Bæjarráð

8104. fundur 30. nóvember 2006
Bæjarráð - Fundargerð
3078. fundur
30.11.2006 kl. 09:00 - 11:00
Bæjarstjórnarsalur á 4. hæð í Ráðhúsi


Nefndarmenn: Starfsmenn:
Hermann Jón Tómasson formaður
Sigrún Björk Jakobsdóttir
Elín M. Hallgrímsdóttir
Baldvin H. Sigurðsson
Erla Þrándardóttir
Oddur Helgi Halldórsson áheyrnarfulltrúi
Kristján Þór Júlíusson
Karl Guðmundsson
Dan Jens Brynjarsson
Jón Bragi Gunnarsson
Heiða Karlsdóttir fundarritari


Formaður bauð Erlu Þrándardóttur fulltrúa af B-lista velkomna á hennar fyrsta fund í bæjarráði.
1 Prókúruumboð - 2006
2006080028
Lögð fram tillaga um prókúruumboð.
Með vísan í 3. mgr. 55. greinar sveitarstjórnarlaga nr. 45/1998 heimilar bæjarráð bæjarstjóra að veita eftirtöldum starfsmönnum Akureyrarbæjar prókúruumboð:
bæjarritara - Karli Guðmundssyni
bæjarlögmanni - Ingu Þöll Þórgnýsdóttur og
fjármálastjóra - Dan Jens Brynjarssyni.
Umboðið nær til að undirrita skjöl varðandi kaup og sölu fasteigna sveitarfélagsins, lántökur og ábyrgðir svo og önnur skjöl sem fela í sér skuldbindingar eða ráðstafanir sem samþykki bæjarráðs og/eða bæjarstjórnar þarf til.
Bæjarráð samþykkir að framangreindum aðilum verði veitt prókúruumboð í samræmi við 55. gr. sveitarstjórnarlaga nr. 45/1998. Umboðin gilda meðan viðkomandi gegnir tilteknu starfi fyrir Akureyrarbæ þó ekki lengur en til loka núverandi kjörtímabils bæjarstjórnar. Jafnframt eru eldri umboð úr gildi fallin.2 Svæðisskipulag Eyjafjarðar
2006060006
3. liður í fundargerð bæjarstjórnar dags. 21. nóvember 2006:
4. liður í fundargerð bæjarráðs dags. 9. nóvember 2006:
Erindi dags. 18. október 2006 frá framkvæmdastjóra Héraðsnefndar Eyjafjarðar þar sem hann óskar eftir tilnefningu tveggja fulltrúa í samvinnunefnd um gerð svæðisskipulags, sbr. 4. mgr.
12. gr. í skipulags- og byggingarlögum nr. 73/1997 með síðari breytingum.
Bæjarráð vísar málinu til afgreiðslu bæjarstjórnar.
Fram kom tillaga frá bæjarfulltrúa Oddi Helga Halldórssyni um að vísa tilnefningunni til afgreiðslu bæjarráðs og var hún samþykkt með 11 samhljóða atkvæðum.
Bæjarráð tilnefnir Jón Inga Cæsarsson, kt. 131252-2269 og Baldvin H. Sigurðsson,
kt. 260553-3999, sem fulltrúa sína í samvinnunefndina.


3 Félag íslenskra náttúrufræðinga - staða viðræðna
2006110091
Erindi dagsett 20. nóvember 2006 frá Félagi íslenskra náttúrufræðinga þar sem farið er yfir stöðu viðræðna félagsins við Launanefnd sveitarfélaga.
Lagt fram til kynningar.


4 Endurskoðun fjárhagsáætlunar 2006
2006080065
2. liður í fundargerð skólanefndar dags. 6. nóvember 2006. Tekið fyrir að nýju, áður á dagskrá bæjarráðs 23. nóvember 2006:
Lagðir voru fram útreikningar á hækkun á endurskoðaðri fjárhagsáætlun fræðslu- og uppeldismála 2006, vegna kjarasamninga LN og Félags leikskólakennara og LN og Félags tónlistarskólakennara. Einnig var rætt um þær óskir sem fram komu við endurskoðun fjárhagsáætlunar 2006 og skólanefnd samþykkti í haust.
Skólanefnd samþykkir fyrir sitt leyti fyrirliggjandi útreikninga á hækkun á launalið fjárhagsáætlunar 2006 og vísar málinu til bæjarráðs.
Bæjarráð frestaði afgreiðslu 23. nóvember sl.
Bæjarráð samþykkir eftirtaldar viðbótarfjárveitingar á árinu 2006:
04 Laun leikskólakennara 11.728 þús. kr.
04 Laun tónlistarskólakennara 4.613 þús. kr.
04 Forfallakennsla 12.000 þús. kr.
05 Samningur um Flugsafn 9.100 þús. kr.
06 Samningur um reiðhöll 25.588 þús. kr.
06 Samningar við íþróttafélögin 15.000 þús. kr.
09 Uppkaup eigna 14.500 þús. kr.
Viðbótarfjárveitingum verður mætt með lækkun veltufjár.5 Snorraverkefnið 2006 - þakkarbréf
2005110062
Lagt fram bréf dags. 21. nóvember 2006 frá verkefnisstjóra Snorraverkefnisins árið 2006 þar sem þakkað er fyrir framlag og stuðning Akureyrarbæjar við verkefnið.
Lagt fram til kynningar.


6 Viðtalstímar bæjarfulltrúa - fundargerðir 2006
2006110115
Lögð fram fundargerð frá viðtalstímum bæjarfulltrúa dags. 27. nóvember 2006. Fundargerðin er í
7 liðum. Þremur liðum var beint til bæjarráðs, kynningu á starfsemi Eyfirskra fornbíla á Akureyri, erindi um verndun Hafnarstrætis 98 og athugasemd vegna álagningar fasteignaskatts á nýtt húsnæði.
Bæjarráð vísar erindi um Hafnarstræti 98 til skipulagsnefndar.
Bæjarráð beinir því til fjármálastjóra að bjóða þeim íbúum, sem nýlega fengu álagningarseðla vegna fasteignagjalda greiðsludreifingu ef aðstæður krefja.7 Sjúkraflutningar - endurskoðun samnings 2006
2006030071
Lagt fram bréf frá Heilbrigðis- og tryggingamálaráðuneyti dags. 20. nóvember 2006 varðandi endurskoðun á þjónustusamningi um sjúkraflutninga.
Einnig lagt fram minnisblað dags. 28. nóvember 2006 frá bæjarritara og fjármálastjóra.
Bæjarráð telur ekki forsvaranlegt að fjármagn úr bæjarsjóði sé notað til þess að greiða fyrir þjónustu sem á að greiða af ríkissjóði.
Bæjarráð felur því bæjarstjóra að segja upp samningi við Heilbrigðis- og tryggingamálaráðuneytið um sjúkraflutninga fyrir árslok. Samningurinn fellur þá úr gildi 31. desember 2007.


8 Fjárhagsáætlun Akureyrarbæjar 2007
2006060029
Unnið að gerð fjárhagsáætlunar fyrir árið 2007.
Bæjarráð vísar fjárhagsáætlun Akureyrarkaupstaðar 2007 til fyrri umræðu í bæjarstjórn.


9 Álagning gjalda árið 2007 - útsvar
2006110128
Bæjarráð leggur til að útsvarsprósenta í staðgreiðslu opinberra gjalda á árinu 2007 í Akureyrarkaupstað verði óbreytt frá fyrra ári eða 13.03%.
Bæjarráð vísar tillögunni til afgreiðslu bæjarstjórnar.Fundi slitið.