Bæjarráð

3082. fundur 11. janúar 2007
Bæjarráð - Fundargerð
3082. fundur
11. janúar 2007   kl. 09:00 - 11:10
Bæjarstjórnarsalur á 4. hæð í Ráðhúsi


Nefndarmenn Starfsmenn
Hermann Jón Tómasson formaður
Elín M. Hallgrímsdóttir
Hjalti Jón Sveinsson
Baldvin H. Sigurðsson
Jóhannes G. Bjarnason
Oddur Helgi Halldórsson áheyrnarfulltrúi
Sigrún Björk Jakobsdóttir
Karl Guðmundsson
Dan Jens Brynjarsson
Jón Bragi Gunnarsson
Heiða Karlsdóttir fundarritari
1.  Regla Musterisriddara - fasteignagjöld
2007010041
Lagt fram erindi dags. 29. desember 2006 frá Garðari Lárussyni fyrir hönd Reglu Musterisriddara þar sem óskað er eftir styrk sem jafngildi fasteignagjöldum árin 2007 og 2008.
Bæjarráð getur ekki orðið við erindinu en bendir bréfritara á að sækja um styrk til Húsverndarsjóðs.


2.  Vaxtarræktin ehf. - samningur
2006010084
Lagður fram  rammasamningur vegna byggingar Vaxtarræktarinnar ehf. inn á lóð Sundlaugar Akureyrar.
Samningurinn var samþykktur með 3 atkvæðum gegn 2.

Bæjarfulltrúi Framsóknarflokks Jóhannes G. Bjarnason óskar bókað:
   "Ég átel harðlega þau vinnubrögð sem fyrrverandi bæjarstjóri hefur viðhaft vegna samningsins sem hann undirritaði án vitundar síns samstarfsflokks.  Hann fullyrti á bæjarstjórnarfundi síðastliðinn þriðjudag að fyrrverandi formaður bæjarráðs hefði haft vitneskju um frágang samningsins sem er alrangt.  Í útvarpsviðtali í gær hélt hann því síðan fram að samningurinn væri þess eðlis að honum hefði engin skylda borið til að bera hann undir bæjarráð sem veitti honum heimild til viðræðna né heldur samstarfsflokkinn í meirihluta.  Þetta eru fáheyrð vinnubrögð og honum til lítils sóma enda breytast rökin með gjörningnum dag frá degi."

Bæjarfulltrúi Vinstrihreyfingarinnar græns framboðs Baldvin H. Sigurðsson óskar bókað:
   "Ég bóka mótmæli vegna byggingar einkafyrirtækis á lóð Sundlaugar Akureyrar, rammasamningur þessi jaðrar við valdníðslu og er jafnvel ólöglegur."

Bæjarfulltrúar Sjálfstæðisflokks Elín Margrét Hallgrímsdóttir og Hjalti Jón Sveinsson ásamt bæjarstjóra Sigrúnu Björk Jakobsdóttur óska bókað:
   "Uppbygging líkamsræktarstöðvar á þessu svæði hefur verið í fjölda ára til umræðu innan kerfisins og löngu tímabært að taka ákvörðun að efla starfsemi á svæðinu.
Heimild í rammasamningi var veitt með fyrirvara um samþykki deiliskipulags og byggingaryfirvalda fyrir framkvæmdum.
Í samningnum koma fram fjölmargir fyrirvarar við þessa framkvæmd.  Fyrirvarar um byggingartíma sem tekur mið af viðkvæmu svæði.  Forkaupsréttarákvæði Akureyrarbæjar er á byggingunni  og skal það þinglýst sem kvöð á eignina.  Fyrirvari er gerður um fjármögnun verksins og kvöð er um þinglýsingu um rekstur líkamsræktarstöðvar í byggingunni.
Við teljum að komist þessi bygging til framkvæmda þá verði hún svæðinu öllu til framdráttar.
Við tökum jafnframt fram að þótt deilt sé um tímasetningar þá er fráleitt að rammasamningurinn sé ólöglegur."

Bæjarfulltrúi L-lista, lista fólksins Oddur Helgi Halldórsson óskar bókað:
   "Ég tel málsmeðferð vera ranga í þessum máli.  Bæjarstjóra var falið af bæjarráði að ganga til viðræðna við Vaxtarræktina.  Úr þeim viðræðum varð til rammasamningur á milli aðila.
Ég tel að bæjarstjóri hafi eingöngu haft umboð til að undirrita samninginn með fyrirvara um samþykki bæjarráðs.  Því hafi hann strax átt að bera samninginn undir bæjarráð til þess að hann öðlaðist gildi.
Fyrirvarar í samningnum eru eðlilegir fyrir framgang málsins á síðari stigum.
Þar sem bæjarstjóra mátti vera ljóst að efni samningsins var mjög umdeilt meðal bæjarbúa og þar sem bæjarstjórnarkosningar fóru í hönd, þar sem búast mátti við öðrum skoðunum nýrra bæjarfulltrúa í þessu máli var mjög óheppilegt af bæjarstjóra að undirrita rammasamning þennan
4 dögum fyrir kosningar."3.  Fjárhagsáætlun Heilbrigðiseftirlits Norðurlands eystra 2007
2006120109
Tekið fyrir að nýju, áður á dagskrá bæjarráðs 4. janúar sl.
Bæjarráð samþykkir fjárhagsáætlun Heilbrigðiseftirlits Norðurlands eystra 2007 fyrir sitt leyti.
Fjárhagsáætlunin hækkar um 13,4% á milli ára og hlutur Akureyrarbæjar um 18,6%.  Bæjarráð lýsir áhyggjum sínum af þessari þróun og beinir því til stjórnar Heilbrigðiseftirlitsins að gæta aðhalds í rekstri.


4.  Norðurgata 31 - uppkaup lóðar
2003100058
Erindi dags. 19. júní 2006 frá eigendum lóðarinnar Norðurgötu 31 þar sem þeir lýsa vilja sínum til að selja Akureyrarbæ lóðina.
Skipulags- og byggingarfulltrúi Pétur Bolli Jóhannesson mætti á fundinn undir þessum lið.
Bæjarráð felur skipulags- og byggingarfulltrúa að ræða við lóðareigendur.


5.  Þriggja ára áætlun 2008-2010
2007010044
Unnið að gerð þriggja ára áætlunar 2008-2010.


6.  Álagning gjalda árið 2007 - fasteignagjöld
2007010082
Umræður um álagningu fasteignagjalda árið 2007.


Fundi slitið.