Bæjarráð

3087. fundur 15. febrúar 2007
Bæjarráð - Fundargerð
3087. fundur
15. febrúar 2007   kl. 09:00 - 11:12
Bæjarstjórnarsalur á 4. hæð í Ráðhúsi


Nefndarmenn Starfsmenn
Elín Margrét Hallgrímsdóttir varaformaður
Hjalti Jón Sveinsson
Sigrún Stefánsdóttir
Baldvin Halldór Sigurðsson
Jóhannes Gunnar Bjarnason
Oddur Helgi Halldórsson áheyrnarfulltrúi
Sigrún Björk Jakobsdóttir
Karl Guðmundsson
Jón Bragi Gunnarsson
Inga Þöll Þórgnýsdóttir
Heiða Karlsdóttir fundarritari
1.          Löggæslumál á Akureyri
2007020055
Sýslumaðurinn á Akureyri Björn Jósef Arnviðarson og Daniel Guðjónsson yfirlögregluþjónn mættu á fundinn undir þessum lið og ræddu löggæslumál á Akureyri.

Bæjarráð þakkar sýslumanni og yfirlögregluþjóni fyrir framkomnar upplýsingar og þær umræður sem áttu sér stað á fundinum. Bæjarráð leggur áherslu á gott samstarf bæjaryfirvalda og lögreglu.  Brýnt er  að löggæslan verði efld og hún gerð sýnilegri. Bæjarráð óskar eftir áframhaldandi góðu samstarfi við Sýslumannsembættið og Lögregluna á Akureyri um þróun löggæslumála í bænum.  2.          Lífeyrissjóður Norðurlands - ársfundur 2007
2007020049
Erindi dags. 8. febrúar 2007 frá Lífeyrissjóði Norðurlands þar sem boðað er til ársfundar sjóðsins föstudaginn 9. mars nk. í Hótel Reynihlíð í Mývatnssveit kl. 15:00.

Bæjarráð felur bæjarstjóra að fara með umboð Akureyrarbæjar á ársfundinum.3.          Námsferðir til Noregs og Brussel - 2007
2007020016
Erindi dags. 2. febrúar 2007 frá Sambandi íslenskra sveitarfélaga þar sem kynntar eru tvær námsferðir fyrir sveitarstjórnarmenn sem sambandið hyggst standa fyrir á árinu.

Lagt fram til kynningar.4.          Samband íslenskra sveitarfélaga - 21. landsþing
2007020053
Erindi dags. 8. febrúar 2007 frá Sambandi íslenskra sveitarfélaga þar sem boðað er til 21. landsþings sambandsins í Rúgbrauðsgerðinni, Borgartúni 6 í Reykjavík föstudaginn 23. mars nk.

Lagt fram til kynningar.5.          Staðbundið loftslag og orkuáætlun á Norðurlöndum - ráðstefna 2007
2007020046
Bréf dags. 12. febrúar 2007 frá Arve Tønning borgarstjóra í Álasundi þar sem hann býður fulltrúa vinabæja velkomna á ráðstefnu um umhverfismál dagana 6.- 8. júní nk. í Álasundi í Noregi.

Lagt fram til kynningar.6.          Leikskólinn Sunnuból - endurskoðun á leigutíma
2007010104
5. liður í fundargerð skólanefndar dags. 29. janúar 2007:
Erindi dags. 8. janúar 2007 frá Erni Arnari Óskarssyni fh. Njarðarness ehf. þar sem óskað er eftir endurskoðum á leigutíma á fasteigninni Móasíðu 1, þar sem Akureyrarbær starfrækir leikskólann Sunnuból.
Skólanefnd samþykkir erindið fyrir sitt leyti.

Bæjarráð staðfestir samþykkt skólanefndar.7.          Yfirvinna - fyrirspurn
2007020050
1. liður í fundargerð viðtalstíma bæjarfulltrúa dags. 12. febrúar 2007:
" Í viðtalstímum bæjarfulltrúa var lögð fram skrifleg fyrirspurn dags. 12. febrúar 2007 frá Gesti Einarssyni, kt. 010877-4749, vegna fastrar yfirvinnu, svohljóðandi:
Er það ný stefna hjá Akureyrarbæ að borga fasta yfirvinnu eins og gert er varðandi laun bæjarstjóra skv. fréttum?
Bærinn hefur verið að segja upp samningum um greiðslu fastrar yfirvinnu sem tíðkast hefur árum saman hjá starfsmönnum bæjarins.  Þess vegna er það sérstakt að bæjarstjórinn á Akureyri sé með 55 yfirvinnutíma fast á mánuði skv. fréttum.  Er þetta rétt?  og ef svo er hvers vegna gildir þá annað fyrir bæjarstjórann en almenna starfsmenn hjá Akureyrarbæ?"
Vísað til bæjarráðs.

Lögð fram greinargerð svohljóðandi:
"Laun bæjarstjóra eru ákvörðuð af bæjarráði.
Laun núverandi bæjarstjóra taka mið af þeirri venju sem hefur skapast undanfarna áratugi hjá Akureyrarbæ og sambærilegum sveitarfélögum þar sem launum bæjarstjóra hefur m.a. verið skipt upp í dagvinnu og yfirvinnu.
Í fyrra erindisbréfi til vinnuhóps um yfirvinnu hjá Akureyrarbæ árið 2004, var markmið vinnuhópsins m.a. að útrýma fastri yfirvinnu sem ekki væri greiðsla fyrir eiginlegt vinnuframlag. Í seinna erindisbréfi til vinnuhópsins um innleiðingu nýs fyrirkomulags á yfirvinnu árið 2005, komu fram þau leiðarljós sem vinnuhópurinn skyldi hafa í heiðri í kjaramálum starfsmanna. Þau voru að kjaramál skyldu vera gegnsæ, réttlát og sanngjörn, heimildir stjórnenda skyldu vera skýrar, eftirlit yrði gert auðvelt og að greitt yrði fyrir raunverulegt vinnuframlag.
Eðli málsins samkvæmt notar bæjarstjóri ekki stimpilklukku. Störf bæjarstjóra og fyrirsvar f.h. bæjarins nær út fyrir venjulegan dagvinnutíma og vinnuviku og bæjarstjóri verður ávallt að vera til taks þegar skyldan kallar, enda er bæjarstjóri fulltrúi bæjarins og í hlutverki bæjarstjóra hvar sem er, hvenær sem er.
Ætla má að ef notast yrði við raunverulegt vinnuframlag samkvæmt stimpilklukku, gætu þeir yfirvinnutímar orðið mun fleiri en ákvarðað var í ráðningarsamningi. Því þótti rétt að ákvarða hæfilegt magn yfirvinnutíma, sem jafnframt eru hugsaðir sem greiðslur fyrir það álag og þann óreglulega vinnutíma, sem fylgir starfinu. Ekki er greitt sérstaklega fyrir störf unnin umfram það sem getið er í ráðningarsamningi."
Bæjarráð samþykkir framangreinda greinargerð með 3 atkvæðum gegn 2.8.          Starfsáætlanir  2007
2006020111
1. liður í fundargerð skólanefndar dags. 5. febrúar 2007:
Fyrir fundinn var lögð tillaga að starfsáætlun skólanefndar fyrir árin 2007-2010.  
Skólanefnd samþykkir tillöguna fyrir sitt leyti og vísar málinu til bæjarráðs.

Bæjarráð samþykkir starfsáætlun skólanefndar og vísar henni til umræðu í bæjarstjórn.9.          Þriggja ára áætlun 2008-2010
2007010044
Unnið að gerð þriggja ára áætlunar 2008-2010.

Bæjarráð vísar áætluninni til fyrri umræðu í bæjarstjórn.10.          Hafnarstræti 97
2007020051
3. liður í fundargerð viðtalstíma bæjarfulltrúa dags. 12. febrúar 2007:
Steingrímur Birgisson, kt. 131264-4539, Björk Þorsteinsdóttir, kt. 290667-5429 og Vilborg Jóhannsdóttir, kt. 100559-7819, mættu í viðtalstíma bæjarfulltrúa f.h. Húsfélagsins að Hafnarstræti 97 vegna eignarhluta Akureyrarbæjar í Hafnarstræti 97.  Lögðu þau fram greinargerð dags. 12. febrúar 2007, þar sem stjórn húsfélagsins fer fram á upptöku og endurskoðun á ákvæðum vegna kaup- og verksamnings nr. 94123 ásamt tilheyrandi ákvæðum í yfirlýsingum fylgjandi samningi sem gerður var vegna sölu á hluta af Hafnarstræti 97 til Akureyrarbæjar árið 1994.

Bæjarráð felur fjármálastjóra og bæjarlögmanni að ræða við fulltrúa húsfélagsins.Fundi slitið.