Bæjarráð

7951. fundur 09. nóvember 2006
3076. fundur
09.11.2006 kl. 09:00 - 11:00
Bæjarstjórnarsalur á 4. hæð í Ráðhúsi


Nefndarmenn: Starfsmenn:
Hermann Jón Tómasson formaður
Sigrún Björk Jakobsdóttir
Elín M. Hallgrímsdóttir
Baldvin H. Sigurðsson
Gerður Jónsdóttir
Anna Halla Emilsdóttir áheyrnarfulltrúi
Kristján Þór Júlíusson
Karl Guðmundsson
Dan Jens Brynjarsson
Jón Bragi Gunnarsson
Heiða Karlsdóttir fundarritari


1 Friðrik V - viðurkenning
2006110029
Lögð fram til staðfestingar tillaga að viðurkenningu til veitingastaðarins Friðriks V í tilefni af þátttöku í matarráðstefnu í Torino á Ítalíu, þar sem þátt tóku þau 100 veitingahús sem tilnefnd höfðu verið í hóp 100 bestu staðbundnu veitingastaða í heimi. Viðurkenningin var afhent þann
1. nóvember sl.
Bæjarráð samþykkir tillögu um styrk að upphæð 350 þúsund kr. til veitingarstaðarins til að standa straum af hluta þess kostnaðar sem fólst í þátttöku í ráðstefnunni. Kostnaður færist af styrkveitingum bæjarráðs 21-815.


2 Súlur björgunarsveit - húsnæðismál
2006110001
Erindi dags. 30. október 2006 frá Súlum björgunarsveitinni á Akureyri þar sem óskað er eftir viðræðum við fulltrúa Akureyrarbæjar um nýjan samning um húsnæði og rekstur húsnæðis sveitarinnar.
Bæjarráð felur bæjarritara og fjármálastjóra að ræða við fulltrúa björgunarsveitarinnar.


3 Nýsköpunarsjóður námsmanna 2006 - 2007
2006100015
Tekið fyrir að nýju, áður á dagskrá bæjarráðs 19. október sl.
Bæjarráð samþykkir að styrkja sjóðinn með kr. 500.000 á árinu 2007. Færist af styrkveitingum bæjarráðs.


4 Svæðisskipulag Eyjafjarðar
2006060006
Erindi dags. 18. október 2006 frá framkvæmdastjóra Héraðsnefndar Eyjafjarðar þar sem hann óskar eftir tilnefningu tveggja fulltrúa í samvinnunefnd um gerð svæðisskipulags, sbr. 4. mgr.
12. gr. í skipulags- og byggingarlögum nr. 73/1997 með síðari breytingum.
Bæjarráð vísar málinu til afgreiðslu bæjarstjórnar.

Þegar hér var komið mætti Sigrún Björk Jakobsdóttir til fundar kl. 09.23.


5 Sóknarnefndir Lögmannshlíðarsóknar og Akureyrarkirkju - styrkbeiðni 2006
2006110021
Erindi dags. 5. nóvember 2006 frá sóknarnefnd Lögmannshlíðarsóknar og sóknarnefnd Akureyrarkirkju þar sem sótt er um styrk til bæjarráðs.
Bæjarráð frestar afgreiðslu.


6 Miðbæjarskipulag
2006020089
Niðurstöður vinnuhóps lagðar fram.
Pétur Bolli Jóhannesson skipulags- og byggingafulltrúi mætti á fundinn undir þessum lið.
Á grunni skilamatsins samþykkir bæjarráð að ganga til samninga við PA byggingaverktaka ehf. um uppbyggingu á reit 1 og Njarðarnes ehf. um uppbyggingu á reit 4.
Bæjarráð samþykkir ennfremur að reitum 2 og 3 verði ekki ráðstafað að sinni.

Baldvin H. Sigurðsson óskar bókað að hann situr hjá við afgreiðsluna.
Anna Halla Emilsdóttir áheyrnarfulltrúi óskar bókað að henni finnst að gögn málsins hafi borist sér of seint.7 Norðlenska matborðið ehf. - jarðgerðarstöð
2006110019
Erindi dags. 3. nóvember 2006 frá framkvæmdastjóra Norðlenska matborðsins ehf. varðandi stofnun hlutafélags um byggingu og rekstur jarðgerðarstöðvar fyrir lífrænan úrgang.
Bæjarráð fagnar framtakinu og lýsir yfir áhuga Akureyrarkaupstaðar á því að koma að verkefninu, bæði með því að beina lífrænum úrgangi sem fellur til í bænum í þennan farveg og með beinni aðild að væntanlegu hlutafélagi.


8 Vinnuhópur um yfirvinnu hjá Akureyrarbæ
2006100061
Rætt um laun starfsmanna í Þrastarlundi.9 Önnur mál
Sigrún Björk Jakobsdóttir sagði frá ferð sem hópur fólks á vegum Vaxtarsamnings Eyjafjarðar fór til Kanada til að kynna sér uppbyggingu á Halifaxsvæðinu.
Fundi slitið.