Bæjarráð

8053. fundur 23. nóvember 2006
3077. fundur
23.11.2006 kl. 09:00 - 10:50
Bæjarstjórnarsalur á 4. hæð í Ráðhúsi


Nefndarmenn: Starfsmenn:
Hermann Jón Tómasson formaður
Sigrún Björk Jakobsdóttir
Elín M. Hallgrímsdóttir
Baldvin H. Sigurðsson
Gerður Jónsdóttir
Oddur Helgi Halldórsson áheyrnarfulltrúi
Karl Guðmundsson
Dan Jens Brynjarsson
Jón Bragi Gunnarsson
Heiða Karlsdóttir fundarritari


1 Lífeyrissjóður Norðurlands - aukaársfundur 2006
2006110072
Erindi dags. 16. nóvember 2006 frá Lífeyrissjóði Norðurlands þar sem boðað er til aukaársfundar sjóðsins föstudaginn 15. desember nk. í Alþýðuhúsinu á Akureyri að Skipagötu 14, 4. hæð
kl. 13:30.
Bæjarráð felur bæjarstjóra að fara með umboð Akureyrarbæjar á aukaársfundinum.


2 Landsþing Kvenfélagasambands Íslands 23.- 25. júní 2006
2004110050
Lagt fram ódags. bréf frá Kvennasambandi Eyjafjarðar þar sem þakkað er fyrir veittan stuðning vegna 34. landsþings Kvenfélagasambands Íslands á Akureyri dagana 23.- 25. júní sl.
Lagt fram til kynningar.


3 Sóknarnefndir Lögmannshlíðarsóknar og Akureyrarkirkju - styrkbeiðni 2006
2006110021
Tekið fyrir að nýju, áður á dagskrá bæjarráðs 9. nóvember sl.
Bæjarráð samþykkir að styrkur ársins 2006 hækki úr kr. 600.000 í kr. 750.000 til hvorrar sóknar.

Þegar hér var komið mætti Elín M. Hallgrímsdóttir á fundinn kl. 09.15.

4 Byggðakvóti handa Hrísey 2006
2006110076
Erindi dags. 13. nóvember 2006 frá Þresti Jóhannssyni f.h. Hvamms ehf. og Kristjáni R. Kristjánssyni f.h. Sæfangs ehf., þar sem þeir óska eftir viðræðufundi við bæjarráð um tilhögun úthlutunar á byggðakvóta til Hríseyjar fyrir fiskveiðiárið 2006-2007.
Bæjarráð felur formanni bæjarráðs að ræða við bréfritara.


5 Eflingarsamningar - umsóknir 2006
2006010053
Lagðar fram umsóknir frá Norðurskel ehf., kt. 600700-2270 og Seiglu ehf., kt. 640691-1319 um eflingarsamninga.
Bæjarráð felur fjármálastjóra að vinna áfram að málinu.


6 Landsvirkjun - skuldaskipti og valréttir 2006
2005120088
Erindi dags. 8. nóvember 2006 frá forstjóra Landsvirkjunar varðandi stýringu áhættu vegna gengis og vaxta 2006.
Bæjarráð samþykkir framkomna beiðni í erindi Landsvirkjunar.


7 Lánasjóður sveitarfélaga - sameining eldri skuldabréfalána
2006110065
Erindi dags. 14. nóvember 2006 frá Lánasjóði sveitarfélaga þar sem sjóðurinn biður samþykkis þess að eldri skuldabréfalán séu sameinuð í einn lánssamning.
Bæjarráð samþykkir að sameina eldri skuldabréfalán frá Lánasjóði sveitarfélaga. Ekki er um nýja lántöku að ræða heldur sameiningu 23 lána frá árinu 2004 og fyrr. Lánskjör breytast ekki.


8 Endurskoðun fjárhagsáætlunar 2006
2006080065
2. liður í fundargerð skólanefndar dags. 6. nóvember 2006:
Lagðir voru fram útreikningar á hækkun á endurskoðaðri fjárhagsáætlun fræðslu- og uppeldismála 2006, vegna kjarasamninga LN og Félags leikskólakennara og LN og Félags tónlistarskólakennara. Einnig var rætt um þær óskir sem fram komu við endurskoðun fjárhagsáætlunar 2006 og skólanefnd samþykkti í haust.
Skólanefnd samþykkir fyrir sitt leyti fyrirliggjandi útreikninga á hækkun á launalið fjárhagsáætlunar 2006 og vísar málinu til bæjarráðs.
Bæjarráð frestar afgreiðslu.


9 Fjárhagsáætlun Akureyrarbæjar 2007
2006060029
Unnið að gerð fjárhagsáætlunar fyrir árið 2007.


10 Rocco - lengdur opnunartími
2006110056
Erindi dagsett 15. nóvember 2006 frá Gísla Steinari Jóhannessyni, skemmtanastjóra Roccos ehf., þar sem hann óskar eftir að fá að lengja opnunartíma staðarins, til reynslu fram að áramótum, til kl. 06:00 föstudaga og laugardaga.
Bæjarráð hafnar erindinu.


11 Þekkingarvörður ehf. - hlutabréf
2006110096
Erindi dags. 21. nóvember 2006 frá Þekkingarverði ehf. þar sem óskað er eftir að Akureyrarkaupstaður falli frá forkaupsrétti á hlutabréfum við eigendaskipti á bréfum í félaginu.
Bæjarráð samþykkir að falla frá forkaupsrétti Akureyrarkaupstaðar og felur fjármálastjóra frágang málsins.Fundi slitið.