkefnisins.

Bæjarráð þakkar Kristjáni Halldórssyni kynninguna.


4.          Íþróttavellir - uppbygging
2007030001
Rædd staða í viðræðum við íþróttafélögin að ósk bæjarfulltrúa Jóhannesar Gunnars Bjarnasonar.
Ólafur Jónsson formaður íþróttaráðs og Kristinn H. Svanbergsson deildarstjóri íþróttadeildar mættu á fundinn undir þessum lið og upplýstu um stöðu mála.Fundi slitið.