Bæjarráð

3083. fundur 18. janúar 2007
Bæjarráð - Fundargerð
3083. fundur
18. janúar 2007   kl. 09:00 - 11:05
Bæjarstjórnarsalur á 4. hæð í Ráðhúsi


Nefndarmenn Starfsmenn
Hermann Jón Tómasson formaður
Elín M. Hallgrímsdóttir
Hjalti Jón Sveinsson
Baldvin H. Sigurðsson
Jóhannes G. Bjarnason
Oddur Helgi Halldórsson áheyrnarfulltrúi
Sigrún Björk Jakobsdóttir
Karl Guðmundsson
Dan Jens Brynjarsson
Jón Bragi Gunnarsson
Heiða Karlsdóttir fundarritari
1.  Álagning gjalda árið 2007 - fasteignagjöld
2007010082
Lögð fram tillaga um að á árinu 2007 verði eftirtalin gjöld lögð á fasteignir á Akureyri:

a) i Fasteignaskattur íbúðarhúsnæðis verði 0,30% af fasteignamati húsa og lóða.
   ii Fasteignaskattur hesthúsa og verbúða verði 0,5% af fasteignamati húsa og lóða.
b) Fasteignaskattur sjúkrastofnana, skóla, heimavista, leikskóla, íþróttahúsa og bókasafna verði 0,88% af fasteignamati og lóðarréttindum.
c) Fasteignaskattur atvinnuhúsnæðis verði 1,55% af fasteignamati húsa og lóða.
d) Lóðarleiga verði 0,5% af fasteignamati lóða fyrir íbúðarhúsnæði.
e) Lóðarleiga verði 2,8% af fasteignamati lóða vegna atvinnuhúsnæðis.
f) Vatnsgjald af íbúðarhúsnæði verði annars vegar 5.000 kr. fast gjald pr. íbúð og hins vegar
75 kr. pr. m² húss.
g) Vatnsgjald af öðru húsnæði en íbúðarhúsnæði verði annars vegar 10.000 kr. fast gjald pr. eign og hins vegar 75 kr. pr. m² húss.
 h) Holræsagjald verði 0,17% af fasteignamati húsa og lóða.
Almennir gjalddagar fasteignagjalda á árinu 2007 eru átta, 3. dagur hvers mánaðar frá febrúar til september. Gjalddagi fasteignagjalda að lægri fjárhæð en 8.000 kr. er 3. febrúar 2007.  Gjalddagar fasteignagjalda sem lögð eru á  nýjar eignir á árinu, eru jafn margir og almennu gjalddagarnir sem eftir eru ársins þegar álagning fer fram.  Frá 1. september er einn gjalddagi vegna nýrra eigna
3. dagur  hvers mánaðar eftir álagningu.
Meiri hluti bæjarráðs vísar tillögunni til afgreiðslu bæjarstjórnar.

Bæjarfulltrúi Jóhannes G. Bjarnason óskar bókað að hann sat hjá við afgreiðslu.


2.  Fasteignagjöld 2007 - reglur um afslátt á fasteignaskatti
2007010153
Lögð fram drög að reglum um afslátt elli- og örorkulífeyrisþega á fasteignaskatti 2007.
Meiri hluti bæjarráðs vísar tillögunni til afgreiðslu bæjarstjórnar.

Þegar hér var komið vék Dan Jens Brynjarsson fjármálastjóri af fundi kl. 09.35.


3.  Svæðisskipulag Eyjafjarðar - breyting
2006060006
Lögð fram fundargerð 1. fundar í samvinnunefnd um Svæðisskipulag Eyjafjarðar 1998-2018 dags. 11. desember 2006.
Samvinnunefnd um svæðisskipulag Eyjafjarðar hefur gert tillögu um að fella núgildandi svæðisskipulag úr gildi og nýtt skipulag verði unnið sem tæki til afmarkaðra sameiginlegra hagsmunamála.
Bæjarráð frestar afgreiðslu.
4.  Landsmót UMFÍ 2009
2003080026
Rætt um fyrirhugað landsmót UMFÍ 2009.
Bæjarráð felur bæjarstjóra að ræða við fulltrúa Íþróttafélagsins Þórs um fyrirliggjandi tillögur um uppbyggingu vegna landsmótsins á svæði félagsins.

Bæjarfulltrúi Jóhannes G. Bjarnason óskar bókað:
   "Framsóknarflokkurinn ítrekar þá afstöðu sína að endurbyggja eigi Akureyarvöll og halda þar Landsmót UMFÍ.  Akureyrarvöllur á að vera framtíðarkeppnisvöllur knattspyrnu og frjálsíþróttafólks en æfingasvæði íþróttafélaganna notuð með líku sniði og verið hefur og mun ekki af veita þar sem þau eru nú þegar ofnýtt."


5.  Fimleikafélag Akureyrar - húsnæðismál ofl.
2007010107
2. liður í fundargerð viðtalstíma bæjarfulltrúa dags. 15. janúar 2007.
Þórhildur Þórhallsdóttir, kt. 201267-5369 og Friðbjörn Möller, kt. 200971-5669, mættu f.h. Fimleikafélags Akureyrar til að spyrjast fyrir um gang mála varðandi byggingu fimleikahúss og bætta aðstöðu fyrir fimleika.
Lagt fram til kynningar.


6.  Hafnasamlag Eyjafjarðar - styrkhæfar framkvæmdir í höfnum
2007010159
Lagt fram ódags. minnisblað frá framkvæmdastjóra Hafnasamlags Eyjafjarðar, móttekið 16. janúar 2007, varðandi styrkhæfar framkvæmdir í höfnum HSE skv. samgönguáætlun 2007-2010 og hugsanlegur stuðningur eigenda HSE við fjármögnun þeirra.
Bæjarráð Akureyrar samþykkir fyrir sitt leyti þær framkvæmdir hjá Hafnasamlagi Eyjarfjarðar sem eru á samgönguáætlun 2007–2010.  Með tilliti til afkomu hafnasamlagsins lýsir bæjarráð því yfir að Akureyrarbær er tilbúinn  að gangast í ábyrgð fyrir láni HSE hjá Lánasjóði sveitarfélaga til að fjármagna eigið framlag hafnasamlagsins við þessar framkvæmdir enda ábyrgist aðrir eigendur slíka lántöku með sama hætti og lántakan komi til afgreiðslu bæjarstjórnar. Þessi ábyrgð á þó ekki við um ferjuhöfn á Dalvík  sem bæjarstjórn  lítur á sem verkefni ríkisins. Ábyrgðin verði hlutfallsleg miðað við eignarhlut Akureyrarbæjar í hafnasamlaginu.


7.  Þriggja ára áætlun 2008-2010
2007010044
Unnið að gerð þriggja ára áætlunar 2008-2010.


Fundi slitið.