Bæjarráð

8129. fundur 07. desember 2006
3079. fundur
07.12.2006 kl. 09:00 - 10:25
Bæjarstjórnarsalur á 4. hæð í Ráðhúsi


Nefndarmenn: Starfsmenn:
Hermann Jón Tómasson formaður
Sigrún Björk Jakobsdóttir
Elín M. Hallgrímsdóttir
Baldvin H. Sigurðsson
Jóhannes G. Bjarnason
Oddur Helgi Halldórsson áheyrnarfulltrúi
Kristján Þór Júlíusson
Karl Guðmundsson
Dan Jens Brynjarsson
Jón Bragi Gunnarsson
Heiða Karlsdóttir fundarritari


1 Afskriftir krafna 2006
2006050042
Fjármálastjóri lagði fram tillögu um afskriftir krafna samtals að upphæð kr. 835.601.
Bæjarráð samþykkir tillöguna.


2 Norræn skólasamskipti kennara - styrkbeiðni
2006120004
Erindi dags. 1. desember 2006 frá Bjarna Guðmundssyni kennara við Menntaskólann á Akureyri þar sem hann óskar eftir styrk vegna norrænna skólasamskipta kennara. Fyrirhuguð er gagnkvæm skólaheimsókn fjögurra kennara Menntaskólans á Akureyri og fjögurra frá Randers statsskole í mars og apríl 2007.
Bæjarráð getur ekki orðið við beiðni um styrkveitingu.


3 Atvinnuþróunarfélag Eyjafjarðar - umsókn Grímseyjarhrepps
2006110105
Erindi dags. 24. nóvember 2006 frá framkvæmdastjóra Atvinnuþróunarfélags Eyjafjarðar varðandi umsókn Grímseyjarhrepps um aðild að samlaginu.
Samkvæmt 5. gr. í samþykktum AFE þarf formlegt samþykki allra aðildarsveitarfélaga til að nýtt sveitarfélag geti átt aðild að félaginu.
Óskað er eftir formlegu svari Akureyrarbæjar varðandi umsókn Grímseyjarhrepps.
Bæjarráð samþykkir fyrir hönd Akureyrarkaupstaðar aðild Grímseyjarhrepps að AFE.


4 Umhverfisráðuneytið - minkaátak á Snæfellsnesi og við Eyjafjörð
2006120005
Erindi dags. 1. desember 2006 frá Sigurði Á. Þráinssyni f.h. umsjónarnefndar umhverfisráðuneytisins varðandi minkaátak á Snæfellsnesi og við Eyjafjörð. Umsjónarnefndin fer þess á leit að Akureyrarbær taki þátt í verkefninu m.a. til þess að leita leiða til að leysa umfram fjárþörf verkefnisins.
Bæjarráð getur ekki orðið við því erindi að leggja fram fé til þess að leysa umfram fjárþörf þessa verkefnis.


5 Gjaldskrá ÍTA 2007
2006090058
Lögð fram drög að gjaldskrá Hlíðarfjalls fyrir veturinn 2006/2007.
Bæjarráð samþykkir framlagða gjaldskrá Hlíðarfjalls.


6 Hafnarstræti 98 - sala
2006030098
Lagt fyrir samkomulag Hafnarstrætis 98 ehf. og Erkis ehf. annars vegar og Akureyrarbæjar hins vegar varðandi uppkaup á eignarhluta Akureyrarbæjar í Hafnarstæti 98 vegna skipulags.
Bæjarráð samþykkir samkomulagið.


7 Akureyri í Öndvegi - fyrirspurn
2006020089
Erindi dags. 1. desember 2006 frá Ragnari Sverrissyni og Helga Teiti Helgasyni f.h. Akureyrar í Öndvegi varðandi skipulag miðbæjar Akureyrar.
Meirihluti bæjarráðs samþykkti nýlega að ganga til viðræðna um uppbyggingu á tveimur byggingareitum í miðbænum. Við undirbúning þess máls var það sameiginlegur skilningur meirihlutaflokkanna í bæjarstjórn að ekki verði ráðist í það verkefni að þrengja Glerárgötu og grafa síki inn í átt að Hafnarstræti á næstunni, m.a. vegna þess að slík framkvæmd er háð samþykki og þátttöku Vegagerðarinnar. Í verðlaunatillögu Graeme Massie var gert ráð fyrir að tengja miðbæinn betur við sjóinn og að vatn væri meira áberandi í miðbæjarmyndinni. Þessar áherslur verða áfram leiðandi í samstarfi bæjaryfirvalda við þá aðila sem fyrirhugað er að ræða við um uppbyggingu á reitnum.

Baldvin H. Sigurðsson og Jóhannes G. Bjarnason óska bókað að þeir sitja hjá við afgreiðslu.8 Sæluhús Akureyrar ehf. - afgreiðsla byggingarleyfis
2005040062
Erindi dags. 4. desember 2006 frá Njáli Trausta Friðbertssyni f.h. Sæluhúsa ehf. varðandi afgreiðslu byggingarleyfis fyrir 10 hús við Búðargil 1.
Bæjarráð felur bæjarstjóra að ræða við bréfritara.


9 Önnur mál
Fram fór umræða um gerð fjárhagsáætlunar að ósk Jóhannesar G. Bjarnasonar.
Fundi slitið.