Bæjarráð

3084. fundur 25. janúar 2007
Bæjarráð - Fundargerð
3084. fundur
25. janúar 2007   kl. 09:00 - 10:35
Bæjarstjórnarsalur á 4. hæð í Ráðhúsi


Nefndarmenn Starfsmenn
Hermann Jón Tómasson formaður
Elín Margrét Hallgrímsdóttir
Hjalti Jón Sveinsson
Baldvin Halldór Sigurðsson
Jóhannes Gunnar Bjarnason
Oddur Helgi Halldórsson áheyrnarfulltrúi
Sigrún Björk Jakobsdóttir
Karl Guðmundsson
Dan Jens Brynjarsson
Jón Bragi Gunnarsson
Heiða Karlsdóttir fundarritari
1.  Ráðningarsamningur við bæjarstjóra
2007010072
Lagður fram ráðningarsamningur við bæjarstjóra Sigrúnu Björk Jakobsdóttur dags. 22. janúar 2007.
Bæjarstjóri vék af fundi við umræðu og afgreiðslu þessa liðar.
Meirihluti bæjarráð staðfestir ráðningarsamninginn.


2.  Afskrift lána
2007010146
4. liður í fundargerð félagsmálaráðs dags. 22.  janúar 2006.
Lögð fram tillaga um afskrift skulda að upphæð kr. 1.311.103.  
Félagsmálaráð samþykkir tillöguna fyrir sitt leyti og vísar henni til bæjarráðs.
Meirihluti bæjarráð samþykkir tillöguna.


3.  Skuldabréfaflokkur AKU 03 01
2003030041
Í Kauphöll Íslands hefur Akureyrarkaupstaður skráðan skuldabréfaflokk með auðkennið AKU 03 01.  Skuldabréfaflokkurinn er opinn.  Lagt er til að bæjarráð samþykki að loka skuldabréfaflokknum.
Bæjarráð samþykkir að loka skuldabréfaflokknum.


4.  Landamerki - Blómsturvellir
2004120088
7. liður í fundargerð framkvæmdaráðs dags. 19. janúar 2007:
Tekin fyrir áður samþykkt tillaga bæjarráðs frá 24. nóvember 2005 að landamerkjum milli Pétursborgar og Blómsturvalla.
Framkvæmdaráð samþykkir tillögu um landamerki milli Pétursborgar og Blómsturvalla og vísar málinu til afgreiðslu bæjarráðs.
Bæjarráð samþykkir framkomna tillögu að landamerkjum milli Pétursborgar og Blómsturvalla.


5.  Hundahald - gjaldskrá 2007
2007010078
8. liður í fundargerð framkvæmdaráðs dags. 19. janúar 2007:
Afgreiðsla á gjaldskrá fyrir hundahald á Akureyri sem unnin var í samvinnu við Heilbrigðiseftirlit Norðurlands eystra.
Framkvæmdaráð samþykkir gjaldskrána fyrir sitt leyti.
Bæjarráð samþykkir framlagða gjaldskrá.


6.  Þriggja ára áætlun 2008-2010
2007010044
Unnið að gerð þriggja ára áætlunar 2008-2010.


7.  Akureyrarvöllur - undirbúningur fyrir deiliskipulagsgerð
2007010204
Lögð fram tillaga bæjarstjóra varðandi svæði aðalíþróttavallar Akureyrar og undirbúning fyrir deiliskipulagsgerð:
Í ljósi þess að aðalskipulag Akureyrarbæjar liggur nú fyrir er tímabært að huga að næstu skrefum varðandi notkun á svæði núverandi aðalíþróttavallar Akureyrar. Tillaga mín er að myndaður verði
3 manna hópur úr skipulagsnefnd til að vinna að undirbúningi á grunni gildandi aðalskipulags. Sjálfsagt er að hafa þær hugmyndir sem bárust í hugmyndasamkeppninni Akureyri í Öndvegi sem beindust að nýrri landnotkun á þessu svæði til hliðsjónar.
Jafnframt skal hópurinn gera verðmat á þessu svæði og skila tillögum um næstu skref varðandi hugmyndir að framhaldi verkefnisins og  nýtingu svæðisins  til bæjarráðs eigi síðar en 1. mars nk.
Deildarstjóri skipulagsdeildar verður starfsmaður hópsins.
Meirihluti bæjarráðs samþykkir tillöguna og felur skipulagsnefnd að skipa í vinnuhópinn.


Önnur mál í bæjarráði:
2007010207
Rætt um stöðu í viðræðum Launanefndar sveitarfélaga og grunnskólakennara.


Fundi slitið.