Bæjarráð

7899. fundur 26. október 2006
3074. fundur
26.10.2006 kl. 08:00 - 08:55
Bæjarstjórnarsalur á 4. hæð í Ráðhúsi


Nefndarmenn: Starfsmenn:
Hermann Jón Tómasson formaður
Kristján Þór Júlíusson
Elín M. Hallgrímsdóttir
Kristín Sigfúsdóttir
Gerður Jónsdóttir
Dan Jens Brynjarsson
Jón Bragi Gunnarsson
Heiða Karlsdóttir fundarritari


1 Bæjarritari - ráðning
2006100024
Lögð fram tillaga um ráðningu í starf bæjarritara.
Bæjarráð leggur til við bæjarstjórn að Karl Guðmundsson, kt. 161153-4519, verði ráðinn í starf bæjarritara Akureyrarkaupstaðar.

Gerður Jónsdóttir óskar bókað:
"Ég lýsi furðu minni á því að nýtt starf hjá Akureyrarbæ skuli ekki vera auglýst."
Kristín Sigfúsdóttir óskar bókað að hún tekur undir bókun Gerðar.2 Fjármál íþróttafélaganna Þórs og KA
2006100081
Lögð fram tillaga um 15 millj. kr. aukafjárveitingu á þessu ári sem greiða skal íþróttafélögunum KA og Þór. Upphæðin skiptist jafnt á milli þeirra og skilyrt er að hún sé notuð til að greiða niður skuldir handboltadeilda félaganna.
Bæjarráð samþykkir tillöguna.


3 Fjárhagsáætlun Akureyrarkaupstaðar 2007
2006060029
Unnið að gerð fjárhagsáætlunar fyrir árið 2007.
Lagt fram til kynningar.Fundi slitið.