Bæjarráð

7922. fundur 02. nóvember 2006
3075. fundur
02.11.2006 kl. 09:00 - 10:15
Bæjarstjórnarsalur á 4. hæð í Ráðhúsi


Nefndarmenn: Starfsmenn:
Hermann Jón Tómasson formaður
Sigrún Björk Jakobsdóttir
Elín M. Hallgrímsdóttir
Baldvin H. Sigurðsson
Gerður Jónsdóttir
Oddur Helgi Halldórsson áheyrnarfulltrúi
Kristján Þór Júlíusson
Dan Jens Brynjarsson
Karl Guðmundsson
Jón Bragi Gunnarsson
Heiða Karlsdóttir fundarritari


1 Sorpeyðing Eyjafjarðar bs. - uppsögn samnings
2006060082
Lögð fram erindi sveitarstjórna Hörgárbyggðar, Eyjafjarðarsveitar og Grýtubakkahrepps varðandi úrsögn Akureyrarbæjar úr Sorpeyðingu Eyjafjarðar bs.
Bæjarráð er ekki tilbúið til þess að breyta fyrri ákvörðun sinni um úrsögn úr Sorpeyðingu Eyjafjarðar bs. Bæjarráð lýsir sig hins vegar tilbúið til þess að fresta gildistöku úrsagnarinnar um allt að þrjá mánuði meðan unnið er að endurskipulagningu á rekstri málaflokksins og samstarfi sveitarfélaga við Eyjafjörð um hann.

Gerður Jónsdóttir óskar bókað:
"Ég fagna frestun úrsagnar Akureyrarbæjar úr Sorpeyðingu Eyjafjarðar bs. Ég tel að einungis með samvinnu allra sveitarfélaganna á svæðinu náist besti árangur í sorpeyðingarmálum."2 Ferðaþjónusta fatlaðra - gjaldtaka
2005080069
6. liður í fundargerð félagsmálaráðs dags. 23. október 2006:
Félagsmálaráð leggur til við bæjarráð að gjaldtaka í Ferliþjónustu Akureyrarbæjar verði felld niður á sama tíma og fargjöld hjá SVA.
Bæjarráð vísar málinu til gerðar fjárhagsáætlunar 2007.


3 Landsvirkjun - eignarhluti
2000050071
Lagður fram samningur dags. 1. nóvember 2006 um kaup íslenska ríkisins á eignarhluta Reykjavíkurborgar og Akureyrarbæjar í Landsvirkjun, undirritaður af bæjarstjóra með fyrirvara um samþykki bæjarstjórnar Akureyrarbæjar.
Bæjarráð vísar málinu til umræðu og afgreiðslu í bæjarstjórn.

Baldvin H. Sigurðsson óskar bókað:
"Mótmæli sölu 5,5% hluta Akureyrarbæjar í Landsvirkjun, sem lið í einkavæðingaáformi Sjálfstæðisflokksins og vara við að orkureikningar almennings muni hækka á næstu árum vegna þessa, einnig er verðið of lágt og má ætla að söluverð Landsvirkjunar sé í reynd 70-100 milljarðar kr. og mun það koma í ljós fljótlega eftir söluna þannig að bæjarbúar sem eru eigendur að hluta Akureyrar munu tapa milljörðum á sölunni."

Oddur Helgi Halldórsson óskar bókað:
"Frá upphafi hafa bæjarfulltrúar L-lista, lista fólksins, verið á móti sölu eignarhluta Akureyrar í Landsvirkjun, einir bæjarfulltrúa á síðasta kjörtímabili. Töldum m.a. verðið of lágt. Enn er ég staðfastlega á móti þessari sölu og finnst það dapur kafli í sögu Akureyrar sem verið er að skrifa með sölunni."4 Eyþing - viðtalstímar þingmanna og sveitarstjórna
2006110003
Erindi dags. 27. október 2006 frá framkvæmdastjóra Eyþings varðandi viðtalstíma þingmanna og sveitarstjórna í Eyþingi 10.- 11. nóvember 2006.
Fulltrúar Akureyrarbæjar munu hitta þingmennina föstudaginn 10. nóvember nk. kl. 12.00 á Hótel KEA.
Lagt fram til kynningar.Fundi slitið.