Bæjarráð

3086. fundur 08. febrúar 2007
Bæjarráð - Fundargerð
3086. fundur
8. febrúar 2007   kl. 09:00 - 10:55
Bæjarstjórnarsalur á 4. hæð í Ráðhúsi


Nefndarmenn Starfsmenn
Hermann Jón Tómasson formaður
Elín Margrét Hallgrímsdóttir
Hjalti Jón Sveinsson
Baldvin Halldór Sigurðsson
Jóhannes Gunnar Bjarnason
Anna Halla Emilsdóttir áheyrnarfulltrúi
Sigrún Björk Jakobsdóttir
Karl Guðmundsson
Dan Jens Brynjarsson
Jón Bragi Gunnarsson
Heiða Karlsdóttir fundarritari




1.          Starfsáætlanir fyrir 2007
2006020111

1. liður í fundargerð félagsmálaráðs dags. 29. janúar 2007:
Lögð fram drög að starfsáætlun félagsmálaráðs fyrir árið 2007.
Félagsmálaráð samþykkir starfsáætlunina fyrir sitt leyti og vísar henni til bæjarráðs.
Bæjarráð samþykkir starfsáætlun félagsmálaráðs og vísar henni til umræðu í bæjarstjórn.


2.          Tækifæri hf. - forkaupsréttur á hlutafé 2007
2007020002
Erindi dags. 31. janúar 2007 frá sjóðsstjóra Tækifæris hf. þar sem hluthöfum er boðið að neyta forkaupsréttar og kaupa hlutafé í félaginu.
Bæjarráð fellur frá forkaupsrétti Akureyrarkaupstaðar á hlutafé í Tækifæri hf.


3.          Akureyrarkirkja - fasteignagjöld
2007010243
Tekið fyrir að nýju, bæjarráð frestaði afgreiðslu þann 1. febrúar sl.
Bæjarráð getur ekki orðið við beiðni um niðurfellingu fasteignagjalda, en meirihluti bæjarráðs samþykkir styrk að upphæð samtals kr. 2.500.000 til Akureyrarkirkju og Glerárkirkju og skiptist upphæðin jafnt á milli þeirra.  Ein milljón af styrkveitingunni er tekin af styrkveitingum bæjarráðs.


Baldvin H. Sigurðsson bæjarfulltrúi Vinstrihreyfingarinnar græns framboðs óskar eftirfarandi bókunar:
   "Ég tel að viðbótarfjárframlag bæjarráðs nú sé ekki nægilegt til að laga erfiða fjárhagsstöðu Akureyrarkirkju."



4.          Norðurvegur ehf.
2007010249
Rædd staða mála.  Bent er á heimasíðuna www.nordurvegur.is
Bæjarráð Akureyrar fagnar hugmyndum sem kynntar voru í vikunni um Norðurveg. Framkvæmdin sem slík styttir vegalengdir milli tveggja stærstu og fjölmennustu svæða landsins frá 50 - 150 km. eftir því við hvaða staði er miðað. Þessi stytting á leiðinni þýðir mun minni olíueyðslu, minni mengun og þar með minna útstreymi gróðurhúsalofttegunda.
Þar sem Kjalvegur er hugsaður sem verkefni í einkaframkvæmd mun það ekki hafa áhrif á röð annarra brýnna framkvæmda í samgöngumálum. Ef af verður er áríðandi að endurbygging á veginum um Kjöl verði framkvæmd með þeim hætti að raski verði haldið í algjöru lágmarki og að við hönnun vegarins verði umhverfisvernd höfð að leiðarljósi.


5.          Launanefnd sveitarfélaga - viðræður við KÍ
2007020018
Rædd staðan í viðræðum LN og grunnskólakennara um framkvæmd forsenduákvæða kjarasamninga.  Halla Margrét Tryggvadóttir starfsmannastjóri sat fundinn undir þessum lið.
Bæjarráð lýsir áhyggjum sínum yfir þeirri stöðu sem uppi er í viðræðum LN og samninganefndar grunnskólakennara og hvetur samningsaðila til að leita allra leiða út úr þessari pattstöðu sem nú er í viðræðunum.


6.          Hlíðarfjall - öryggismál
2007020019
Rædd staða öryggismála í Hlíðarfjalli.
Í ljósi atburða og óhappa í síðastliðnum mánuði í Hlíðarfjalli og skíðasvæði Reykvíkinga  beinir bæjarráð því til íþróttaráðs að það taki til umræðu og skoðunar öryggismál í Hlíðarfjalli og  viðbragðs- og neyðaráætlanir á skíðasvæðinu í samvinnu við starfsmenn svæðisins.


7.          Súlur björgunarsveit - húsnæðismál 2006
2006110001
Lögð fram drög að samningi við Björgunarsveitina Súlur um árlegan styrk til starfsemi sveitarinnar.
Meirihluti bæjarráðs samþykkir drög að samningi við Björgunarsveitina Súlur.

Jóhannes G. Bjarnason og Baldvin H. Sigurðsson óska bókað að þeir sátu hjá við afgreiðslu.



8.          Þriggja ára áætlun 2008-2010
2007010044
Unnið að gerð þriggja ára áætlunar 2008-2010.


Fundi slitið.