Bæjarráð

3085. fundur 01. febrúar 2007
Bæjarráð - Fundargerð
3085. fundur
1. febrúar 2007   kl. 09:00 - 11:55
Bæjarstjórnarsalur á 4. hæð í Ráðhúsi


Nefndarmenn Starfsmenn
Hermann Jón Tómasson formaður
Elín Margrét Hallgrímsdóttir
Hjalti Jón Sveinsson
Baldvin Halldór Sigurðsson
Jóhannes Gunnar Bjarnason
Oddur Helgi Halldórsson áheyrnarfulltrúi
Sigrún Björk Jakobsdóttir
Karl Guðmundsson
Dan Jens Brynjarsson
Jón Bragi Gunnarsson
Heiða Karlsdóttir fundarritari
1.  Norðurvegur ehf - kynningarfundur
2007010249

Erindi dags. 29. janúar 2007 frá Halldóri Jóhannssyni f.h.. stjórnar Norðurvegar ehf. þar sem boðað er til kynningarfundar á vegum félagsins sem haldinn verður mánudaginn 5. febrúar n.k. kl. 16:00 á Hótel KEA.
Lagt fram til kynningar.


2.  Ókeypis strætisvagnaferðir
2007010248
Bréf dags. í janúar 2007 frá Samtökum um náttúruvernd á Norðurlandi þar sem samtökin fagna ákvörðun bæjarstjórnar Akureyrar um að bjóða almenningssamgöngur með strætisvögnum án endurgjalds farþega.
Lagt fram til kynningar.


3.  Vaxtarsamningur Eyjafjarðar
2004060081
Markaðs- og kynningarstjóri Akureyrarbæjar Sigríður Stefánsdóttir og Bjarni Jónasson framkvæmdastjóri Vaxtarsamnings Eyjafjarðar mættu á fundinn undir þessum lið og kynntu starfsemi Vaxtarsamningsins.  Bent er á heimasíðu Vaxtarsamnings Eyjafjarðar  www.klasar.is.
Bæjarráð þakkar Sigríði Stefánsdóttur og Bjarna Jónassyni kynninguna og lýsir ánægju með þá vinnu sem fram hefur farið á grundvelli Vaxtarsamningsins til þessa.
Bæjarráð telur mikilvægt að samningurinn verði framlengdur og að áfram verði unnið á þessum forsendum að atvinnumálum á Eyjafjarðarsvæðinu.


4.  Stjórnsýslunefnd - starfsáætlun 2007-2010
2006100025
4. liður í fundargerð stjórnsýslunefndar dags. 24. janúar 2007:
Stjórnsýslunefnd tók til afgreiðslu starfsáætlun sína fyrir kjörtímabilið 2007-2010.
Fyrirliggjandi drög voru samþykkt og vísað til bæjarráðs.
Bæjarráð vísar starfsáætluninni til afgreiðslu bæjarstjórnar.


5.  Starfsáætlun samfélags- og mannréttindaráðs 2007-2010
2006090087
3. liður í fundargerð samfélags- og mannréttindaráðs dags. 29. janúar 2007:
Starfsáætlun samfélags- og mannréttindaráðs 2007-2010 lögð fram til samþykktar.
Fyrirliggjandi drög voru samþykkt og vísað til bæjarráðs.
Bæjarráð vísar starfsáætluninni til afgreiðslu bæjarstjórnar.


6.  Námsleyfi - ósk um aukið fjármagn
2006020041
3. liður í fundargerð fræðslunefndar dags. 19. janúar 2007:
Hagsýslustjóri gerði grein fyrir auknu fjárframlagi í sjóðina samkvæmt fjárhagsáætlun.
Fræðslunefnd vísar samþykktum um styrki til námsleyfa embættismanna annars vegar og sérmenntaðra starfsmanna hins vegar til bæjarráðs.
Bæjarlögmaður sat fundinn undir þessum lið.
Bæjarráð samþykkir samþykktirnar.


7.  Húsið - tölvuaðgangur
2006100031
4. liður í fundargerð viðtalstíma bæjarfulltrúa dags. 29. janúar 2007:
Gunnar Ingi Árnason, kt. 211160-4389 og Inga Lára Sigurjónsdóttir, kt. 210268-5379, komu í viðtalstíma bæjarfulltrúa og ræddu samskipti bæjarins og fyrirtækisins Pyttsins ehf.
Bæjarlögmaður sat fundinn undir þessum lið og lagði fram gögn í málinu.
Bæjarráð tekur undir bókun samfélags- og mannréttindaráðs frá 29. janúar sl.


8.  Gjaldskrá fyrir heimaþjónustu á Akureyri 2007
2007010140
2. liður í fundargerð félagsmálaráðs dags. 29. janúar 2007:
Málið var áður tekið fyrir á fundum félagsmálaráðs 17. og 22. janúar 2007.
Félagsmálaráð leggur til breytingu á gjaldskrá heimaþjónustu og vísar henni til afgreiðslu bæjarráðs.
Bæjarráð samþykkir gjaldskrá heimaþjónustu svo breytta.


9.  Miðpunktur ehf. - umsókn um byggingarlóð
2007010219
Erindi dags. 25. janúar 2007 frá framkvæmdastjóra Miðpunkts ehf. þar sem sótt er um 20.000 fermetra byggingarlóð. Á lóðinni hyggst félagið reisa 7.000-10.000 fermetra sérhannað hús fyrir alhliða matvælafyrirtæki.
Bæjarráð fagnar áhuga fyrirtækisins og vísar málinu til skipulagsnefndar.


10.  Frumvarp til laga um breytingu á lögum nr. 116/2006 um stjórn fiskveiða - 4. grein
2007010254
Erindi dags. 30. janúar 2006 frá sjávarútvegsnefnd Alþingis þar sem óskað er umsagnar um frumvarp til laga um breytingu á lögum nr. 116/2006 um stjórn fiskveiða.
Fjallar um skilgreiningu á veiðum í  atvinnuskyni.
Bæjarlögmaður sat fundinn undir þessum lið.
Bæjarráð felur bæjarlögmanni að senda umsögn Akureyrarbæjar í samræmi við umræður á fundinum.


11.  Frumvarp til laga um breytingu á lögum nr. 116/2006 um stjórn fiskveiða - 10. grein
2007010255
Erindi dags. 30. janúar 2006 frá sjávarútvegsnefnd Alþingis þar sem óskað er umsagnar um frumvarp til laga um breytingu á lögum nr. 116/2006 um stjórn fiskveiða.  Fjallar um úthlutun byggðakvóta.
Bæjarlögmaður sat fundinn undir þessum lið.
Bæjarráð felur bæjarlögmanni að senda umsögn Akureyrarbæjar í samræmi við umræður á fundinum.


12.  Stjórn Landssambands hestamannafélaga - ályktun
2006050092
Erindi dags. 24. janúar 2007 frá Haraldi Þórarinssyni f.h. Landssambands hestamannafélaga þar sem ítrekuð er áskorun dags. 11. nóvember 2006 vegna skipulags bæjarins á æfinga- og athafnasvæði mótorsportsíþrótta á milli hesthúsahverfa.
Lagt fram til kynningar.

Oddur Helgi Halldórsson óskar bókað:
   "Ég er ósammála ályktun Landssambandsins og tel áhyggjur þeirra óþarfar.  Ég tel að vel sé hægt að hafa aksturssvæðið þar sem fyrirhugað er án þess að örryggi aðila sé stefnt í voða."


13.  Fjármagnstekjur - upplýsingar
2007010244
Fjármálastjóri lagði fram upplýsingar um málið.
Á undanförnum árum hefur þeim skattgreiðendum fjölgað sem greiða að stórum hluta eða öllu leyti fjármagnstekjuskatt til hins opinbera. Eins og málum er nú háttað renna þessar greiðslur allar í ríkissjóð. Bæjarráð Akureyrarkaupstaðar leggur þunga áherslu á það að sveitarfélögum í landinu verði tryggð eðlileg hlutdeild í þessum skattgreiðslum til þess að standa undir þeirri þjónustu sem sveitarfélögin veita íbúum sínum hvort sem þeir greiða skatt af launatekjum eða fjármagnstekjum. Bæjarráð fagnar því að viðræður um þetta standa nú yfir milli fulltrúa Sambands íslenskra sveitarfélaga og ríkisins og treystir því að þær viðræður beri árangur og samningar náist um að sveitarfélögin í landinu fái hluta þessara tekna til ráðstöfunar.


14.  Akureyrarkirkja - fasteignagjöld
2007010243
6. liður í fundargerð viðtalstíma bæjarfulltrúa dags. 29. janúar 2007:
Svavar A. Jónsson, kt. 291060-4989, Gestur Jónsson, kt. 310548-7749 og Jón Oddgeir Guðmundsson, kt. 161149-4119, mættu í viðtalstíma bæjarfulltrúa og ræddu málefni Akureyrarkirkju.  Þeir ítreka ósk um niðurfellingu á fasteignagjöldum.
Bæjarráð frestar afgreiðslu.


15.  Þriggja ára áætlun 2008-2010
2007010044
Unnið að gerð þriggja ára áætlunar 2008-2010.

Jóhannes G. Bjarnason vék af fundi kl. 11.50.


Fundi slitið.