Bæjarráð

3088. fundur 22. febrúar 2007
Bæjarráð - Fundargerð
3088. fundur
22. febrúar 2007   kl. 09:00 - 10:10
Bæjarstjórnarsalur á 4. hæð í Ráðhúsi


Nefndarmenn Starfsmenn
Hermann Jón Tómasson formaður
Elín Margrét Hallgrímsdóttir
Hjalti Jón Sveinsson
Baldvin Halldór Sigurðsson
Jóhannes Gunnar Bjarnason
Oddur Helgi Halldórsson áheyrnarfulltrúi
Sigrún Björk Jakobsdóttir
Karl Guðmundsson
Jón Bragi Gunnarsson
Heiða Karlsdóttir fundarritari
1.          Flóðin - 2006
2007010125
Deildarstjóri framkvæmdadeildar Helgi Már Pálsson og bæjarlögmaður Inga Þöll Þórgnýsdóttir mættu á fundinn undir þessum lið og skýrðu frá meðal annars hvaða afleiðingar leysingaflóðin í desember sl. höfðu.

Bæjarráð þakkar deildarstjóra framkvæmdadeildar og bæjarlögmanni greinargóða samantekt um málið.
Í ljósi framlagðra upplýsinga lítur meiri hluti bæjarráðs svo á að Akureyrarkaupstaður sé ekki bótaskyldur í þessu máli.
       
Baldvin H. Sigurðsson óskar bókað að hann sat hjá við afgreiðslu.

2.          Vinabæjarmót - Nordisk kontaktmandsmøde i Randers - 2007
2007020075
Erindi dags. 9. febrúar 2007 frá borgarstjóranum í Randers þar sem tveimur fulltrúum Akureyrarkaupstaðar er boðið á tenglamót (Kontaktmandsmøde) í Randers dagana 10.- 13. júní 2007.

Bæjarráð samþykkir að bæjarstjóri verði fulltrúi Akureyrarkaupstaðar á tenglamótinu í Randers.


3.          Söngkeppni framhaldsskólanema - styrkbeiðni 2007
2007020081
Erindi dags. 20. febrúar 2007 frá formanni Skólafélagsins Hugins f.h. nemendafélags MA og VMA þar sem óskað er eftir því að Akureyrarbær leggi til húsnæði án endurgjalds vegna söngkeppni framhaldsskólanema sem fyrirhugað er að halda í Íþróttahöllinni á Akureyri 14. apríl nk.

Bæjarráð samþykkir að styrkja söngkeppnina með því að leggja til húsnæði Íþróttahallarinnar án endurgjalds.


4.          Leikfélag Akureyrar - endurnýjun samnings
2006100058
12. liður í fundargerð stjórnar Akureyrarstofu dags. 8. febrúar 2007:
Lögð fyrir drög að endurnýjuðum samningi milli Akureyrarbæjar og Leikfélags Akureyrar.  Samningurinn felur í sér framlög til rekstrar leikhússins upp á 100 m.kr. á yfirstandandi ári, 102 m.kr. á því næsta og 105 m.kr. á árinu 2009. Verði félagið rekið án halla hvert leikár bætast við 5 m.kr. ár hvert sem eru árangurstengdar með þessum hætti. Samningurinn við Leikfélagið er reistur á grunni samkomulags Akureyrarbæjar og ríkisins um samstarf í menningarmálum á árunum 2007-2009.
Stjórn Akureyrarstofu samþykkir fyrirliggjandi drög fyrir sitt leyti og fagnar þeim góða árangri sem Leikfélagið hefur náð á síðustu misserum.

Bæjarráð samþykkir samninginn.


5.          Hlíðarskóli - húsnæðismál
2007020067
6. liður í fundargerð skólanefndar dags. 19. febrúar 2007:
Erindi dagsett 7. febrúar 2007 frá Bryndísi Valgarðsdóttur skólastjóra Hlíðarskóla, f.h. starfsmanna, þar sem hún óskar eftir því að skoðað verði hvort nýta megi það húsnæði í Skjaldarvík sem áður hýsti dvalarheimili aldraðra, undir starfsemi drengjadeildar skólans, sem nú er í Varpholti.
Skólanefnd samþykkir að beina því til bæjarráðs að skoða þessa ósk í samhengi við önnur not fyrir húsnæðið.

Bæjarráð felur bæjarstjóra að taka saman upplýsingar um þá kosti sem til greina koma varðandi framtíð hússins og leggja fyrir ráðið.


6.          SVA - útboð á strætisvagni
2007010156
1. liður í fundargerð framkvæmdaráðs dags. 16. febrúar 2007:
Deildarstjóri framkvæmdadeildar kynnti tilboð sem bárust í nýjan strætisvagn fyrir SVA.
Framkvæmdaráð samþykkir  fyrirliggjandi tillögu forstöðumanns SVA og vísar málinu til bæjarráðs.

Bæjarráð samþykkir tillöguna og vísar kostnaði umfram fjárhagsáætlun 2007 að upphæð kr. 3.830.000 til endurskoðunar fjárhagsáætlunar.


7.          Hafnasamlag Eyjafjarðar - sameining hafnanna við Eyjafjörð
2006010108
Erindi dags. 15. febrúar 2007 frá Svanfríði Jónasdóttur f.h. stjórnar Hafnasamlags Eyjafjarðar varðandi bókun fundar stjórnar félagsins 13. febrúar sl.  Þar kemur meðal annars fram að stjórn Hafnasamlags Eyjafjarðar fer fram á það við eigendur sína að samkomulag verði gert um að Hríseyjarhöfn færist yfir til Hafnasamlags Norðurlands frá síðustu áramótum og að sveitarfélögin kjósi hvert um sig tvo fulltrúa í skilanefnd.

Bæjarráð samþykkir að unnið verði að gerð samkomulags um að Hríseyjarhöfn færist yfir til Hafnasamlags Norðurlands. Bæjarráð skipar bæjarstjóra og hafnarstjóra sem fulltrúa Akureyrarkaupstaðar í skilanefnd.


Fundi slitið.