Bæjarráð

3081. fundur 04. janúar 2007
Bæjarráð - Fundargerð
3081. fundur
4. janúar 2007   kl. 09:00 - 10:01
Bæjarstjórnarsalur á 4. hæð í Ráðhúsi


Nefndarmenn Starfsmenn
Hermann Jón Tómasson formaður
Sigrún Björk Jakobsdóttir
Elín Margrét Hallgrímsdóttir
Baldvin Halldór Sigurðsson
Jóhannes G. Bjarnason
Oddur Helgi Halldórsson áheyrnarfulltrúi
Kristján Þór Júlíusson
Karl Guðmundsson
Dan Jens Brynjarsson
Jón Bragi Gunnarsson
Heiða Karlsdóttir fundarritari
Í upphafi fundar óskaði formaður bæjarráðs bæjarráðsmönnum og starfsmönnum Akureyrarbæjar gleðilegs árs og farsældar.

1.  Landssamband sumarhúsaeigenda - fasteignagjöld
2006120044
Erindi dags. 28. nóvember 2006 frá Landssambandi sumarhúsaeigenda þar sem stjórn Landssambandsins skorar á sveitarstjórnir að reyna að tryggja að frekari hækkarnir á álögum á sumarhúsaeigendur eigi sér ekki stað á árinu 2007.
Lagt fram til kynningar.


2.  Fjármál stjórnmálasamtaka - ný lög
2006120102
Tölvupóstur dags. 15. desember 2006 frá Sigurði Óla Kolbeinssyni sviðsstjóra lögfræðisviðs Sambands íslenskra sveitarfélaga er varðar ný lög um fjármál stjórnmálasamtaka og frambjóðenda.
Lagt fram til kynningar.


3.  Glerárdalur - deiliskipulag akstursíþrótta- og skotfélags
2006050092
Erindi dags. 19. desember 2006 frá Ástu M. Ásmundsdóttur f.h. stjórnar Hestamannafélagsins Léttis vegna tillögu að deiliskipulagi Glerárdals.
Bæjarráð þakkar bréfritara þær ábendingar sem fram koma í bréfinu og tekur undir mikilvægi þess að allar ákvarðanir varðandi tillögu að deiliskipulagi Glerárdals verður að byggja á faglegum rökum.


4.  Fjárhagsáætlun Heilbrigðiseftirlits Norðurlands eystra 2007
2006120109
Erindi dags. 19. desember 2006 frá Heilbrigðiseftirliti Norðurlands eystra, tillaga að fjárhagsáætlun og áætluð kostnaðarskipting milli sveitarfélaga 2007.
Bæjarráð frestar afgreiðslu.


5.  Þriggja ára áætlun 2008-2010
2007010044
Unnið er að gerð 3ja ára áætlunar fyrir árin 2008-2010.


6.  Afskriftir krafna 2006
2006050042
Fjármálastjóri lagði fram tillögu um afskriftir krafna samtals að upphæð kr. 2.091.957.
Bæjarráð samþykkir tillöguna.

Kristján Þór Júlíusson óskaði bókað að þar sem þetta væri síðasti bæjarráðsfundur hans sem bæjarstjóra þá þakkaði hann bæjarráði og starfsmönnum gott samstarf á liðnum árum og óskaði þeim gæfu og gengis um ókomin ár.
Bæjarráð þakkar Kristjáni Þór gott samstarf á liðnum árum.


Fundi slitið.